Ísland er framtíðin Lilja Alfreðsdóttir skrifar 25. október 2017 07:00 Ísland var í 16. sæti árið 2016 á lista Sameinuðu þjóðanna yfir bestu lífskjör í heiminum. Danmörk, Noregur og Svíþjóð voru fyrir ofan okkur, en Finnland fyrir neðan. Þó við séum að koma vel út þegar kemur að jöfnuð í samfélaginu, þurfum við að gera enn betur svo Ísland verði ákjósanlegur valkostur fyrir unga fólkið í framtíðinni. Framsókn leggur ríka áherslu á jafnan rétt til menntunar, óháð búsetu og efnahag. Nauðsynlegt er að auka fjárframlög til háskólanna svo þau nái OECD-meðaltalinu árið 2020. Ein króna inn í háskólastigið skilar sér áttfalt inn í hagkerfið. Ísland þarf að vera framarlega á sviði tækni og nýsköpunar til að geta mætt kröfum framtíðarinnar. Fjölbreytt framboð á menntun og símenntun er lykilþáttur í því sambandi. Við höfum líka lagt áherslu á að þeir fjármunir sem sparast við styttingu framhaldsskólans í þrjú ár verði nýttir til að byggja upp og þróa framhaldsskólastigið, t.d. í verk- og iðnnámi. Fjölbreytt og áhugaverð störf þurfa að vera í boði fyrir ungt fólk í framtíðinni. Sú tæknibylting sem framundan er mun án efa skapa mörg ný, spennandi atvinnutækifæri fyrir ungt fólk í náinni framtíð. En það gerist ekki af sjálfu sér. Framsókn vill að á fyrstu 100 dögum nýrrar ríkisstjórnar verði endurgreiðsluhlutfall á rannsóknar- og þróunarkostnaði hækkað úr 20% í 25% svo skapa megi ný tækifæri á þeim umbreytingartímum sem framundan eru. Stjórnvöld þurfa að styðja vel við fyrirtæki sem fjárfesta í hugverka- og þekkingariðnaði. Mikil fjölgun hefur verið á leigumarkaði á Íslandi en 80% þeirra vilja eignast sitt eigið húsnæði. Framsókn hefur lagt fram raunhæfa aðgerð sem gengur út á að ungu fólki verði heimilt að taka út það iðgjald sem það hefur lagt í lífeyrissjóð og nýta sem útborgun við íbúðakaup. Þessi leið hefur nýst vel í Sviss til að auðvelda fólki að eignast húsnæði. Samhliða þessari aðgerð verður meira framboð af húsnæði að vera til staðar. Ísland þarf að geta boðið upp á sambærilegar aðstæður til húsnæðiskaupa og önnur norræn ríki. Höfundur er varaformaður Framsóknarflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Lilja Alfreðsdóttir Mest lesið Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Ísland var í 16. sæti árið 2016 á lista Sameinuðu þjóðanna yfir bestu lífskjör í heiminum. Danmörk, Noregur og Svíþjóð voru fyrir ofan okkur, en Finnland fyrir neðan. Þó við séum að koma vel út þegar kemur að jöfnuð í samfélaginu, þurfum við að gera enn betur svo Ísland verði ákjósanlegur valkostur fyrir unga fólkið í framtíðinni. Framsókn leggur ríka áherslu á jafnan rétt til menntunar, óháð búsetu og efnahag. Nauðsynlegt er að auka fjárframlög til háskólanna svo þau nái OECD-meðaltalinu árið 2020. Ein króna inn í háskólastigið skilar sér áttfalt inn í hagkerfið. Ísland þarf að vera framarlega á sviði tækni og nýsköpunar til að geta mætt kröfum framtíðarinnar. Fjölbreytt framboð á menntun og símenntun er lykilþáttur í því sambandi. Við höfum líka lagt áherslu á að þeir fjármunir sem sparast við styttingu framhaldsskólans í þrjú ár verði nýttir til að byggja upp og þróa framhaldsskólastigið, t.d. í verk- og iðnnámi. Fjölbreytt og áhugaverð störf þurfa að vera í boði fyrir ungt fólk í framtíðinni. Sú tæknibylting sem framundan er mun án efa skapa mörg ný, spennandi atvinnutækifæri fyrir ungt fólk í náinni framtíð. En það gerist ekki af sjálfu sér. Framsókn vill að á fyrstu 100 dögum nýrrar ríkisstjórnar verði endurgreiðsluhlutfall á rannsóknar- og þróunarkostnaði hækkað úr 20% í 25% svo skapa megi ný tækifæri á þeim umbreytingartímum sem framundan eru. Stjórnvöld þurfa að styðja vel við fyrirtæki sem fjárfesta í hugverka- og þekkingariðnaði. Mikil fjölgun hefur verið á leigumarkaði á Íslandi en 80% þeirra vilja eignast sitt eigið húsnæði. Framsókn hefur lagt fram raunhæfa aðgerð sem gengur út á að ungu fólki verði heimilt að taka út það iðgjald sem það hefur lagt í lífeyrissjóð og nýta sem útborgun við íbúðakaup. Þessi leið hefur nýst vel í Sviss til að auðvelda fólki að eignast húsnæði. Samhliða þessari aðgerð verður meira framboð af húsnæði að vera til staðar. Ísland þarf að geta boðið upp á sambærilegar aðstæður til húsnæðiskaupa og önnur norræn ríki. Höfundur er varaformaður Framsóknarflokksins.
Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun