Ráðgjafar Trump komust ekki til Íslands vegna veðurs Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. nóvember 2017 10:45 Aflýs varð Íslandsflugi herramanna tveggja sem sjást hér við hlið Donald Trump. Vísir/Getty Búið er að aflýsa fundi Amerísk-íslenska verslunarráðsins með Robert Stryk og Jacob Daniels sem halda átti í dag. Mennirnir tveir, sem starfað hafa með Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, komust ekki til Íslands í gær vegna óveðursins sem geisaði í gær. Yfirskrift fundarins, sem halda átti í hádeginu í dag, var „Washington eftir tíu mánaða valdatíð Trump“. Þar áttu Stryk og Daniels að fara yfir stöðu mála í Bandaríkjunum eftir að Trump komst til valda. Áttu þeir meðal annars að varpa ljósi á það hvernig forsetinn vilji að valdatíðar sinnar verði minnst sem og hvernig ástandið i Bandaríkjunum horfi við þeim sem komu Trump til valda. Stryk og Daniels starfa fyrir Sonoran Policy Group í Washington og hafa unnið náið með forsetanum og stjórn hans í aðdraganda kosninga og eftir. Styrk er forstjóri Sonoran og hefur áratuga reynslu af því ð starfa með stjórnmálamönnum úr röðum repúblikana. Daniels er framkvæmdastjóri Sonoran og var kosningastjóri Trump í tíu ríkjum Bandaríkjanna í forsetakosningunum síðasta haust. Áttu þeir að koma til landsins í gær en var flugi þeirra frá Washington aflýst vegna óveðursins sem geisaði á Suðvesturhorni landsins og víðar í gær. Tugum fluga var aflýst eða frestað vegna veðurs og komust þeir því ekki í tæka tíð fyrir fundinn. „Vegna truflana á samgöngum í kjölfar óveðursins komast fyrirlesararnir ekki til landsins að þessu sinni. Fundinum er því aflýst en AMÍS hlakkar til að bjóða til fundar með þeim síðar í vetur, þegar þeir verða á Íslandi,“ segir í tölvupósti frá Amerísk-íslenska verslunarráðinu vegna frestunarinnar. Donald Trump Veður Tengdar fréttir Millilandaflugi aflýst vegna veðurs Lægðin sem gengur yfir landið spillir flugsamgöngum í dag. 5. nóvember 2017 13:42 Þrumur og eldingar á suðvesturhorni landsins Þrumur og eldingaveður geta fylgt þegar skil lægðarinnar fara yfir landið. 5. nóvember 2017 21:44 Margvísleg áhrif óveðursins Bregðast þurfti við margskonar útköllum vegna stormsins sem gekk yfir landið í nótt. 6. nóvember 2017 08:22 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Sjá meira
Búið er að aflýsa fundi Amerísk-íslenska verslunarráðsins með Robert Stryk og Jacob Daniels sem halda átti í dag. Mennirnir tveir, sem starfað hafa með Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, komust ekki til Íslands í gær vegna óveðursins sem geisaði í gær. Yfirskrift fundarins, sem halda átti í hádeginu í dag, var „Washington eftir tíu mánaða valdatíð Trump“. Þar áttu Stryk og Daniels að fara yfir stöðu mála í Bandaríkjunum eftir að Trump komst til valda. Áttu þeir meðal annars að varpa ljósi á það hvernig forsetinn vilji að valdatíðar sinnar verði minnst sem og hvernig ástandið i Bandaríkjunum horfi við þeim sem komu Trump til valda. Stryk og Daniels starfa fyrir Sonoran Policy Group í Washington og hafa unnið náið með forsetanum og stjórn hans í aðdraganda kosninga og eftir. Styrk er forstjóri Sonoran og hefur áratuga reynslu af því ð starfa með stjórnmálamönnum úr röðum repúblikana. Daniels er framkvæmdastjóri Sonoran og var kosningastjóri Trump í tíu ríkjum Bandaríkjanna í forsetakosningunum síðasta haust. Áttu þeir að koma til landsins í gær en var flugi þeirra frá Washington aflýst vegna óveðursins sem geisaði á Suðvesturhorni landsins og víðar í gær. Tugum fluga var aflýst eða frestað vegna veðurs og komust þeir því ekki í tæka tíð fyrir fundinn. „Vegna truflana á samgöngum í kjölfar óveðursins komast fyrirlesararnir ekki til landsins að þessu sinni. Fundinum er því aflýst en AMÍS hlakkar til að bjóða til fundar með þeim síðar í vetur, þegar þeir verða á Íslandi,“ segir í tölvupósti frá Amerísk-íslenska verslunarráðinu vegna frestunarinnar.
Donald Trump Veður Tengdar fréttir Millilandaflugi aflýst vegna veðurs Lægðin sem gengur yfir landið spillir flugsamgöngum í dag. 5. nóvember 2017 13:42 Þrumur og eldingar á suðvesturhorni landsins Þrumur og eldingaveður geta fylgt þegar skil lægðarinnar fara yfir landið. 5. nóvember 2017 21:44 Margvísleg áhrif óveðursins Bregðast þurfti við margskonar útköllum vegna stormsins sem gekk yfir landið í nótt. 6. nóvember 2017 08:22 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Sjá meira
Millilandaflugi aflýst vegna veðurs Lægðin sem gengur yfir landið spillir flugsamgöngum í dag. 5. nóvember 2017 13:42
Þrumur og eldingar á suðvesturhorni landsins Þrumur og eldingaveður geta fylgt þegar skil lægðarinnar fara yfir landið. 5. nóvember 2017 21:44
Margvísleg áhrif óveðursins Bregðast þurfti við margskonar útköllum vegna stormsins sem gekk yfir landið í nótt. 6. nóvember 2017 08:22