Sitt sýnist hverjum Halldór Halldórsson skrifar 8. nóvember 2017 07:00 Við erum búin að afgreiða fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar til síðari umræðu í borgarstjórn. Fyrri umræða var 7. nóvember þar sem meirihluti Pírata, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Samfylkingar lagði fram síðustu fjárhagsáætlun þessa kjörtímabils. Sú áætlun gildir fyrir næsta ár en kosið verður í lok maí 2018. Eflaust má segja að umræðurnar hafi verið hefðbundnar. Borgarstjóri og félagar hans í meirihlutanum töluðu um viðsnúning í rekstri, stórsókn í skólamálum, stórsókn í framkvæmdum og þannig mætti telja áfram. Við í minnihluta borgarstjórnar greindum stöðu mála með allt öðrum hætti en meirihlutinn. Undirritaður þurfti meira að segja að viðurkenna að spá hans frá því í fyrra stóðst ekki. Ég hélt því fram við samþykkt fjárhagsáætlunar fyrir yfirstandandi ár að rekstrarbatinn yrði mun meiri en reyndin hefur orðið. Það eru vond tíðindi því nú er efnahagslífið á toppnum og tekjurnar streyma inn hjá Reykjavíkurborg. Þetta sést á því að A hluti (borgarsjóður) fer í 117 milljarða í tekjum skv. áætlun fyrir árið 2018 úr 100 milljörðum árið 2016. Það er 16,2% hækkun tekna á tveimur árum. En það er ekki nóg að fá miklar tekjur ef útgjöldin hækka meira. Borgin þarf að fá peninga út úr rekstrinum (veltufé frá rekstri) sem nemur að lágmarki 11% af tekjum. Það næst ekki heldur fær hún 9,4% en meðaltal sveitarfélaganna í landinu er 12%. Þá þarf að dekka mismuninn með því að taka lán. Það er ólán að taka lán eins og sést á því að skuldir og skuldbindingar A hluta fara úr 83,7 milljörðum árið 2016 í 107,6 milljarða kr. eða hækka frá árinu 2016 til 2018 um 28,5%. Hluta þessa er hægt að skýra með hækkun lífeyrisskuldbindinga. Við borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins segjum að þrátt fyrir einstakt góðæri tekst meirihlutaflokkunum í borgarstjórn Reykjavíkur ekki að reka borgarsjóð með nægilegum afgangi en þeim tekst að hækka skuldir borgarsjóðs og samstæðureiknings borgarinnar. Þarf að taka fram að meirihlutinn er ósammála okkur? En tölurnar tala sínu máli.Höfundur er oddviti Sjálfstæðismanna í borgarstjórn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ívar Halldórsson Mest lesið Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Við erum búin að afgreiða fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar til síðari umræðu í borgarstjórn. Fyrri umræða var 7. nóvember þar sem meirihluti Pírata, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Samfylkingar lagði fram síðustu fjárhagsáætlun þessa kjörtímabils. Sú áætlun gildir fyrir næsta ár en kosið verður í lok maí 2018. Eflaust má segja að umræðurnar hafi verið hefðbundnar. Borgarstjóri og félagar hans í meirihlutanum töluðu um viðsnúning í rekstri, stórsókn í skólamálum, stórsókn í framkvæmdum og þannig mætti telja áfram. Við í minnihluta borgarstjórnar greindum stöðu mála með allt öðrum hætti en meirihlutinn. Undirritaður þurfti meira að segja að viðurkenna að spá hans frá því í fyrra stóðst ekki. Ég hélt því fram við samþykkt fjárhagsáætlunar fyrir yfirstandandi ár að rekstrarbatinn yrði mun meiri en reyndin hefur orðið. Það eru vond tíðindi því nú er efnahagslífið á toppnum og tekjurnar streyma inn hjá Reykjavíkurborg. Þetta sést á því að A hluti (borgarsjóður) fer í 117 milljarða í tekjum skv. áætlun fyrir árið 2018 úr 100 milljörðum árið 2016. Það er 16,2% hækkun tekna á tveimur árum. En það er ekki nóg að fá miklar tekjur ef útgjöldin hækka meira. Borgin þarf að fá peninga út úr rekstrinum (veltufé frá rekstri) sem nemur að lágmarki 11% af tekjum. Það næst ekki heldur fær hún 9,4% en meðaltal sveitarfélaganna í landinu er 12%. Þá þarf að dekka mismuninn með því að taka lán. Það er ólán að taka lán eins og sést á því að skuldir og skuldbindingar A hluta fara úr 83,7 milljörðum árið 2016 í 107,6 milljarða kr. eða hækka frá árinu 2016 til 2018 um 28,5%. Hluta þessa er hægt að skýra með hækkun lífeyrisskuldbindinga. Við borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins segjum að þrátt fyrir einstakt góðæri tekst meirihlutaflokkunum í borgarstjórn Reykjavíkur ekki að reka borgarsjóð með nægilegum afgangi en þeim tekst að hækka skuldir borgarsjóðs og samstæðureiknings borgarinnar. Þarf að taka fram að meirihlutinn er ósammála okkur? En tölurnar tala sínu máli.Höfundur er oddviti Sjálfstæðismanna í borgarstjórn.
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar