Eldingar léku Íslendinga grátt Samúel Karl Ólason skrifar 6. nóvember 2017 10:22 Minnst tvær eldingar leiddu til þess að rúmlega 40 þúsund manns höfðu ekki aðgang að rafmagni. Vísir/Getty Tvær stórar truflanir urðu til þess að yfir 40 þúsund manns á Reykjanesi, í Hafnarfirði, Garðabæ, Vestmannaeyjum, Vík í Mýrdal og nágrenni höfðu ekki aðgang að rafmagni í gærkvöldi. Eldingu sló niður í Suðurnesjalínu 1 og rafmagn fór af öllum Reykjanesskaganum. Sömuleiðis sló eldingu niður í Rimakotslínu 1 og við það urðu Vík í Mýrdal, nærsveitir og Vestmannaeyjar rafmagnslausar. Í tilkynningu frá Landsneti segir að ekki hafi verið hægt að afhenda rafmagn til Keflavíkurflugvallar og virkjanir á Reykjanesi hafi leyst út. Því hafi rafmagnsleysi verið algjört á svæðinu. Rafmagn var komið aftur á á stórum hluta svæðisins eftir um það bil klukkustund. Rafmagnsleysið var þó lengra víða og var það vegna bilunar í aflrofa fyrir Suðurnesjalínu 1. „Erfitt hefur reynst að sinna viðhaldi á rofanum vegna mikilvægis línunnar en ekki hefur verið hægt að taka línuna út þar sem Suðurnesjalína 1 er eina línan sem tengir Suðurnes við meginflutningskerfið.“Ekki vitað hvað kom fyrir Spennir HS veitna í tengivirkinu við Öldugötu í Hafnarfirði fór einnig út í gær og notendur í Hafnarfirði og Garðabæ urðu einnig rafmagnslausir í um hálftíma. Samkvæmt tilkynningunni liggur orsökin ekki fyrir. Rimakotslína 1 varð fyrir eldingu rétt fyrir klukkan ellefu. Við það urðu Vík í Mýrdal, nærsveitir og Vestmannaeyjar rafmagnslausar. Það varði í um klukkustund en flokkur frá Landsneti fór meðfram línunni til að kanna skemmdir og hvort hætta stafaði af línunni, þar sem þjóðvegurinn liggur á nokkrum stöðum undir henni. Íris Baldursdóttir, framkvæmdastjóri kerfisstjórnunarsviðs Landsnets, mætti í Bítið á Bylgjunni í morgun og ræddi rafmagnsleysið. Hún segir eldingavara vera í línunum á Reykjanesi en að spennuhækkunin verði svo gríðarleg þegar eldingu slær í slíkar línur að það geti valdið tjóni. „Í þessu tilfelli gekk illa að koma rofanum inn á Fitjum, út á Reykjanesi, til þess að spennusetja línuna aftur.“ Rimakotslína er tréstauralína og Íris segir Landsnet hafa reynslu af því að eldingar geti farið verulega illa með slíkar linur. Staurarnir sjálfir geti splundrast. Veður Tengdar fréttir Þrumur og eldingar á suðvesturhorni landsins Þrumur og eldingaveður geta fylgt þegar skil lægðarinnar fara yfir landið. 5. nóvember 2017 21:44 Mest lesið Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Innlent Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Innlent „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Innlent Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Erlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Stúlkan er fundin Innlent Fleiri fréttir Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Sjá meira
Tvær stórar truflanir urðu til þess að yfir 40 þúsund manns á Reykjanesi, í Hafnarfirði, Garðabæ, Vestmannaeyjum, Vík í Mýrdal og nágrenni höfðu ekki aðgang að rafmagni í gærkvöldi. Eldingu sló niður í Suðurnesjalínu 1 og rafmagn fór af öllum Reykjanesskaganum. Sömuleiðis sló eldingu niður í Rimakotslínu 1 og við það urðu Vík í Mýrdal, nærsveitir og Vestmannaeyjar rafmagnslausar. Í tilkynningu frá Landsneti segir að ekki hafi verið hægt að afhenda rafmagn til Keflavíkurflugvallar og virkjanir á Reykjanesi hafi leyst út. Því hafi rafmagnsleysi verið algjört á svæðinu. Rafmagn var komið aftur á á stórum hluta svæðisins eftir um það bil klukkustund. Rafmagnsleysið var þó lengra víða og var það vegna bilunar í aflrofa fyrir Suðurnesjalínu 1. „Erfitt hefur reynst að sinna viðhaldi á rofanum vegna mikilvægis línunnar en ekki hefur verið hægt að taka línuna út þar sem Suðurnesjalína 1 er eina línan sem tengir Suðurnes við meginflutningskerfið.“Ekki vitað hvað kom fyrir Spennir HS veitna í tengivirkinu við Öldugötu í Hafnarfirði fór einnig út í gær og notendur í Hafnarfirði og Garðabæ urðu einnig rafmagnslausir í um hálftíma. Samkvæmt tilkynningunni liggur orsökin ekki fyrir. Rimakotslína 1 varð fyrir eldingu rétt fyrir klukkan ellefu. Við það urðu Vík í Mýrdal, nærsveitir og Vestmannaeyjar rafmagnslausar. Það varði í um klukkustund en flokkur frá Landsneti fór meðfram línunni til að kanna skemmdir og hvort hætta stafaði af línunni, þar sem þjóðvegurinn liggur á nokkrum stöðum undir henni. Íris Baldursdóttir, framkvæmdastjóri kerfisstjórnunarsviðs Landsnets, mætti í Bítið á Bylgjunni í morgun og ræddi rafmagnsleysið. Hún segir eldingavara vera í línunum á Reykjanesi en að spennuhækkunin verði svo gríðarleg þegar eldingu slær í slíkar línur að það geti valdið tjóni. „Í þessu tilfelli gekk illa að koma rofanum inn á Fitjum, út á Reykjanesi, til þess að spennusetja línuna aftur.“ Rimakotslína er tréstauralína og Íris segir Landsnet hafa reynslu af því að eldingar geti farið verulega illa með slíkar linur. Staurarnir sjálfir geti splundrast.
Veður Tengdar fréttir Þrumur og eldingar á suðvesturhorni landsins Þrumur og eldingaveður geta fylgt þegar skil lægðarinnar fara yfir landið. 5. nóvember 2017 21:44 Mest lesið Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Innlent Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Innlent „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Innlent Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Erlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Stúlkan er fundin Innlent Fleiri fréttir Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Sjá meira
Þrumur og eldingar á suðvesturhorni landsins Þrumur og eldingaveður geta fylgt þegar skil lægðarinnar fara yfir landið. 5. nóvember 2017 21:44