Ég skila auðu! Björn Erlingsson skrifar 26. október 2017 14:00 Ég hef tekið þá ákvörðun að skila auðu í komandi Alþingiskosningum þann 28. október nk. En hvers vegna að skila auðu, kunna ýmsir að spyrja? Að skila auðu er ákveðin afstaða í mínum huga, af þeirri einföldu ástæðu að ég hef misst trúna á Alþingi, og lýsi hér með þeirri skoðun minni að það hafi í raun glatað tilverurétti sínum, enda þótt það lafi ennþá og nánast daglegt brauð að stjórnmálamenn séu uppvísir af því að ofbjóða þjóðinni. Er skemmst að minnast þess þegar kjaradómur og nýstofnuð ríkisstjórn frá seinustu kosningum boðaði 44% launahækkun hjá þingmönnum og ráðherrum. Sem þingheimur lagði blessun sína yfir nánast samhljóða. Þvert ofan í vilja þjóðarinnar, en með slíkum gjörningi ætti henni að vera ljóst, hve illa læsir stjórnmálamenn á Alþingi og í ríkisstjórn eru varðandi hug þjóðarinnar til slíkra mála. Á sama tíma og láglaunafólki, öryrkjum og eldri borgurum er sagt að ekki sé svigrúm til að bæta kjör þeirra, né leiðrétta skerðingar á lífeyrisgreiðslum almannatrygginga frá 2009, því þá fari verðbólgudraugurinn á stjá. Vandinn er hins vegar sá að Alþingi virðist eini kosturinn sem þjóðin hefur, jafnvel þótt umbjóðendur þess gerist ítrekað sekir um vafasama stjórnsýsluhætti og brot er varða áberandi hagsmunatengsl, t.d. með því að tengjast skattaskjólum og aflandsfélögum, og selja eignir þjóðarinnar á undirverði. En nú er svo komið að slíkar fréttir eru nánast daglegt brauð á borðum heimilanna, en í apríl 2015 mátti sjá frétt þess efnis að nefnd á vegum OECD, Efnahags- og framfarastofnunar, hefði aðvarað íslensk stjórnvöld fyrir að hafa ekki staðið við samninga um lög gegn spillingu.Valkostir kjósenda? Eiga kjósendur að halda áfram að launa Sjálfstæðisframsóknarflokknum, þegar forsætisráðherra tengist skattaskjólum og aflandsfélögum erlendis? Fjármála- og efnahagsráðherra selur hlut Landsbankans í Borgun, til frænda síns á undirverði, og fáeinum vikum síðar hefur frændi ráðherrans hagnast um tugi milljóna á kaupunum. Og að auki, áttatíu þúsund milljónir verið afskrifaðar af fyrirtækjum tengdum sama ráðherra. En hvað með heimilin í landinu, sem borin voru miskunnarlaust út á gaddinn í kjölfar hrunsins haustið 2008? Eiga þau ekki fjórflokkunum það að þakka, og að þau búa enn við okurvexti og verðtryggð lán, sem hvergi þekkist í víðri veröld. Og ekki hefur Vinstrigrænasamfylkingin komið til bjargar, né vinir þeirra í ASÍ, sem á að heita verkalýðshreyfing. Nei, það gæti komið sér illa fyrir stórlaxana er „standa vörð“ um inneignir lífeyrissjóðanna, sem töpuðu 479.685.000.000 kr. árin 2008-2010, og stjórnmálastéttin lætur sér fátt um finnast. En hvað með Icesave skuldaskömmina, sem átti að troða ofan í þjóðina með öllum tiltækum ráðum, en á örlagastundu kom forsetinn til bjargar? Og þvinga átti þjóðina inn í Evrópusambandið, sem var hjartans mál „velferðarstjórnarinnar“ sem gleymdi alveg að huga að þeim þúsundum manns er misstu heimili sín og höfðu loforð um „skjaldborg“. Sem reist var um fjármagnseigendur, sem nærðust á eymd annarra. Nú spyr hin dugmikla og hlýðna þjóð, hvað sé að frétta af nýrri stjórnarskrá? Hvort hagsmunir þjóðarinnar eigi ekki að vega þyngra en hagsmunir flokkseigenda? En því miður birtast stjórnmálin hinum almenna borgara, á þann veg að þjóðin sé í raun aukaatriði. Er þá nokkuð sama hvort ráðandi öfl eru á hægri eða vinstri væng stjórnmálanna. Alþingi virðist hvorki ætla að virða samhljóða niðurstöðu stjórnlagaráðs sem þjóðin kaus, né heldur þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem meirihluti kjósenda, 67% samþykkti tillögur að nýrri stjórnarskrá. Má í þessu sambandi benda á ítarlega Rannsóknarskýrslu Alþingis, þar sem fjallað er um sterk hagsmunatengsl stjórnmálamanna og flokka þeirra við viðskiptalífið. En „fjórflokkarnir“ hafa m.a. þegið styrki frá fyrirtækjum og ekki virt lög og reglur um hámarksupphæðir, hvað þá meira. Eftir stendur hin stóra spurning: Hvers vegna þjóðin kýs slíkt yfir sig, aftur og aftur, enda þótt henni sé misboðið, í hægrivinstri blekkingarleiknum? En af því að þjóðin er hvort tveggja í senn dugmikil og friðelskandi, þá komast stjórnmálamenn og hagsmunafélög þeirra nánast upp með hvað sem er. Þess vegna mun þjóðin ganga að kjörborðinu þann 28. október nk. og kjósa áfram sömu flokkana, eða hvað?Vægi auðra seðla Í ljósi þess er að ofan greinir, er það tillaga mín að ákveðið vald verði fært þjóðinni í gegnum auða atkvæðaseðla. Þannig að hver auður seðill hafi sama vægi og atkvæði greitt stjórnmálaflokki. Ef t.d. 5% atkvæða þarf til að ná þremur mönnum á þing, þá mun sama regla gilda um auða seðla, sem þýðir að þjóðin hefur fengið þrjá menn, sem forsetinn gæti skipað í embætti, eða þjóðin kosið einstaklinga utan flokka. En fordæmi eru fyrir utanþingsráðherrum í ríkisstjórn hér á landi. Kostirnir eru að mínu mati þeir að skila auðu, eða gefa nýjum framboðum tækifæri, hafi fólk sannfæringu fyrir því að þau séu ekki fylgifiskar gömlu flokkanna. En ný framboð hafa átt erfitt með að festa ræturnar í íslenskum stjórnmálum, og 5% lágmarkið í raun ólýðræðislegt. Að skila auðu er ákveðin afstaða, rétt eins og að kjósa stjórnmálaflokk, og liggur sú veigamikla ástæða að baki, að það kerfi sem við búum við hafi brugðist kjósendum og þjóðinni. Svar mitt er því, að skila auðu í Alþingiskosningunum 28. október nk. Það þarf einfaldlega nýja hugsun í íslensk stjórnmál, í ljósi þeirrar staðreyndar að Alþingi er rúið öllu trausti þjóðarinnar og hefur á engan hátt uppfyllt ítrekuð loforð um gagnsæi og bætt siðferði í stjórnmálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Sjá meira
Ég hef tekið þá ákvörðun að skila auðu í komandi Alþingiskosningum þann 28. október nk. En hvers vegna að skila auðu, kunna ýmsir að spyrja? Að skila auðu er ákveðin afstaða í mínum huga, af þeirri einföldu ástæðu að ég hef misst trúna á Alþingi, og lýsi hér með þeirri skoðun minni að það hafi í raun glatað tilverurétti sínum, enda þótt það lafi ennþá og nánast daglegt brauð að stjórnmálamenn séu uppvísir af því að ofbjóða þjóðinni. Er skemmst að minnast þess þegar kjaradómur og nýstofnuð ríkisstjórn frá seinustu kosningum boðaði 44% launahækkun hjá þingmönnum og ráðherrum. Sem þingheimur lagði blessun sína yfir nánast samhljóða. Þvert ofan í vilja þjóðarinnar, en með slíkum gjörningi ætti henni að vera ljóst, hve illa læsir stjórnmálamenn á Alþingi og í ríkisstjórn eru varðandi hug þjóðarinnar til slíkra mála. Á sama tíma og láglaunafólki, öryrkjum og eldri borgurum er sagt að ekki sé svigrúm til að bæta kjör þeirra, né leiðrétta skerðingar á lífeyrisgreiðslum almannatrygginga frá 2009, því þá fari verðbólgudraugurinn á stjá. Vandinn er hins vegar sá að Alþingi virðist eini kosturinn sem þjóðin hefur, jafnvel þótt umbjóðendur þess gerist ítrekað sekir um vafasama stjórnsýsluhætti og brot er varða áberandi hagsmunatengsl, t.d. með því að tengjast skattaskjólum og aflandsfélögum, og selja eignir þjóðarinnar á undirverði. En nú er svo komið að slíkar fréttir eru nánast daglegt brauð á borðum heimilanna, en í apríl 2015 mátti sjá frétt þess efnis að nefnd á vegum OECD, Efnahags- og framfarastofnunar, hefði aðvarað íslensk stjórnvöld fyrir að hafa ekki staðið við samninga um lög gegn spillingu.Valkostir kjósenda? Eiga kjósendur að halda áfram að launa Sjálfstæðisframsóknarflokknum, þegar forsætisráðherra tengist skattaskjólum og aflandsfélögum erlendis? Fjármála- og efnahagsráðherra selur hlut Landsbankans í Borgun, til frænda síns á undirverði, og fáeinum vikum síðar hefur frændi ráðherrans hagnast um tugi milljóna á kaupunum. Og að auki, áttatíu þúsund milljónir verið afskrifaðar af fyrirtækjum tengdum sama ráðherra. En hvað með heimilin í landinu, sem borin voru miskunnarlaust út á gaddinn í kjölfar hrunsins haustið 2008? Eiga þau ekki fjórflokkunum það að þakka, og að þau búa enn við okurvexti og verðtryggð lán, sem hvergi þekkist í víðri veröld. Og ekki hefur Vinstrigrænasamfylkingin komið til bjargar, né vinir þeirra í ASÍ, sem á að heita verkalýðshreyfing. Nei, það gæti komið sér illa fyrir stórlaxana er „standa vörð“ um inneignir lífeyrissjóðanna, sem töpuðu 479.685.000.000 kr. árin 2008-2010, og stjórnmálastéttin lætur sér fátt um finnast. En hvað með Icesave skuldaskömmina, sem átti að troða ofan í þjóðina með öllum tiltækum ráðum, en á örlagastundu kom forsetinn til bjargar? Og þvinga átti þjóðina inn í Evrópusambandið, sem var hjartans mál „velferðarstjórnarinnar“ sem gleymdi alveg að huga að þeim þúsundum manns er misstu heimili sín og höfðu loforð um „skjaldborg“. Sem reist var um fjármagnseigendur, sem nærðust á eymd annarra. Nú spyr hin dugmikla og hlýðna þjóð, hvað sé að frétta af nýrri stjórnarskrá? Hvort hagsmunir þjóðarinnar eigi ekki að vega þyngra en hagsmunir flokkseigenda? En því miður birtast stjórnmálin hinum almenna borgara, á þann veg að þjóðin sé í raun aukaatriði. Er þá nokkuð sama hvort ráðandi öfl eru á hægri eða vinstri væng stjórnmálanna. Alþingi virðist hvorki ætla að virða samhljóða niðurstöðu stjórnlagaráðs sem þjóðin kaus, né heldur þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem meirihluti kjósenda, 67% samþykkti tillögur að nýrri stjórnarskrá. Má í þessu sambandi benda á ítarlega Rannsóknarskýrslu Alþingis, þar sem fjallað er um sterk hagsmunatengsl stjórnmálamanna og flokka þeirra við viðskiptalífið. En „fjórflokkarnir“ hafa m.a. þegið styrki frá fyrirtækjum og ekki virt lög og reglur um hámarksupphæðir, hvað þá meira. Eftir stendur hin stóra spurning: Hvers vegna þjóðin kýs slíkt yfir sig, aftur og aftur, enda þótt henni sé misboðið, í hægrivinstri blekkingarleiknum? En af því að þjóðin er hvort tveggja í senn dugmikil og friðelskandi, þá komast stjórnmálamenn og hagsmunafélög þeirra nánast upp með hvað sem er. Þess vegna mun þjóðin ganga að kjörborðinu þann 28. október nk. og kjósa áfram sömu flokkana, eða hvað?Vægi auðra seðla Í ljósi þess er að ofan greinir, er það tillaga mín að ákveðið vald verði fært þjóðinni í gegnum auða atkvæðaseðla. Þannig að hver auður seðill hafi sama vægi og atkvæði greitt stjórnmálaflokki. Ef t.d. 5% atkvæða þarf til að ná þremur mönnum á þing, þá mun sama regla gilda um auða seðla, sem þýðir að þjóðin hefur fengið þrjá menn, sem forsetinn gæti skipað í embætti, eða þjóðin kosið einstaklinga utan flokka. En fordæmi eru fyrir utanþingsráðherrum í ríkisstjórn hér á landi. Kostirnir eru að mínu mati þeir að skila auðu, eða gefa nýjum framboðum tækifæri, hafi fólk sannfæringu fyrir því að þau séu ekki fylgifiskar gömlu flokkanna. En ný framboð hafa átt erfitt með að festa ræturnar í íslenskum stjórnmálum, og 5% lágmarkið í raun ólýðræðislegt. Að skila auðu er ákveðin afstaða, rétt eins og að kjósa stjórnmálaflokk, og liggur sú veigamikla ástæða að baki, að það kerfi sem við búum við hafi brugðist kjósendum og þjóðinni. Svar mitt er því, að skila auðu í Alþingiskosningunum 28. október nk. Það þarf einfaldlega nýja hugsun í íslensk stjórnmál, í ljósi þeirrar staðreyndar að Alþingi er rúið öllu trausti þjóðarinnar og hefur á engan hátt uppfyllt ítrekuð loforð um gagnsæi og bætt siðferði í stjórnmálum.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun