365 miðlar saka Loga um frekju og yfirgang Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 30. október 2017 13:15 Logi Bergmann Eiðsson á góðri stundu ásamt eiginkonu sinni, Svanhildi Hólm Valsdóttir, aðstoðarmanns Bjarna Benediktssonar. Vísir/Andri Marinó 365 miðlar gagnrýna harðlega ályktun Blaðamannafélags Íslands varðandi mál Loga Bergmann Eiðssonar, fyrrum starfsmanns 365. Þetta kemur fram í tilkynningu sem lögfræðingur fyrirtækisins sendi fyrir hönd 365 miðla. Þar segir að reynt hafi verið að ná sáttum við Loga en í stuttu máli hafi „frekjan og yfirgangurinn af hálfu Loga“ verið „svo yfirgengilegur að engin leið var til að ná ásættanlegri niðurstöðu í málið. Hans nálgun var sú að fá allt og 365 ekkert. Við slíkar kringumstæður er ekki samið um eitt né neitt og ekki við 365 að sakast. “ Síðastliðinn föstudag sendi Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, yfirlýsingu til fjölmiðla varðandi framkomu forsvarsmanna 365 miðla í garð Loga. Sjónvarpsmaðurinn sagði sem kunnugt er upp störfum á dögunum og var tilkynnt um ráðningu hans til Árvakurs. Í framhaldinu fór 365 fram á lögbann á störf Loga hjá Árvakri á meðan ekki hefði náðst sátt í deilu aðila. BÍ hvatti forsvarsmenn 365 til að leysa málið með farsælum hætti. Gagnrýnir 365 að BÍ hafi ekki séð tilefni til þess að hafa samband við fyrirtækið til að kynna sér báðar hliðar málsins áður en ályktunin var samþykkt. „Er það miður, þar sem 365 telur að hún hefði orðið annars efni, hefði það verið gert. Hingað til hefur það verið talið til góðrar blaðamennsku að fá báðar hliðar fram. Ályktun stjórnar BÍ er vissulega ekki frétt eða fréttavinnsla, en 365 telur ekki til of mikils mælst af stjórn BÍ að hún hefði beitt grunnreglum vandaðrar blaðamennsku áður en hún samþykkti og sendi frá sér þessa dæmalausu ályktun.“ Í ályktuninni var meðal annars skrifað:Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélagsinsvísir/stefán„Stjórn Blaðamannafélags Íslands lýsir yfir furðu sinni á framkomu forsvarsmanna 365 miðla í garð Loga Bergmanns Eiðssonar, fréttamanns, í kjölfar þess að hann ákveður að skipta um starf og hefja störf hjá samkeppnisaðila. Það er ekki í fyrsta skipti sem það gerist á íslenskum fjölmiðlamarkaði og örugglega ekki í það síðasta. Hingað til hefur tekist að leysa slík mál farsællega, enda ekkert sjálfsagðara en fólk geti skipt um starf og leitað nýrra áskorana. Það er hagur allra sem starfa á fjölmiðlamarkaði, atvinnurekenda jafnt sem blaðamanna. Vistarbandið var afnumið í íslensku samfélagi á 19. öld og það er ótrúlegt ef gerðar eru tilraunir til þess að endurvekja það á 21. öldinni.”Vildi láta af störfum án tafarÞann 11. október birtist frétt í Morgunblaðinu þar sem tilkynnt var að Logi hefði hafið störf hjá fyrirtækinu. Sama dag birtist frétt á vef Vísis að Logi hafi sagt skilið við 365. Þar var vitnað í Jóhönnu Margréti Gísladóttir, dagskrárstjóra Stöðvar 2, sem sagði að það væri „ekkert nýtt að aðrir fjölmiðlar ráði starfsfólk frá okkur til starfa. Hins vegar er ljóst að Logi er með skriflegan tólf mánaða uppsagnarfrest og að auki 12 mánaða samkeppnisákvæði sem hann þarf að sjálfsögðu að virða.“ 365 fer yfir þetta mál í yfirlýsingu sinni. Þar er farið yfir atburðarrásina, eins og hún kemur lögmanni 365 fyrir sjónir, er varðar uppsögn Loga og það sem varð til þess að farið var fram á lögbann á störf hans hjá samkeppnisaðila.Sjá einnig: Lögbann lagt á störf Loga Bergmann hjá Árvakri og Símanum.„Mánudagsmorguninn 9. október sl. sendi Logi forstjóra 365 sms skeyti og óskaði eftir fundi. Fundurinn þyrfti að eiga sér stað sem allra fyrst. Við því var orðið. Til fundarins mætti Logi ásamt Sigurði Kára Kristjánssyni, hrl. Ekki var látið vita fyrirfram af því að Sigurður Kári yrði með í för. Á fundinum afhenti Logi uppsagnarbréf sitt og óskaði eftir að fá að láta af störfum án tafar. Bréfið var móttekið, en því hafnað að hann gæti látið af störfum um leið, heldur skyldu aðilar vera í sambandi í þeim tilgangi að finna ásættanlega lausn fyrir báða aðila. Þangað til skyldi Logi sinna starfsskyldum sínum, eins og ekkert hefði í skorist. Samkvæmt ráðningarsamningi Loga er gagnkvæmur uppsagnarfrestur tólf mánuðir. Að honum loknum getur 365 krafist þess að Logi starfi ekki í samkeppni við 365 til næstu tólf mánaða. Mánudaginn og þriðjudaginn var ég í sambandi við lögmann Loga og honum tjáð að 365 gæti ekki fallist á að Logi hætti og myndi hefja störf hjá keppinaut 365 strax daginn eftir. 365 væri tilbúið að stytta þann tíma, sem samningur aðila kvæði á um, en Logi yrði að taka tillit til hagsmuna 365 í þessu máli, samhliða því sem tekið yrði tillit til hagsmuna hans. Í stuttu máli má segja að frekjan og yfirgangurinn af hálfu Loga var svo yfirgengilegur að engin leið var til að ná ásættanlegri niðurstöðu í málið. Hans nálgun var sú að fá allt og 365 ekkert. Við slíkar kringumstæður er ekki samið um eitt né neitt og ekki við 365 að sakast. “Segja fréttina beina árásÍ kjölfarið var skorað á Loga þann 10. október að mæta til vinnu og kemur fram að þetta hafi verið sent í símskeyti til Loga og hann minntur á skyldur sínar samkvæmt ráðningarsamningi. Í tilkynningunni kemur fram að svarið sem barst við því hafi verið frétt Morgunblaðsins um ráðningu Loga til Árvakurs og Símans. Segir enn fremur í tilkynningu 365: „Fréttin, framkvæmdin og hvernig staðið var að þessu var því bein árás á starfsemi 365, þar sem afstaða Loga var sú að taka ekki að neinu leyti tillit til réttinda 365 í málinu, heldur hugsa einungis um eigin hag. 365 gat því ekki gert neitt annað en krefjast þess að lögbann yrði lagt á störf Loga hjá keppinautum félagsins. Ákveðið var að gera kröfu um 50% af þeim tíma, sem 365 hefði með réttu getað farið fram á.“ Í tilkynningunni er líka gagnrýnt að gefið sé í skyn að uppsagnarfrestur standist ekki kjarasamninga og lög. Í ályktun BÍ sagði meðal annars. „Sérstaka furðu vekur þáttur sýslumannsembættisins á höfuðborgarsvæðinu og hversu auðvelt virðist vera að fá samþykkt lögbann hjá embættinu. Það er gríðarlega íþyngjandi gagnvart starfsmanni að uppsagnarfrestur sé óhóflegur og stenst hvorki kjarasamninga né íslensk lög. Það er síðan glórulaust að starfsmanninum sé meinað að koma aftur til starfa til að vinna uppsagnarfrest sinn og lögbanninu haldið til streitu!”Eitt af andlitum 365Í tilkynningunni sem Einar Þór Sverrisson, hrl. lögfræðingur 365 sendi fyrir hönd fyrirtækisins segir að þetta sé með öllu fráleitt. „Við mat á skyldum Loga gagnvart 365 verður að hafa í huga að til margra ára hefur Logi verið einn launahæsti starfsmaður 365 og fáir ef nokkrir verið honum ofar í launum, ef forstjóri félagsins á hverjum tíma er undanskilinn. Á liðnum árum hefur 365 ítrekað þurft að skera niður í starfsemi sinni með því að segja upp fólki. Við þær aðstæður naut Logi skjóls af löngum uppsagnarfresti, meðan öðrum var fórnað. Að halda því fram að uppsagnarfrestur Loga sé í andstöðu við kjarasamninga og lög er með öllu fráleitt og sýnir að stjórn BÍ hefur ekki mikla þekkingu á því sem hún er að álykta um. Logi hefur ekki verið hefðbundinn blaðamaður í mörg ár. Hann var þulur á fréttastofunni og dagskrárgerðarmaður. Logi var eitt af andlitum miðla 365. Í því felst ábyrgð og skyldur gagnvart 365 sem vinnuveitanda, sem greitt er fyrir með háum launum á alla mælikvarða – launum sem eru margföld á við hefðbundin laun blaðamanna. Það er því fráleitt að fjalla um mál Loga eins og hann hafi verið óbreyttur starfsmaður, líkt og stjórn BÍ leyfir sér að gera.”Gagnrýna framsetningu BÍÍ tilkynningunni kemur fram að 20. Október hafi komið tilkynning frá lögmanni Loga að hann ætlaði að mæta til vinnu mánudaginn 23. Október. Því var svarað með bréfi um að Logi hefði rift ráðningarsamningi sínum í orði og verki og ætti því ekki kröfu til vinnunnar aftur. „Í ályktun BÍ er lýst yfir furðu á framkomu forsvarsmanna 365 í málinu. Áður hafi það gerst að aðilar á fjölmiðlamarkaði hafi skipt um vinnu. Rétt er það og oftast hefur það verði leyst farsællega. Í þessu máli hefur 365 hins vegar átt að sitja og standa eins og Logi hefur viljað. Á það hefur 365 ekki fallist. Það er því Logi sjálfur sem hefur sett mál þetta í þann farveg, sem það er í. Hann virðist hafa komist að þeirri niðurstöðu að um hann giltu engar reglur og ráðningarsamningur hans fjallaði bara um réttindi hans gagnvart 365, en ekki um skyldurnar. Slík nálgun á viðfangsefnið getur aldrei leitt til góðrar niðurstöðu fyrir þann sem nálgast hlutina með þeim hætti. Logi á ekki sökótt við neinn annan en sjálfan sig vegna þeirrar stöðu sem hann er í.“ Segir ennfremur í tilkynningunni að brot Loga hafa verið óvenju gróf og því hafi ákvörðun sýslumanns um lögbann ekki komið á óvart. Stjórn 365 harmar að BÍ hafi ekki kynnt sér málið betur áður en ályktunin var send á fjölmiðla. „Framsetning stjórnar BÍ er að mati 365 vegna þess að stjórnin ákvað að kynna sér ekki málið frá báðum hliðum, líkt og góðra blaðamanna er siður. Þau vinnubrögð eru stjórn BÍ og formanni félagsins til háborinnar skammar og þeim aðilum sem blaðamenn landsins hafa valið að vera í forsvari fyrir sig ekki sæmandi.“Vísir er hluti af fréttastofu 365. Fjölmiðlar Tengdar fréttir Logi segir skilið við 365 Logi Bergmann Eiðsson rær á ný fjölmiðlamið. 11. október 2017 06:38 Lögbann lagt á störf Loga Bergmann hjá Árvakri og Símanum 365 var því nauðugur sá kostur að krefjast þess hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu að lögbann yrði lagt á störf Loga Bergmanns hjá þessum aðilum. 18. október 2017 15:01 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
365 miðlar gagnrýna harðlega ályktun Blaðamannafélags Íslands varðandi mál Loga Bergmann Eiðssonar, fyrrum starfsmanns 365. Þetta kemur fram í tilkynningu sem lögfræðingur fyrirtækisins sendi fyrir hönd 365 miðla. Þar segir að reynt hafi verið að ná sáttum við Loga en í stuttu máli hafi „frekjan og yfirgangurinn af hálfu Loga“ verið „svo yfirgengilegur að engin leið var til að ná ásættanlegri niðurstöðu í málið. Hans nálgun var sú að fá allt og 365 ekkert. Við slíkar kringumstæður er ekki samið um eitt né neitt og ekki við 365 að sakast. “ Síðastliðinn föstudag sendi Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, yfirlýsingu til fjölmiðla varðandi framkomu forsvarsmanna 365 miðla í garð Loga. Sjónvarpsmaðurinn sagði sem kunnugt er upp störfum á dögunum og var tilkynnt um ráðningu hans til Árvakurs. Í framhaldinu fór 365 fram á lögbann á störf Loga hjá Árvakri á meðan ekki hefði náðst sátt í deilu aðila. BÍ hvatti forsvarsmenn 365 til að leysa málið með farsælum hætti. Gagnrýnir 365 að BÍ hafi ekki séð tilefni til þess að hafa samband við fyrirtækið til að kynna sér báðar hliðar málsins áður en ályktunin var samþykkt. „Er það miður, þar sem 365 telur að hún hefði orðið annars efni, hefði það verið gert. Hingað til hefur það verið talið til góðrar blaðamennsku að fá báðar hliðar fram. Ályktun stjórnar BÍ er vissulega ekki frétt eða fréttavinnsla, en 365 telur ekki til of mikils mælst af stjórn BÍ að hún hefði beitt grunnreglum vandaðrar blaðamennsku áður en hún samþykkti og sendi frá sér þessa dæmalausu ályktun.“ Í ályktuninni var meðal annars skrifað:Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélagsinsvísir/stefán„Stjórn Blaðamannafélags Íslands lýsir yfir furðu sinni á framkomu forsvarsmanna 365 miðla í garð Loga Bergmanns Eiðssonar, fréttamanns, í kjölfar þess að hann ákveður að skipta um starf og hefja störf hjá samkeppnisaðila. Það er ekki í fyrsta skipti sem það gerist á íslenskum fjölmiðlamarkaði og örugglega ekki í það síðasta. Hingað til hefur tekist að leysa slík mál farsællega, enda ekkert sjálfsagðara en fólk geti skipt um starf og leitað nýrra áskorana. Það er hagur allra sem starfa á fjölmiðlamarkaði, atvinnurekenda jafnt sem blaðamanna. Vistarbandið var afnumið í íslensku samfélagi á 19. öld og það er ótrúlegt ef gerðar eru tilraunir til þess að endurvekja það á 21. öldinni.”Vildi láta af störfum án tafarÞann 11. október birtist frétt í Morgunblaðinu þar sem tilkynnt var að Logi hefði hafið störf hjá fyrirtækinu. Sama dag birtist frétt á vef Vísis að Logi hafi sagt skilið við 365. Þar var vitnað í Jóhönnu Margréti Gísladóttir, dagskrárstjóra Stöðvar 2, sem sagði að það væri „ekkert nýtt að aðrir fjölmiðlar ráði starfsfólk frá okkur til starfa. Hins vegar er ljóst að Logi er með skriflegan tólf mánaða uppsagnarfrest og að auki 12 mánaða samkeppnisákvæði sem hann þarf að sjálfsögðu að virða.“ 365 fer yfir þetta mál í yfirlýsingu sinni. Þar er farið yfir atburðarrásina, eins og hún kemur lögmanni 365 fyrir sjónir, er varðar uppsögn Loga og það sem varð til þess að farið var fram á lögbann á störf hans hjá samkeppnisaðila.Sjá einnig: Lögbann lagt á störf Loga Bergmann hjá Árvakri og Símanum.„Mánudagsmorguninn 9. október sl. sendi Logi forstjóra 365 sms skeyti og óskaði eftir fundi. Fundurinn þyrfti að eiga sér stað sem allra fyrst. Við því var orðið. Til fundarins mætti Logi ásamt Sigurði Kára Kristjánssyni, hrl. Ekki var látið vita fyrirfram af því að Sigurður Kári yrði með í för. Á fundinum afhenti Logi uppsagnarbréf sitt og óskaði eftir að fá að láta af störfum án tafar. Bréfið var móttekið, en því hafnað að hann gæti látið af störfum um leið, heldur skyldu aðilar vera í sambandi í þeim tilgangi að finna ásættanlega lausn fyrir báða aðila. Þangað til skyldi Logi sinna starfsskyldum sínum, eins og ekkert hefði í skorist. Samkvæmt ráðningarsamningi Loga er gagnkvæmur uppsagnarfrestur tólf mánuðir. Að honum loknum getur 365 krafist þess að Logi starfi ekki í samkeppni við 365 til næstu tólf mánaða. Mánudaginn og þriðjudaginn var ég í sambandi við lögmann Loga og honum tjáð að 365 gæti ekki fallist á að Logi hætti og myndi hefja störf hjá keppinaut 365 strax daginn eftir. 365 væri tilbúið að stytta þann tíma, sem samningur aðila kvæði á um, en Logi yrði að taka tillit til hagsmuna 365 í þessu máli, samhliða því sem tekið yrði tillit til hagsmuna hans. Í stuttu máli má segja að frekjan og yfirgangurinn af hálfu Loga var svo yfirgengilegur að engin leið var til að ná ásættanlegri niðurstöðu í málið. Hans nálgun var sú að fá allt og 365 ekkert. Við slíkar kringumstæður er ekki samið um eitt né neitt og ekki við 365 að sakast. “Segja fréttina beina árásÍ kjölfarið var skorað á Loga þann 10. október að mæta til vinnu og kemur fram að þetta hafi verið sent í símskeyti til Loga og hann minntur á skyldur sínar samkvæmt ráðningarsamningi. Í tilkynningunni kemur fram að svarið sem barst við því hafi verið frétt Morgunblaðsins um ráðningu Loga til Árvakurs og Símans. Segir enn fremur í tilkynningu 365: „Fréttin, framkvæmdin og hvernig staðið var að þessu var því bein árás á starfsemi 365, þar sem afstaða Loga var sú að taka ekki að neinu leyti tillit til réttinda 365 í málinu, heldur hugsa einungis um eigin hag. 365 gat því ekki gert neitt annað en krefjast þess að lögbann yrði lagt á störf Loga hjá keppinautum félagsins. Ákveðið var að gera kröfu um 50% af þeim tíma, sem 365 hefði með réttu getað farið fram á.“ Í tilkynningunni er líka gagnrýnt að gefið sé í skyn að uppsagnarfrestur standist ekki kjarasamninga og lög. Í ályktun BÍ sagði meðal annars. „Sérstaka furðu vekur þáttur sýslumannsembættisins á höfuðborgarsvæðinu og hversu auðvelt virðist vera að fá samþykkt lögbann hjá embættinu. Það er gríðarlega íþyngjandi gagnvart starfsmanni að uppsagnarfrestur sé óhóflegur og stenst hvorki kjarasamninga né íslensk lög. Það er síðan glórulaust að starfsmanninum sé meinað að koma aftur til starfa til að vinna uppsagnarfrest sinn og lögbanninu haldið til streitu!”Eitt af andlitum 365Í tilkynningunni sem Einar Þór Sverrisson, hrl. lögfræðingur 365 sendi fyrir hönd fyrirtækisins segir að þetta sé með öllu fráleitt. „Við mat á skyldum Loga gagnvart 365 verður að hafa í huga að til margra ára hefur Logi verið einn launahæsti starfsmaður 365 og fáir ef nokkrir verið honum ofar í launum, ef forstjóri félagsins á hverjum tíma er undanskilinn. Á liðnum árum hefur 365 ítrekað þurft að skera niður í starfsemi sinni með því að segja upp fólki. Við þær aðstæður naut Logi skjóls af löngum uppsagnarfresti, meðan öðrum var fórnað. Að halda því fram að uppsagnarfrestur Loga sé í andstöðu við kjarasamninga og lög er með öllu fráleitt og sýnir að stjórn BÍ hefur ekki mikla þekkingu á því sem hún er að álykta um. Logi hefur ekki verið hefðbundinn blaðamaður í mörg ár. Hann var þulur á fréttastofunni og dagskrárgerðarmaður. Logi var eitt af andlitum miðla 365. Í því felst ábyrgð og skyldur gagnvart 365 sem vinnuveitanda, sem greitt er fyrir með háum launum á alla mælikvarða – launum sem eru margföld á við hefðbundin laun blaðamanna. Það er því fráleitt að fjalla um mál Loga eins og hann hafi verið óbreyttur starfsmaður, líkt og stjórn BÍ leyfir sér að gera.”Gagnrýna framsetningu BÍÍ tilkynningunni kemur fram að 20. Október hafi komið tilkynning frá lögmanni Loga að hann ætlaði að mæta til vinnu mánudaginn 23. Október. Því var svarað með bréfi um að Logi hefði rift ráðningarsamningi sínum í orði og verki og ætti því ekki kröfu til vinnunnar aftur. „Í ályktun BÍ er lýst yfir furðu á framkomu forsvarsmanna 365 í málinu. Áður hafi það gerst að aðilar á fjölmiðlamarkaði hafi skipt um vinnu. Rétt er það og oftast hefur það verði leyst farsællega. Í þessu máli hefur 365 hins vegar átt að sitja og standa eins og Logi hefur viljað. Á það hefur 365 ekki fallist. Það er því Logi sjálfur sem hefur sett mál þetta í þann farveg, sem það er í. Hann virðist hafa komist að þeirri niðurstöðu að um hann giltu engar reglur og ráðningarsamningur hans fjallaði bara um réttindi hans gagnvart 365, en ekki um skyldurnar. Slík nálgun á viðfangsefnið getur aldrei leitt til góðrar niðurstöðu fyrir þann sem nálgast hlutina með þeim hætti. Logi á ekki sökótt við neinn annan en sjálfan sig vegna þeirrar stöðu sem hann er í.“ Segir ennfremur í tilkynningunni að brot Loga hafa verið óvenju gróf og því hafi ákvörðun sýslumanns um lögbann ekki komið á óvart. Stjórn 365 harmar að BÍ hafi ekki kynnt sér málið betur áður en ályktunin var send á fjölmiðla. „Framsetning stjórnar BÍ er að mati 365 vegna þess að stjórnin ákvað að kynna sér ekki málið frá báðum hliðum, líkt og góðra blaðamanna er siður. Þau vinnubrögð eru stjórn BÍ og formanni félagsins til háborinnar skammar og þeim aðilum sem blaðamenn landsins hafa valið að vera í forsvari fyrir sig ekki sæmandi.“Vísir er hluti af fréttastofu 365.
Fjölmiðlar Tengdar fréttir Logi segir skilið við 365 Logi Bergmann Eiðsson rær á ný fjölmiðlamið. 11. október 2017 06:38 Lögbann lagt á störf Loga Bergmann hjá Árvakri og Símanum 365 var því nauðugur sá kostur að krefjast þess hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu að lögbann yrði lagt á störf Loga Bergmanns hjá þessum aðilum. 18. október 2017 15:01 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Lögbann lagt á störf Loga Bergmann hjá Árvakri og Símanum 365 var því nauðugur sá kostur að krefjast þess hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu að lögbann yrði lagt á störf Loga Bergmanns hjá þessum aðilum. 18. október 2017 15:01