Óskýrt hvað flokkarnir ætla sér í skattamálum Hersir Aron Ólafsson skrifar 25. október 2017 22:00 Skattastefna margra þeirra flokka sem bjóða nú fram til Alþingis er afar óskýr og óljóst hvað þeir hafa í hyggju í málaflokknum. Þetta kemur fram í nýrri úttekt Viðskiptaráðs Íslands þar sem kallað er eftir auknu gagnsæi. Úttektin ber heitið „Skattstefnuþokan“ og er þar gagnrýnt meint stefnuleysi margra flokkanna. Ásta S. Fjeldsted, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, segir afar óábyrgt að setja ekki fram skýra stefnu í skattamálum enda sé um að ræða stærstu tekjuöflunarleið ríkissjóðs. Hún bendir á að 78% þeirra peninga sem koma inn í ríkissjóð séu skattfé frá fólkinu í landinu. Í úttektinni var litið til aðgengilegra upplýsinga á heimasíðum þeirra flokka sem mælst hafa með yfir 5% fylgi í skoðanakönnunum síðustu vikna. Þeim er svo raðað á kvarða eftir skýrleika upplýsinganna annars vegar og stefnu í skattamálum hins vegar. Ásta bendir á að stefnuleysi margra flokkanna í málaflokknum þýði ekki að breytingarnar verði engar að loknum kosningum. Þannig hafi oft orðið miklar breytingar á skattheimtu þó þær hafi ekki endilega verið að finna í stefnuskrám flokkanna hverju sinni. Þannig hafi verið gerðar 240 skattbreytingar á síðustu tíu árum, þar af 179 til hækkunar. Viðskiptaráð telur skýrustu stefnurnar að finna á vefsíðum Sjálfstæðisflokksins og Pírata. Á vef þess fyrrnefnda má finna nokkuð nákvæmar upplýsingar um fyrirhugaðar skattprósentubreytingar, en þar kemur m.a. fram að lækka eigi neðri mörk tekjuskatts úr 37% í 35%. Þá er á vef Pírata að finna svokölluð skuggafjárlög þar sem fyrirætlanir flokksins eru útlistaðar lið fyrir lið. Óskýrastur þykir hins vegar Miðflokkurinn, en á vef flokksins er litlar upplýsingar að sjá utan glærusýningar og upptöku af tæplega eins og hálfs klukkustundar löngum fyrirlestri formannsins Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar um stefnumálin. Næst óskýrust þykir Samfylkingin, en á vef flokksins segir þó m.a. að beita beri skattkerfinu sem tæki til tekjujöfnunar jafnt sem tekjuöflunar. Nær miðju í skýrleika falla svo Viðreisn, Framsóknarflokkurinn og Vinstrihreyfingin grænt framboð. Ásta segir skamman tíma í kosningabaráttu og ungan aldur margra flokkanna ekki afsökun fyrir óskýrri skattastefnu. Ef flokkarnir geti gefið út skýrar áætlanir um fyrirhuguð fjárútlát eigi þeir einnig að geta staðið á því skil hvernig afla eigi fjár í því skyni. Þannig þurfi fyrst að vita hversu mikið fé er í hendi áður en kjósendum eru gefin loforð um hvernig eyða eigi fénu. Kosningar 2017 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira
Skattastefna margra þeirra flokka sem bjóða nú fram til Alþingis er afar óskýr og óljóst hvað þeir hafa í hyggju í málaflokknum. Þetta kemur fram í nýrri úttekt Viðskiptaráðs Íslands þar sem kallað er eftir auknu gagnsæi. Úttektin ber heitið „Skattstefnuþokan“ og er þar gagnrýnt meint stefnuleysi margra flokkanna. Ásta S. Fjeldsted, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, segir afar óábyrgt að setja ekki fram skýra stefnu í skattamálum enda sé um að ræða stærstu tekjuöflunarleið ríkissjóðs. Hún bendir á að 78% þeirra peninga sem koma inn í ríkissjóð séu skattfé frá fólkinu í landinu. Í úttektinni var litið til aðgengilegra upplýsinga á heimasíðum þeirra flokka sem mælst hafa með yfir 5% fylgi í skoðanakönnunum síðustu vikna. Þeim er svo raðað á kvarða eftir skýrleika upplýsinganna annars vegar og stefnu í skattamálum hins vegar. Ásta bendir á að stefnuleysi margra flokkanna í málaflokknum þýði ekki að breytingarnar verði engar að loknum kosningum. Þannig hafi oft orðið miklar breytingar á skattheimtu þó þær hafi ekki endilega verið að finna í stefnuskrám flokkanna hverju sinni. Þannig hafi verið gerðar 240 skattbreytingar á síðustu tíu árum, þar af 179 til hækkunar. Viðskiptaráð telur skýrustu stefnurnar að finna á vefsíðum Sjálfstæðisflokksins og Pírata. Á vef þess fyrrnefnda má finna nokkuð nákvæmar upplýsingar um fyrirhugaðar skattprósentubreytingar, en þar kemur m.a. fram að lækka eigi neðri mörk tekjuskatts úr 37% í 35%. Þá er á vef Pírata að finna svokölluð skuggafjárlög þar sem fyrirætlanir flokksins eru útlistaðar lið fyrir lið. Óskýrastur þykir hins vegar Miðflokkurinn, en á vef flokksins er litlar upplýsingar að sjá utan glærusýningar og upptöku af tæplega eins og hálfs klukkustundar löngum fyrirlestri formannsins Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar um stefnumálin. Næst óskýrust þykir Samfylkingin, en á vef flokksins segir þó m.a. að beita beri skattkerfinu sem tæki til tekjujöfnunar jafnt sem tekjuöflunar. Nær miðju í skýrleika falla svo Viðreisn, Framsóknarflokkurinn og Vinstrihreyfingin grænt framboð. Ásta segir skamman tíma í kosningabaráttu og ungan aldur margra flokkanna ekki afsökun fyrir óskýrri skattastefnu. Ef flokkarnir geti gefið út skýrar áætlanir um fyrirhuguð fjárútlát eigi þeir einnig að geta staðið á því skil hvernig afla eigi fjár í því skyni. Þannig þurfi fyrst að vita hversu mikið fé er í hendi áður en kjósendum eru gefin loforð um hvernig eyða eigi fénu.
Kosningar 2017 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira