Heitur ís Torfi Tulinius skrifar 23. október 2017 07:00 Það verður að gera ráð fyrir því að fólk trúi því sem það segir sjálft, m.a.s. stjórnmálamenn. Nú keppast allir flokkar við að lofa afnámi fátæktar, styrkingu innviða, uppbyggingu heilbrigðiskerfis og jafnvel stórauknum fjármunum til mennta- og velferðarmála. Eitt er gott við hversu stutt er frá síðustu kosningum: þeir sem héldu uppi þessum boðskap þá og mynduðu stjórnina sem féll í september, Viðreisn, Björt framtíð og Sjálfstæðisflokkur, sýndu í fjármálaáætlun til fimm ára og fjárlagafrumvarpi að þeir ætluðu ekki að standa við gefin loforð nema að mjög takmörkuðu leyti. Fyrirætlanir þeirra um uppbyggingu, menntun og velferð takmörkuðust við það að þeir voru ekki tilbúnir að afla þeirra varanlegu tekna sem nauðsynlegar eru til að standa undir framsæknu samfélagi sem hlúir að börnum, sjúkum og öldruðum en skapar jafnframt aðstæður fyrir einstaklinga til að njóta hæfileika sinna; samfélag sem um leið býr sig undir að takast á við þær risavöxnu áskoranir sem bíða okkur í nálægri framtíð: umhverfisvá og ójöfnuð, bæði á hnattræna vísu og hér innanlands. Slíkt samfélag er hægt að byggja hér á Íslandi en ekki nema við aukum sameiginlegar tekjur okkar með því að taka upp skattkerfi í líkingu við flestar þjóðir sem við berum okkur saman við, þ.e. með hærri fjármagnstekjuskatti, auðlindagjöldum, auðlegðarskatti og þriðja skattþrepi hátekjufólks. Slíkir skattar eru ekki jafn háðir hagsveiflum og neysluskattar, slá á þenslu auk þess sem þeir ýta undir velferð og jöfnuð t.d. með því að gera kleift að stórefla barnabætur og aðra aðstoð við ungt fjölskyldufólk. Það hefur hallað mjög á ungar fjölskyldur á undanförnum árum og áratugum, en barnabætur eru fyrirtaks tekjujöfnunartæki og koma sér vel jafnt fyrir þá sem hafa lágar tekjur og hærri. Sjálfstæðisflokkur hefur um áratuga skeið verið mótfallinn því að styrkja grundvöll samneyslunnar. Því miður á það við um fleiri framboð. Þeir sem halda því fram, með fráfarandi forsætisráðherra, Bjarna Benediktsson, í fararbroddi, að það sé hægt að auka heilbrigði, velferð og menntun til frambúðar án þess að bæta tekjuöflun samfélagsins blekkja sjálfa sig og aðra. Þeir trúa og vilja að kjósendur trúi hinu ómögulega: að hvítt sé svart, að vont sé gott og að ís sé heitur.Höfundur er prófessor í íslenskum miðaldafræðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Skoðun Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Það verður að gera ráð fyrir því að fólk trúi því sem það segir sjálft, m.a.s. stjórnmálamenn. Nú keppast allir flokkar við að lofa afnámi fátæktar, styrkingu innviða, uppbyggingu heilbrigðiskerfis og jafnvel stórauknum fjármunum til mennta- og velferðarmála. Eitt er gott við hversu stutt er frá síðustu kosningum: þeir sem héldu uppi þessum boðskap þá og mynduðu stjórnina sem féll í september, Viðreisn, Björt framtíð og Sjálfstæðisflokkur, sýndu í fjármálaáætlun til fimm ára og fjárlagafrumvarpi að þeir ætluðu ekki að standa við gefin loforð nema að mjög takmörkuðu leyti. Fyrirætlanir þeirra um uppbyggingu, menntun og velferð takmörkuðust við það að þeir voru ekki tilbúnir að afla þeirra varanlegu tekna sem nauðsynlegar eru til að standa undir framsæknu samfélagi sem hlúir að börnum, sjúkum og öldruðum en skapar jafnframt aðstæður fyrir einstaklinga til að njóta hæfileika sinna; samfélag sem um leið býr sig undir að takast á við þær risavöxnu áskoranir sem bíða okkur í nálægri framtíð: umhverfisvá og ójöfnuð, bæði á hnattræna vísu og hér innanlands. Slíkt samfélag er hægt að byggja hér á Íslandi en ekki nema við aukum sameiginlegar tekjur okkar með því að taka upp skattkerfi í líkingu við flestar þjóðir sem við berum okkur saman við, þ.e. með hærri fjármagnstekjuskatti, auðlindagjöldum, auðlegðarskatti og þriðja skattþrepi hátekjufólks. Slíkir skattar eru ekki jafn háðir hagsveiflum og neysluskattar, slá á þenslu auk þess sem þeir ýta undir velferð og jöfnuð t.d. með því að gera kleift að stórefla barnabætur og aðra aðstoð við ungt fjölskyldufólk. Það hefur hallað mjög á ungar fjölskyldur á undanförnum árum og áratugum, en barnabætur eru fyrirtaks tekjujöfnunartæki og koma sér vel jafnt fyrir þá sem hafa lágar tekjur og hærri. Sjálfstæðisflokkur hefur um áratuga skeið verið mótfallinn því að styrkja grundvöll samneyslunnar. Því miður á það við um fleiri framboð. Þeir sem halda því fram, með fráfarandi forsætisráðherra, Bjarna Benediktsson, í fararbroddi, að það sé hægt að auka heilbrigði, velferð og menntun til frambúðar án þess að bæta tekjuöflun samfélagsins blekkja sjálfa sig og aðra. Þeir trúa og vilja að kjósendur trúi hinu ómögulega: að hvítt sé svart, að vont sé gott og að ís sé heitur.Höfundur er prófessor í íslenskum miðaldafræðum.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun