Íhaldssveifla eina heildstæða lína kosninganna Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 30. október 2017 07:00 Nú taka stjórnarmyndunarviðræður við. Vísir/anton brink Áhugaverð staða er nú komin upp í íslenskum stjórnmálum eftir að átta flokkar fengu kjörna þingmenn á laugardaginn. Flokkar á þingi hafa aldrei verið fleiri, kynjahalli Alþingis jókst, sumir unnu sigra, aðrir varnarsigra og enn aðrir hreinlega töpuðu, skoðanakannanir voru ekki sannspáar og stjórnarmyndunarviðræður eru í vændum. Álitsgjafar Fréttablaðsins, stjórnmálafræðingarnir Eva Heiða Önnudóttir nýdoktor og Eiríkur Bergmann prófessor rýndu í stöðuna með blaðamanni.Aldrei jafnmargir flokkar„Við erum með gjörbreytt flokkakerfi frá því sem verið hefur. Það er svona út frá stjórnmálafræðilegum áhuga áhugaverðast. Þetta er bara nýtt landslag í íslenskum stjórnmálum, átta flokkar á Alþingi,“ segir Eiríkur og bætir því við að þetta setji jöfnunarsætakerfið í uppnám. Flokkar fái ekki útdeilt þingsætum eftir atkvæðafjölda með réttum hætti því jöfnunarsætin séu fá til skiptanna þegar fjöldi flokka er svona mikill. Eva Heiða segir það vissulega nýja stöðu að hafa átta flokka á þingi. „Ég myndi segja að þetta sé áframhald á þeim breytingum sem hafa verið að eiga sér stað eftir hrun. Ég veit ekki hvort ég myndi segja að staðan sé byltingakennd eða komi manni í opna skjöldu en þetta er enn eitt merkið um þær breytingar sem eru að eiga sér stað á flokkakerfinu.“Eva Heiða Önnudóttir, nýdoktor í stjórnmálafræðiÍhald og kynjahalliEiríkur segir stöðuna nú talsvert frábrugðna því sem sést hefur áður. „Þetta er auðvitað íhaldssveifla. Frjálslyndur flokkur á miðjunni kveður og tveir mun íhaldssamari flokkar koma til skjalanna, það er ein línan í þessu.“ Segir hann jafnframt niðurstöðuna fyrst og fremst þá að Íslendingar séu ekki á sömu leið. „Við erum að sjá niðurstöður sem vísa í mjög ólíkar áttir. Það er engin almennilega heildstæð lína sem þú sérð í þessum kosningum önnur en sú að það er íhaldssveifla. Frá frjálslyndi til meiri íhaldssemi,“ bætir Eiríkur við. Einnig hefur það vakið athygli að konum á þingi fækkaði talsvert um helgina. Eva Heiða segir að það megi skrifa það að hluta á þá tvo nýju flokka sem komu inn, Miðflokkinn og Flokk fólksins. „Þar eru kynjahlutföllin mjög körlum í hag. Margir hinna flokkanna tapa mönnum á móti og til dæmis hjá Sjálfstæðisflokknum voru konur að detta af þingi því þær voru ekki eins ofarlega á lista og karlarnir. Flokkur fólksins og Miðflokkurinn eru með ellefu þingmenn og þar af eru tvær konur.“Sigrar og töpÞótt lýðræðið sé vissulega ekki íþrótt er oft talað um sigurvegara og tapara að kosningum loknum. Eva Heiða er á þeirri skoðun að í ár sé enginn einn sigurvegari. „Það er enginn að vinna rosalega á. Tveir nýir flokkar koma inn sem hljóta að vera ánægðir með sitt og svo er Samfylkingin að bæta við sig. Ég myndi segja að þessir þrír flokkar séu sigurvegarar.“ Undir þetta tekur Eiríkur að nokkru leyti. Hann segir þó Miðflokkinn augljósasta sigurvegarann. „Augljósustu tapararnir eru þeir sem þurrkast út, Björt framtíð. Það er lítil samkeppni um það. En svo líka Píratar, þeir eru að missa fylgi. Sjálfstæðisflokkurinn auðvitað tapar, það er augljóst,“ segir Eiríkur. Vinstri græn mældust stærst lengi vel í október en fengu aðeins einum þingmanni meira í ár en í fyrra sem er mun minni sigur en kannanir bentu til lengi vel. Eiríkur segir það annars vegar skrifast á upprisu Samfylkingarinnar og hins vegar hafi Flokkur fólksins talað mikið um útrýmingu fátæktar, það hafi höfðað til vinstrimanna. „Sigur eins er annars tap, þetta er „zero sum game“,“ slettir prófessorinn.Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur.Mynd/EyþórHreyfing útskýrir frávikSkoðanakannanir bentu allar til þess að Flokkur fólksins næði ekki inn á þing og flestar bentu til lakari kosningar Framsóknarflokksins. Allt kom þó fyrir ekki, fólk Ingu Sæland náði fjórum sætum og Framsóknarflokkurinn á þriðja stærsta þingflokkinn. Bæði segja Eva Heiða og Eiríkur þó ósanngjarnt að halda því fram að skoðanakannanir hafi verið illa gerðar. Eiríkur segir kannanirnar gerðar nokkru fyrir kjördag en kannanir hafi sýnt að fylgið væri á fleygiferð. „Ég held að það sé nærtækari skýring. Það var áframhaldandi flæði á fylginu.“ Eva Heiða tekur í sama streng og bendir á að kannanir hafi ef til vill verið oftúlkaðar. „Ef maður tekur Framsóknarflokkinn sérstaklega fyrir hefur hann sögulega verið undirmældur í könnunum.“ Bæði eru þau sammála um að vaskleg framganga Ingu Sæland í leiðtogaumræðum Ríkisútvarpsins kvöldið fyrir kjördag gæti vel hafa skilað flokknum yfir fimm prósenta þröskuldinn.Viðræður í vændumNú taka við stjórnarmyndunarviðræður og hefur herra Guðni Th. Jóhannesson forseti boðað formenn flokka á sinn fund í dag. Evu Heiðu þykir líklegt að vandasamt verði að mynda ríkisstjórn. Einu þriggja flokka stjórnirnar sem eru í boði innihalda bæði Sjálfstæðisflokkinn og Vinstri græn og það sé vandasamt sökum þess hve langt er á milli flokkanna. Stjórnir fjögurra eða fimm flokka séu einnig vandasamar því þá séu margir komnir að borðinu. „Ég held hins vegar, öfugt við það sem sumir hafa sagt, að það þurfi ekki að vera svo erfitt að mynda ríkisstjórn. Mér finnst nokkuð greiðfærir möguleikar blasa við. Líka vegna þess að þetta eru nýjar aðstæður. Flokkarnir þurfa að setja sig í aðrar stellingar en áður,“ segir Eiríkur aftur á móti. Hann bendir sérstaklega á þann kost að fráfarandi stjórnarandstaða hafi tryggt sér nauman meirihluta sem væri til dæmis hægt að styrkja með innkomu Viðreisnar. Einnig gæti gengið upp að mynda fjögurra flokka stjórn til hægri með aðkomu Sjálfstæðisflokksins, Miðflokksins, Framsóknarflokksins og Flokks fólksins eða jafnvel Viðreisnar. „En maður sér ekki að það verði mynduð ríkisstjórn án Framsóknar,“ segir Eiríkur. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Fleiri fréttir Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Sjá meira
Áhugaverð staða er nú komin upp í íslenskum stjórnmálum eftir að átta flokkar fengu kjörna þingmenn á laugardaginn. Flokkar á þingi hafa aldrei verið fleiri, kynjahalli Alþingis jókst, sumir unnu sigra, aðrir varnarsigra og enn aðrir hreinlega töpuðu, skoðanakannanir voru ekki sannspáar og stjórnarmyndunarviðræður eru í vændum. Álitsgjafar Fréttablaðsins, stjórnmálafræðingarnir Eva Heiða Önnudóttir nýdoktor og Eiríkur Bergmann prófessor rýndu í stöðuna með blaðamanni.Aldrei jafnmargir flokkar„Við erum með gjörbreytt flokkakerfi frá því sem verið hefur. Það er svona út frá stjórnmálafræðilegum áhuga áhugaverðast. Þetta er bara nýtt landslag í íslenskum stjórnmálum, átta flokkar á Alþingi,“ segir Eiríkur og bætir því við að þetta setji jöfnunarsætakerfið í uppnám. Flokkar fái ekki útdeilt þingsætum eftir atkvæðafjölda með réttum hætti því jöfnunarsætin séu fá til skiptanna þegar fjöldi flokka er svona mikill. Eva Heiða segir það vissulega nýja stöðu að hafa átta flokka á þingi. „Ég myndi segja að þetta sé áframhald á þeim breytingum sem hafa verið að eiga sér stað eftir hrun. Ég veit ekki hvort ég myndi segja að staðan sé byltingakennd eða komi manni í opna skjöldu en þetta er enn eitt merkið um þær breytingar sem eru að eiga sér stað á flokkakerfinu.“Eva Heiða Önnudóttir, nýdoktor í stjórnmálafræðiÍhald og kynjahalliEiríkur segir stöðuna nú talsvert frábrugðna því sem sést hefur áður. „Þetta er auðvitað íhaldssveifla. Frjálslyndur flokkur á miðjunni kveður og tveir mun íhaldssamari flokkar koma til skjalanna, það er ein línan í þessu.“ Segir hann jafnframt niðurstöðuna fyrst og fremst þá að Íslendingar séu ekki á sömu leið. „Við erum að sjá niðurstöður sem vísa í mjög ólíkar áttir. Það er engin almennilega heildstæð lína sem þú sérð í þessum kosningum önnur en sú að það er íhaldssveifla. Frá frjálslyndi til meiri íhaldssemi,“ bætir Eiríkur við. Einnig hefur það vakið athygli að konum á þingi fækkaði talsvert um helgina. Eva Heiða segir að það megi skrifa það að hluta á þá tvo nýju flokka sem komu inn, Miðflokkinn og Flokk fólksins. „Þar eru kynjahlutföllin mjög körlum í hag. Margir hinna flokkanna tapa mönnum á móti og til dæmis hjá Sjálfstæðisflokknum voru konur að detta af þingi því þær voru ekki eins ofarlega á lista og karlarnir. Flokkur fólksins og Miðflokkurinn eru með ellefu þingmenn og þar af eru tvær konur.“Sigrar og töpÞótt lýðræðið sé vissulega ekki íþrótt er oft talað um sigurvegara og tapara að kosningum loknum. Eva Heiða er á þeirri skoðun að í ár sé enginn einn sigurvegari. „Það er enginn að vinna rosalega á. Tveir nýir flokkar koma inn sem hljóta að vera ánægðir með sitt og svo er Samfylkingin að bæta við sig. Ég myndi segja að þessir þrír flokkar séu sigurvegarar.“ Undir þetta tekur Eiríkur að nokkru leyti. Hann segir þó Miðflokkinn augljósasta sigurvegarann. „Augljósustu tapararnir eru þeir sem þurrkast út, Björt framtíð. Það er lítil samkeppni um það. En svo líka Píratar, þeir eru að missa fylgi. Sjálfstæðisflokkurinn auðvitað tapar, það er augljóst,“ segir Eiríkur. Vinstri græn mældust stærst lengi vel í október en fengu aðeins einum þingmanni meira í ár en í fyrra sem er mun minni sigur en kannanir bentu til lengi vel. Eiríkur segir það annars vegar skrifast á upprisu Samfylkingarinnar og hins vegar hafi Flokkur fólksins talað mikið um útrýmingu fátæktar, það hafi höfðað til vinstrimanna. „Sigur eins er annars tap, þetta er „zero sum game“,“ slettir prófessorinn.Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur.Mynd/EyþórHreyfing útskýrir frávikSkoðanakannanir bentu allar til þess að Flokkur fólksins næði ekki inn á þing og flestar bentu til lakari kosningar Framsóknarflokksins. Allt kom þó fyrir ekki, fólk Ingu Sæland náði fjórum sætum og Framsóknarflokkurinn á þriðja stærsta þingflokkinn. Bæði segja Eva Heiða og Eiríkur þó ósanngjarnt að halda því fram að skoðanakannanir hafi verið illa gerðar. Eiríkur segir kannanirnar gerðar nokkru fyrir kjördag en kannanir hafi sýnt að fylgið væri á fleygiferð. „Ég held að það sé nærtækari skýring. Það var áframhaldandi flæði á fylginu.“ Eva Heiða tekur í sama streng og bendir á að kannanir hafi ef til vill verið oftúlkaðar. „Ef maður tekur Framsóknarflokkinn sérstaklega fyrir hefur hann sögulega verið undirmældur í könnunum.“ Bæði eru þau sammála um að vaskleg framganga Ingu Sæland í leiðtogaumræðum Ríkisútvarpsins kvöldið fyrir kjördag gæti vel hafa skilað flokknum yfir fimm prósenta þröskuldinn.Viðræður í vændumNú taka við stjórnarmyndunarviðræður og hefur herra Guðni Th. Jóhannesson forseti boðað formenn flokka á sinn fund í dag. Evu Heiðu þykir líklegt að vandasamt verði að mynda ríkisstjórn. Einu þriggja flokka stjórnirnar sem eru í boði innihalda bæði Sjálfstæðisflokkinn og Vinstri græn og það sé vandasamt sökum þess hve langt er á milli flokkanna. Stjórnir fjögurra eða fimm flokka séu einnig vandasamar því þá séu margir komnir að borðinu. „Ég held hins vegar, öfugt við það sem sumir hafa sagt, að það þurfi ekki að vera svo erfitt að mynda ríkisstjórn. Mér finnst nokkuð greiðfærir möguleikar blasa við. Líka vegna þess að þetta eru nýjar aðstæður. Flokkarnir þurfa að setja sig í aðrar stellingar en áður,“ segir Eiríkur aftur á móti. Hann bendir sérstaklega á þann kost að fráfarandi stjórnarandstaða hafi tryggt sér nauman meirihluta sem væri til dæmis hægt að styrkja með innkomu Viðreisnar. Einnig gæti gengið upp að mynda fjögurra flokka stjórn til hægri með aðkomu Sjálfstæðisflokksins, Miðflokksins, Framsóknarflokksins og Flokks fólksins eða jafnvel Viðreisnar. „En maður sér ekki að það verði mynduð ríkisstjórn án Framsóknar,“ segir Eiríkur.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Fleiri fréttir Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Sjá meira