Sitt sýnist hverjum Halldór Halldórsson skrifar 8. nóvember 2017 07:00 Við erum búin að afgreiða fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar til síðari umræðu í borgarstjórn. Fyrri umræða var 7. nóvember þar sem meirihluti Pírata, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Samfylkingar lagði fram síðustu fjárhagsáætlun þessa kjörtímabils. Sú áætlun gildir fyrir næsta ár en kosið verður í lok maí 2018. Eflaust má segja að umræðurnar hafi verið hefðbundnar. Borgarstjóri og félagar hans í meirihlutanum töluðu um viðsnúning í rekstri, stórsókn í skólamálum, stórsókn í framkvæmdum og þannig mætti telja áfram. Við í minnihluta borgarstjórnar greindum stöðu mála með allt öðrum hætti en meirihlutinn. Undirritaður þurfti meira að segja að viðurkenna að spá hans frá því í fyrra stóðst ekki. Ég hélt því fram við samþykkt fjárhagsáætlunar fyrir yfirstandandi ár að rekstrarbatinn yrði mun meiri en reyndin hefur orðið. Það eru vond tíðindi því nú er efnahagslífið á toppnum og tekjurnar streyma inn hjá Reykjavíkurborg. Þetta sést á því að A hluti (borgarsjóður) fer í 117 milljarða í tekjum skv. áætlun fyrir árið 2018 úr 100 milljörðum árið 2016. Það er 16,2% hækkun tekna á tveimur árum. En það er ekki nóg að fá miklar tekjur ef útgjöldin hækka meira. Borgin þarf að fá peninga út úr rekstrinum (veltufé frá rekstri) sem nemur að lágmarki 11% af tekjum. Það næst ekki heldur fær hún 9,4% en meðaltal sveitarfélaganna í landinu er 12%. Þá þarf að dekka mismuninn með því að taka lán. Það er ólán að taka lán eins og sést á því að skuldir og skuldbindingar A hluta fara úr 83,7 milljörðum árið 2016 í 107,6 milljarða kr. eða hækka frá árinu 2016 til 2018 um 28,5%. Hluta þessa er hægt að skýra með hækkun lífeyrisskuldbindinga. Við borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins segjum að þrátt fyrir einstakt góðæri tekst meirihlutaflokkunum í borgarstjórn Reykjavíkur ekki að reka borgarsjóð með nægilegum afgangi en þeim tekst að hækka skuldir borgarsjóðs og samstæðureiknings borgarinnar. Þarf að taka fram að meirihlutinn er ósammála okkur? En tölurnar tala sínu máli.Höfundur er oddviti Sjálfstæðismanna í borgarstjórn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ívar Halldórsson Mest lesið Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Við erum búin að afgreiða fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar til síðari umræðu í borgarstjórn. Fyrri umræða var 7. nóvember þar sem meirihluti Pírata, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Samfylkingar lagði fram síðustu fjárhagsáætlun þessa kjörtímabils. Sú áætlun gildir fyrir næsta ár en kosið verður í lok maí 2018. Eflaust má segja að umræðurnar hafi verið hefðbundnar. Borgarstjóri og félagar hans í meirihlutanum töluðu um viðsnúning í rekstri, stórsókn í skólamálum, stórsókn í framkvæmdum og þannig mætti telja áfram. Við í minnihluta borgarstjórnar greindum stöðu mála með allt öðrum hætti en meirihlutinn. Undirritaður þurfti meira að segja að viðurkenna að spá hans frá því í fyrra stóðst ekki. Ég hélt því fram við samþykkt fjárhagsáætlunar fyrir yfirstandandi ár að rekstrarbatinn yrði mun meiri en reyndin hefur orðið. Það eru vond tíðindi því nú er efnahagslífið á toppnum og tekjurnar streyma inn hjá Reykjavíkurborg. Þetta sést á því að A hluti (borgarsjóður) fer í 117 milljarða í tekjum skv. áætlun fyrir árið 2018 úr 100 milljörðum árið 2016. Það er 16,2% hækkun tekna á tveimur árum. En það er ekki nóg að fá miklar tekjur ef útgjöldin hækka meira. Borgin þarf að fá peninga út úr rekstrinum (veltufé frá rekstri) sem nemur að lágmarki 11% af tekjum. Það næst ekki heldur fær hún 9,4% en meðaltal sveitarfélaganna í landinu er 12%. Þá þarf að dekka mismuninn með því að taka lán. Það er ólán að taka lán eins og sést á því að skuldir og skuldbindingar A hluta fara úr 83,7 milljörðum árið 2016 í 107,6 milljarða kr. eða hækka frá árinu 2016 til 2018 um 28,5%. Hluta þessa er hægt að skýra með hækkun lífeyrisskuldbindinga. Við borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins segjum að þrátt fyrir einstakt góðæri tekst meirihlutaflokkunum í borgarstjórn Reykjavíkur ekki að reka borgarsjóð með nægilegum afgangi en þeim tekst að hækka skuldir borgarsjóðs og samstæðureiknings borgarinnar. Þarf að taka fram að meirihlutinn er ósammála okkur? En tölurnar tala sínu máli.Höfundur er oddviti Sjálfstæðismanna í borgarstjórn.
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun