Lögreglan í Los Angeles rannsakar fullyrðingar Corey Feldman um barnaníðshring í Hollywood Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. nóvember 2017 13:45 Leikarinn Corey Feldman hefur lengi haldið því fram að börn og unglingar séu kerfisbundið misnotuð í Hollywood. vísir/getty Lögreglan í Los Angeles rannsakar nú hvort að fullyrðingar leikarans Corey Feldman um að barnaníðshringur sé starfræktur í Hollywood eigi við rök að styðjast. Rannsóknarlögreglumaðurinn Ross Nemeroff staðfestir að rannsókn sé hafin eftir að Feldman tilkynnti um málið á mánudag. Feldman hefur lengi haldið því fram að börn og unglingar séu kerfisbundið misnotaðir kynferðislega í Hollywood. Þannig greindi Feldman frá því í sjálfsævisögu sinn sem kom út árið 2013 að bæði hann og leikarinn Corey Haim hafi verið misnotaðir sem börn. Sagði Feldman þessa misnotkun hafa átt sinn þátt í því að Haim lést langt fyrir aldur fram en hann var aðeins 38 gamall þegar hann lést árið 2010. Haim glímdi við eiturlyfjafíkn en banamein hans var lungnabólga. Leikarinn Charlie Sheen var í vikunni sakaður um að hafa nauðgað Haim árið 1986 við tökur á myndinni Lucas. Haim var þá 13 ára gamall en Sheen 19 ára. Sheen neitaði ásökununum í gær en leikarinn Dominick Brascia sagði frá þeim í National Enquirer. Brascia var náinn vinur Haim og sagði hann hafa sagt sér frá nauðguninni. Í liðnum mánuði greindi Feldman frá því að hann væri að leita að fjármagni fyrir kvikmynd sem hann segir að muni afhjúpa meinta níðinga. „Ég get nefnt sex aðila og þar af einn sem er mjög valdamikill enn í dag,“ sagði Feldman en kvaðst ekki geta gefið upp nöfnin af lagalegum ástæðum og vegna öryggis fjölskyldu sinnar. MeToo Bandaríkin Hollywood Tengdar fréttir Kevin Spacey kemur út úr skápnum í kjölfar ásakana um áreitni Í kjölfar ásakana um að bandaríski stórleikarinn Kevin Spacey hafi áreitt barnastjörnu ákvað hann að koma út úr skápnum á Twitter-síðu sinni í nótt. 30. október 2017 06:58 Dustin Hoffman sakaður um kynferðislega áreitni gegn 17 ára stúlku Bandaríski leikarinn Dustin Hoffman hefur verið sakaður um kynferðislega áreitni gegn 17 ára stúlku árið 1985. 1. nóvember 2017 16:08 Corey Feldman nafngreinir mann sem misnotaði hann sem barn Feldman hefur undanfarið reynt að hópfjármagna kvikmynd um þetta málefni. 2. nóvember 2017 23:36 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira
Lögreglan í Los Angeles rannsakar nú hvort að fullyrðingar leikarans Corey Feldman um að barnaníðshringur sé starfræktur í Hollywood eigi við rök að styðjast. Rannsóknarlögreglumaðurinn Ross Nemeroff staðfestir að rannsókn sé hafin eftir að Feldman tilkynnti um málið á mánudag. Feldman hefur lengi haldið því fram að börn og unglingar séu kerfisbundið misnotaðir kynferðislega í Hollywood. Þannig greindi Feldman frá því í sjálfsævisögu sinn sem kom út árið 2013 að bæði hann og leikarinn Corey Haim hafi verið misnotaðir sem börn. Sagði Feldman þessa misnotkun hafa átt sinn þátt í því að Haim lést langt fyrir aldur fram en hann var aðeins 38 gamall þegar hann lést árið 2010. Haim glímdi við eiturlyfjafíkn en banamein hans var lungnabólga. Leikarinn Charlie Sheen var í vikunni sakaður um að hafa nauðgað Haim árið 1986 við tökur á myndinni Lucas. Haim var þá 13 ára gamall en Sheen 19 ára. Sheen neitaði ásökununum í gær en leikarinn Dominick Brascia sagði frá þeim í National Enquirer. Brascia var náinn vinur Haim og sagði hann hafa sagt sér frá nauðguninni. Í liðnum mánuði greindi Feldman frá því að hann væri að leita að fjármagni fyrir kvikmynd sem hann segir að muni afhjúpa meinta níðinga. „Ég get nefnt sex aðila og þar af einn sem er mjög valdamikill enn í dag,“ sagði Feldman en kvaðst ekki geta gefið upp nöfnin af lagalegum ástæðum og vegna öryggis fjölskyldu sinnar.
MeToo Bandaríkin Hollywood Tengdar fréttir Kevin Spacey kemur út úr skápnum í kjölfar ásakana um áreitni Í kjölfar ásakana um að bandaríski stórleikarinn Kevin Spacey hafi áreitt barnastjörnu ákvað hann að koma út úr skápnum á Twitter-síðu sinni í nótt. 30. október 2017 06:58 Dustin Hoffman sakaður um kynferðislega áreitni gegn 17 ára stúlku Bandaríski leikarinn Dustin Hoffman hefur verið sakaður um kynferðislega áreitni gegn 17 ára stúlku árið 1985. 1. nóvember 2017 16:08 Corey Feldman nafngreinir mann sem misnotaði hann sem barn Feldman hefur undanfarið reynt að hópfjármagna kvikmynd um þetta málefni. 2. nóvember 2017 23:36 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira
Kevin Spacey kemur út úr skápnum í kjölfar ásakana um áreitni Í kjölfar ásakana um að bandaríski stórleikarinn Kevin Spacey hafi áreitt barnastjörnu ákvað hann að koma út úr skápnum á Twitter-síðu sinni í nótt. 30. október 2017 06:58
Dustin Hoffman sakaður um kynferðislega áreitni gegn 17 ára stúlku Bandaríski leikarinn Dustin Hoffman hefur verið sakaður um kynferðislega áreitni gegn 17 ára stúlku árið 1985. 1. nóvember 2017 16:08
Corey Feldman nafngreinir mann sem misnotaði hann sem barn Feldman hefur undanfarið reynt að hópfjármagna kvikmynd um þetta málefni. 2. nóvember 2017 23:36