Rafmagnslaust er nú í hluta Hafnarfjarðar Garðabæjar og Kópavogs. Rafmagnið fór af fyrir rúmum tíu mínútum síðan.
Þá er einnig rafmagnslaust á hluta Suðurnesja og um tíma fór allt rafmagn af á Keflavíkurflugvelli.
Ekki er enn vitað hvað veldur, en talið er að eldingu hafi slegið einhversstaðar niður.
Uppfært klukkan 22:13
Rafmagn er aftur komið á í stórum hluta Reykjanesbæjar og í Hafnarfirði. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Landsnets.
