Eflum menntun Adda María Jóhannsdóttir skrifar 26. október 2017 07:00 Menntamál eru efnahagsmál. Þau eru grunnurinn að framtíðinni. Það er ámælisvert hversu fjársveltir skólarnir okkar hafa verið á undanförnum árum og það þarf að laga.Kennaraskortur í leik- og grunnskólum Við þekkjum öll stöðuna í leikskólunum okkar þar sem mikil vöntun er á fagmenntuðum leikskólakennurum. Öllum er ljóst að það sem þarf eru betri laun. Öðruvísi fáum við ekki fólk til að starfa á þessum gríðarlega mikilvæga vettvangi, líklega þeim mikilvægasta af öllum. Það er einnig áhyggjuefni hversu margir sem hafa aflað sér kennaramenntunar á grunnskólastigi kjósa að starfa við önnur störf en kennslu. Í grunnskólunum okkar er mikið álag á starfsfólki enda hefur starfið tekið miklum breytingum á undanförnum árum. Nemendahópurinn er fjölbreyttur og mikilvægt að úrræðin séu í samræmi við það.Fjársveltir framhalds- og háskólar Framhaldsskólarnir okkar eru undirfjármagnaðir. Staðan þar er orðin grafalvarleg enda hefur verið skorið inn að beini. Sá sparnaður sem hlaust af styttingu framhaldsskólans hefur ekki skilað sér til skólanna eins og til stóð og eru þeir komnir að þolmörkum. Í raun hafa þeir verið við þau mörk um nokkurra ára skeið og ef ekki verður gripið til aðgerða mun það bitna á námi ungmenna í landinu. Sömu sögu má segja um háskólana okkar. Þar skortir sárlega fjármagn ekki síst til rannsókna. Við þurfum að hækka framlög til háskóla til að standast áfram samjöfnuð við alþjóðlega háskóla í kennslu og rannsóknarstarfi.Sókn í menntamálum Samfylkingin vill koma á fót samstarfi milli ríkis og sveitarfélaga, skólafólks, nemenda, foreldra og aðila vinnumarkaðarins, sem hafi það hlutverk að móta tillögur að umbótum í menntamálum með það fyrir augum að að efla skólastarf og gera kennarastarfið að vel launuðum og eftirsóknarverðum starfsvettvangi. Öflugt menntakerfi er fjárfesting í framtíðar hagvexti og forsenda nýsköpunar. Hættum að skera menntakerfið niður og byrjum að fjárfesta í því.Höfundur er framhaldsskólakennari, skipar 3. sæti á lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Mest lesið Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Skoðun Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Menntamál eru efnahagsmál. Þau eru grunnurinn að framtíðinni. Það er ámælisvert hversu fjársveltir skólarnir okkar hafa verið á undanförnum árum og það þarf að laga.Kennaraskortur í leik- og grunnskólum Við þekkjum öll stöðuna í leikskólunum okkar þar sem mikil vöntun er á fagmenntuðum leikskólakennurum. Öllum er ljóst að það sem þarf eru betri laun. Öðruvísi fáum við ekki fólk til að starfa á þessum gríðarlega mikilvæga vettvangi, líklega þeim mikilvægasta af öllum. Það er einnig áhyggjuefni hversu margir sem hafa aflað sér kennaramenntunar á grunnskólastigi kjósa að starfa við önnur störf en kennslu. Í grunnskólunum okkar er mikið álag á starfsfólki enda hefur starfið tekið miklum breytingum á undanförnum árum. Nemendahópurinn er fjölbreyttur og mikilvægt að úrræðin séu í samræmi við það.Fjársveltir framhalds- og háskólar Framhaldsskólarnir okkar eru undirfjármagnaðir. Staðan þar er orðin grafalvarleg enda hefur verið skorið inn að beini. Sá sparnaður sem hlaust af styttingu framhaldsskólans hefur ekki skilað sér til skólanna eins og til stóð og eru þeir komnir að þolmörkum. Í raun hafa þeir verið við þau mörk um nokkurra ára skeið og ef ekki verður gripið til aðgerða mun það bitna á námi ungmenna í landinu. Sömu sögu má segja um háskólana okkar. Þar skortir sárlega fjármagn ekki síst til rannsókna. Við þurfum að hækka framlög til háskóla til að standast áfram samjöfnuð við alþjóðlega háskóla í kennslu og rannsóknarstarfi.Sókn í menntamálum Samfylkingin vill koma á fót samstarfi milli ríkis og sveitarfélaga, skólafólks, nemenda, foreldra og aðila vinnumarkaðarins, sem hafi það hlutverk að móta tillögur að umbótum í menntamálum með það fyrir augum að að efla skólastarf og gera kennarastarfið að vel launuðum og eftirsóknarverðum starfsvettvangi. Öflugt menntakerfi er fjárfesting í framtíðar hagvexti og forsenda nýsköpunar. Hættum að skera menntakerfið niður og byrjum að fjárfesta í því.Höfundur er framhaldsskólakennari, skipar 3. sæti á lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi.
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar