Þrír handteknir fyrir umfangsmikinn þjófnað á Keflavíkurflugvelli Stefán Ó. Jónsson skrifar 24. október 2017 08:53 Mennirnir unnu hjá fyrirtækinu sem þeir stálu frá. VÍSIR/VILHELM Lögreglan á Suðurnesjum handtók fyrr í mánuðinum þrjá karlmenn vegna stórfellds þjófnaðar á tollfrjálsum varningi frá flugþjónustufyrirtæki á Keflavíkurflugvelli. Tveir mannanna sem báðir voru starfsmenn hjá fyrirtækinu hafa viðurkennt þjófnaðinn og hinn þriðji viðurkenndi að hafa aðstoðað við að koma þýfinu í verð. „Rannsókn lögreglu hefur leitt í ljós að starfsmennirnir höfðu lengi stundað þjófnað, einkum á nautalundum og lambakjöti, úr frystiklefa flugþjónustufyrirtækisins, annar um fjögurra til fimm ára skeið en hinn nokkru skemur. Þá höfðu þeir rofið innsigli á vögnum sem innihéldu tollfrjálsan varning sem fara átti um borð í flugvélar og látið greipar sópa. Húsleitir voru gerðar heima hjá starfsmönnunum og vitorðsmanni þeirra. Hjá öðrum hinna fyrrnefndu fundust átján sígarettukarton o.fl. og 168 kíló af nautakjöti í frystigeymslum vitorðsmannsins,“ segir í tilkynningu lögreglunnar. Þá segir jafnframt að þegar lögregla skoðaði upptökur úr öryggismyndavélum á svæðinu, í tengslum við rannsóknina, kom í ljós að mennirnir höfðu verið stórtækir við þjófnaðinn - „því til þeirra sást bera úr kjöt út úr frystigeymslunni í kassavís. Annar þeirra hafði nýlokið við að stela 30 kössum af kjöti þegar lögreglan handtók hann, Hinn kvaðst hafa selt hluta af þýfinu á 2000 – 2500 krónur kílóið.“ Ekki er vitað hversu miklu kjöti mennirnir stálu á þeim tíma sem athæfi þeirra stóð yfir en ljóst er að um „gríðarlega mikið magn er að ræða.“ Lögreglumál Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Sjá meira
Lögreglan á Suðurnesjum handtók fyrr í mánuðinum þrjá karlmenn vegna stórfellds þjófnaðar á tollfrjálsum varningi frá flugþjónustufyrirtæki á Keflavíkurflugvelli. Tveir mannanna sem báðir voru starfsmenn hjá fyrirtækinu hafa viðurkennt þjófnaðinn og hinn þriðji viðurkenndi að hafa aðstoðað við að koma þýfinu í verð. „Rannsókn lögreglu hefur leitt í ljós að starfsmennirnir höfðu lengi stundað þjófnað, einkum á nautalundum og lambakjöti, úr frystiklefa flugþjónustufyrirtækisins, annar um fjögurra til fimm ára skeið en hinn nokkru skemur. Þá höfðu þeir rofið innsigli á vögnum sem innihéldu tollfrjálsan varning sem fara átti um borð í flugvélar og látið greipar sópa. Húsleitir voru gerðar heima hjá starfsmönnunum og vitorðsmanni þeirra. Hjá öðrum hinna fyrrnefndu fundust átján sígarettukarton o.fl. og 168 kíló af nautakjöti í frystigeymslum vitorðsmannsins,“ segir í tilkynningu lögreglunnar. Þá segir jafnframt að þegar lögregla skoðaði upptökur úr öryggismyndavélum á svæðinu, í tengslum við rannsóknina, kom í ljós að mennirnir höfðu verið stórtækir við þjófnaðinn - „því til þeirra sást bera úr kjöt út úr frystigeymslunni í kassavís. Annar þeirra hafði nýlokið við að stela 30 kössum af kjöti þegar lögreglan handtók hann, Hinn kvaðst hafa selt hluta af þýfinu á 2000 – 2500 krónur kílóið.“ Ekki er vitað hversu miklu kjöti mennirnir stálu á þeim tíma sem athæfi þeirra stóð yfir en ljóst er að um „gríðarlega mikið magn er að ræða.“
Lögreglumál Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Sjá meira