NBA: LeBron James blómstraði í stöðu leikstjórnanda í nótt | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. október 2017 07:00 LeBron James. Vísir/Getty LeBron James fékk að vera leikstjórnandi síns liðs í nótt þegar Cleveland Cavaliers vann Chicago Bulls í NBA-deildinni í körfubolta. Boston Celtics er aðeins að rétta úr kútnum eftir töp í fyrstu tveimur leikjunum og Los Angeles Clippers hefur unnið fyrstu þrjú leiki tímabilsins.LeBron James var skráður til leiks sem leikstjórnandi í fyrsta sinn frá 2012 þegar hann leiddi Cleveland Cavaliers til 119-112 heimasigurs á Chicago Bulls. James stýrir jafnan leik síns liðs en nú var hann settur beint í leikstjórnandahlutverkið frá fyrstu mínútu. James brást ekki því trausti heldur endaði leikinn með 34 stig og 13 stoðsendingar. Leikstjórnendur Cavs, Derrick Rose (ökkli) og Isaiah Thomas (mjöðm) eru meiddir. Þetta var ekki eina breytingin á byrjunarliðinu hjá Tyronne Lue því Dwyane Wade bað hann um að fá að koma inn af bekknum og þjálfarinn varð við því. „Alveg síðan ég var krakki þá hef ég alltaf getað lært allar stöðurnar á vellinum. Það skiptir ekki máli þótt að það sé leikstjórnandi, skotbakvörður, lítill framherji, kraftframherji eða miðherji því ég þekki öll kerfin og veit hvað hver maður á að gera,“ sagði LeBron James eftir leikinn. Kevin Love var með 20 stig og 12 fráköst og Dwyane Wade kom með 11 stig inn af bekknum. Justin Holiday skoraði mest fyrir Chicago-liðið eða 25 stig en Finninn Lauri Markkanen bætti síðan við 19 stigum og 8 fráköstum. Chicago-liðið skoraði alls sautján þriggja stiga körfur í leiknum þar af nýtti Markkanen fimm af átta skotum sínum. Lauri Markkanen, sem stóð sig svo vel með Finnum á Eurobasket og ekki síst í leiknum á móti Íslandi, varð fyrsti leikmaðurinn í sögu NBA sem nær að skora tíu þrista í fyrstu þremur leikjum sínum í NBA-deildinni.Jaylen Brown skoraði 23 stig og Jayson Tatum var með 22 stig þegar Boston Celtics vann öruggan 110-89 sigur á New York Knicks. Kyrie Irving var síðan með 20 stig og 7 stoðsendingar fyrir Boston og Al Horford endaði með 13 stig og 13 fráköst. Boston tapaði tveimur fyrstu leikjunum sínum en hefur nú unnið tvo í röð. Knicks hefur enn ekki unnið leik á tímabilinu í þremur tilraunum.Blake Griffin skoraði 22 stig þegar Los Angeles Clippers hélt áfram sigurgöngu sinni með 102-84 heimasigri á Utah Jazz. Griffin var einnig með 9 fráköst og 6 stoðsendingar í leiknum. Patrick Beverley skoraði 19 stig, þjálfarasonurinn Austin Rivers kom inn í byrjunarliðið fyrir meiddan Milos Teodosic og var með 16 stig og Jordan tók 18 fráköst og skoraði 11 stig. Clippers-liðið hefur unnið þrjá fyrstu leiki sína á tímabilinu. Victor Oladipo skoraði 28 stig og Cory Joseph bætti við 21 stigi þegar Indiana Pacers vann 130-107 útisigur á Minnesota Timberwolves. Darren Collison var síðan með 15 stig og 16 stoðsendingar. Karl-Anthony Towns skoraði 28 stig fyrir TimberwolvesCJ McCollum skoraði 16 af 23 stigum sínum í lokaleikhlutanum þegar Portland Trail Blazers vann New Orleans Pelicans 103-93. Damian Lillard og Evan Turner skoruðu báðir 13 stig en Portland hefur unnið 3 af fyrstu 4 leikjum sínum í fyrsta sinn síðan 2011-12 tímabilið. Pelíkanarnir urðu fyrir áfalli þegar stórstjarnan Anthony Davis meiddist á hné í upphafi leiks en hann spilaði bara í fimm mínútur í leiknum. DeMarcus Cousins var með 39 stig og 13 fráköst en það dugði ekki til.Aaron Gordon setti nýtt persónulegt stigamet þegar hann skoraði 41 stig í 125-121 sigri Orlando Magic á Brooklyn Nets. Gordon tók einnig 12 fráköst og setti niður þriggja stiga skot í lokin sem kom Orlando endanlega yfir í leiknum. Evan Fournier bætti síðan við 28 stigum fyrir Orlando en D'Angelo Russell var stigahæstur hjá Nets með 27 stig.Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Los Angeles Clippers - Utah Jazz 102-84 Portland Trail Blazers - New Orleans Pelicans 103-93 Minnesota Timberwolves - Indiana Pacers 107-130 Boston Celtics - New York Knicks 110-89 Cleveland Cavaliers - Chicago Bulls 119-112 Orlando Magic - Brooklyn Nets 125-121 NBA Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Fótbolti Byssumaðurinn ætlaði á skrifstofu NFL en tók vitlausa lyftu Sport Fleiri fréttir Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Sjá meira
LeBron James fékk að vera leikstjórnandi síns liðs í nótt þegar Cleveland Cavaliers vann Chicago Bulls í NBA-deildinni í körfubolta. Boston Celtics er aðeins að rétta úr kútnum eftir töp í fyrstu tveimur leikjunum og Los Angeles Clippers hefur unnið fyrstu þrjú leiki tímabilsins.LeBron James var skráður til leiks sem leikstjórnandi í fyrsta sinn frá 2012 þegar hann leiddi Cleveland Cavaliers til 119-112 heimasigurs á Chicago Bulls. James stýrir jafnan leik síns liðs en nú var hann settur beint í leikstjórnandahlutverkið frá fyrstu mínútu. James brást ekki því trausti heldur endaði leikinn með 34 stig og 13 stoðsendingar. Leikstjórnendur Cavs, Derrick Rose (ökkli) og Isaiah Thomas (mjöðm) eru meiddir. Þetta var ekki eina breytingin á byrjunarliðinu hjá Tyronne Lue því Dwyane Wade bað hann um að fá að koma inn af bekknum og þjálfarinn varð við því. „Alveg síðan ég var krakki þá hef ég alltaf getað lært allar stöðurnar á vellinum. Það skiptir ekki máli þótt að það sé leikstjórnandi, skotbakvörður, lítill framherji, kraftframherji eða miðherji því ég þekki öll kerfin og veit hvað hver maður á að gera,“ sagði LeBron James eftir leikinn. Kevin Love var með 20 stig og 12 fráköst og Dwyane Wade kom með 11 stig inn af bekknum. Justin Holiday skoraði mest fyrir Chicago-liðið eða 25 stig en Finninn Lauri Markkanen bætti síðan við 19 stigum og 8 fráköstum. Chicago-liðið skoraði alls sautján þriggja stiga körfur í leiknum þar af nýtti Markkanen fimm af átta skotum sínum. Lauri Markkanen, sem stóð sig svo vel með Finnum á Eurobasket og ekki síst í leiknum á móti Íslandi, varð fyrsti leikmaðurinn í sögu NBA sem nær að skora tíu þrista í fyrstu þremur leikjum sínum í NBA-deildinni.Jaylen Brown skoraði 23 stig og Jayson Tatum var með 22 stig þegar Boston Celtics vann öruggan 110-89 sigur á New York Knicks. Kyrie Irving var síðan með 20 stig og 7 stoðsendingar fyrir Boston og Al Horford endaði með 13 stig og 13 fráköst. Boston tapaði tveimur fyrstu leikjunum sínum en hefur nú unnið tvo í röð. Knicks hefur enn ekki unnið leik á tímabilinu í þremur tilraunum.Blake Griffin skoraði 22 stig þegar Los Angeles Clippers hélt áfram sigurgöngu sinni með 102-84 heimasigri á Utah Jazz. Griffin var einnig með 9 fráköst og 6 stoðsendingar í leiknum. Patrick Beverley skoraði 19 stig, þjálfarasonurinn Austin Rivers kom inn í byrjunarliðið fyrir meiddan Milos Teodosic og var með 16 stig og Jordan tók 18 fráköst og skoraði 11 stig. Clippers-liðið hefur unnið þrjá fyrstu leiki sína á tímabilinu. Victor Oladipo skoraði 28 stig og Cory Joseph bætti við 21 stigi þegar Indiana Pacers vann 130-107 útisigur á Minnesota Timberwolves. Darren Collison var síðan með 15 stig og 16 stoðsendingar. Karl-Anthony Towns skoraði 28 stig fyrir TimberwolvesCJ McCollum skoraði 16 af 23 stigum sínum í lokaleikhlutanum þegar Portland Trail Blazers vann New Orleans Pelicans 103-93. Damian Lillard og Evan Turner skoruðu báðir 13 stig en Portland hefur unnið 3 af fyrstu 4 leikjum sínum í fyrsta sinn síðan 2011-12 tímabilið. Pelíkanarnir urðu fyrir áfalli þegar stórstjarnan Anthony Davis meiddist á hné í upphafi leiks en hann spilaði bara í fimm mínútur í leiknum. DeMarcus Cousins var með 39 stig og 13 fráköst en það dugði ekki til.Aaron Gordon setti nýtt persónulegt stigamet þegar hann skoraði 41 stig í 125-121 sigri Orlando Magic á Brooklyn Nets. Gordon tók einnig 12 fráköst og setti niður þriggja stiga skot í lokin sem kom Orlando endanlega yfir í leiknum. Evan Fournier bætti síðan við 28 stigum fyrir Orlando en D'Angelo Russell var stigahæstur hjá Nets með 27 stig.Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Los Angeles Clippers - Utah Jazz 102-84 Portland Trail Blazers - New Orleans Pelicans 103-93 Minnesota Timberwolves - Indiana Pacers 107-130 Boston Celtics - New York Knicks 110-89 Cleveland Cavaliers - Chicago Bulls 119-112 Orlando Magic - Brooklyn Nets 125-121
NBA Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Fótbolti Byssumaðurinn ætlaði á skrifstofu NFL en tók vitlausa lyftu Sport Fleiri fréttir Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Sjá meira