Stjórnmálamenn sýni meiri ábyrgð þegar kemur að stöðugleika á vinnumarkaði Höskuldur Kári Schram skrifar 4. nóvember 2017 20:11 Sigurður Bessason, formaður Eflingar og Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, voru gestir Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í dag. Vísir Formaður Eflingar segir að stjórnmálamenn verði að sýna meiri ábyrgð þegar kemur að stöðugleika á vinnumarkaði og telur að skattkerfisbreytingar á undanförnum árum hafi haft neikvæð áhrif á þá hópa sem eru með lægstu launin. Sautján aðildarfélög Bandalags háskólamanna hafa verið með lausa samninga við ríkið frá fyrsta september síðastliðnum. Viðræður við samninganefnd ríkisins hafa legið niðri eftir ríkisstjórnin sprakk í haust. Ljóst er að samningar ríkisins við opinbera starfsmenn mun hafa mikil áhrif á kjaraviðræður á hinum almenna vinnumarkaði sem hefjast á næsta ári. Forystumenn þeirra fjögurra flokka sem nú ræða myndun nýrrar ríkisstjórnar hafa sagt að eitt stærsta verkefni stjórnvalda á komandi mánuðum sé að ná sátt á vinnumarkaði. Fjallað var um þetta mál í Víglínunni í dag en formaður Bandalags háskólamanna segir miður að viðræður hafi tafist líkt og raun ber vitni. „Við sjáum auðvitað fram á það að þetta verður mjög langur vetur. Það eru ekki vara við sem þurfum að semja við ríkið, eins og þú varst að nefna, það eru aðrir í þeirri biðröð. Hvort sem það eru ríkisstarfsmenn og svo er það auðvitað almenni vinnumarkaðurinn eftir áramót,“ segir Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM. Formaður Eflingar, segir ljóst að með ákvörðun kjararáðs um hækkun launa embættismanna hafi ríkið sett stefnuna varðandi komandi samninga. Hann segir að stjórnmálamenn verði að sýna meiri ábyrgð þegar kemur að stöðugleika á vinnumarkaði. „Við tölum gjarnan um stöðugleika á vinnumarkaði og höfum gert í langan tíma. Það vantar alveg stöðugleika á hinn endann, sem er bara stjórnmálaumhverfi Íslands,“ segir Sigurður Bessason, formaður Eflingar. Þá vill hann einnig ræða skattkerfisbreytingar í komandi kjaraviðræðum. „Það sem við erum að sjá núna er að þeir sem voru á lægstu tekjunum og þeir sem eru á millitekjunum, þessir hópar, þeirra kaupmáttur hefur verið tekinn í burtu í gegnum skattkerfið. Það er hlutur sem við viljum fá rætt um.“ Kjaramál Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Sjá meira
Formaður Eflingar segir að stjórnmálamenn verði að sýna meiri ábyrgð þegar kemur að stöðugleika á vinnumarkaði og telur að skattkerfisbreytingar á undanförnum árum hafi haft neikvæð áhrif á þá hópa sem eru með lægstu launin. Sautján aðildarfélög Bandalags háskólamanna hafa verið með lausa samninga við ríkið frá fyrsta september síðastliðnum. Viðræður við samninganefnd ríkisins hafa legið niðri eftir ríkisstjórnin sprakk í haust. Ljóst er að samningar ríkisins við opinbera starfsmenn mun hafa mikil áhrif á kjaraviðræður á hinum almenna vinnumarkaði sem hefjast á næsta ári. Forystumenn þeirra fjögurra flokka sem nú ræða myndun nýrrar ríkisstjórnar hafa sagt að eitt stærsta verkefni stjórnvalda á komandi mánuðum sé að ná sátt á vinnumarkaði. Fjallað var um þetta mál í Víglínunni í dag en formaður Bandalags háskólamanna segir miður að viðræður hafi tafist líkt og raun ber vitni. „Við sjáum auðvitað fram á það að þetta verður mjög langur vetur. Það eru ekki vara við sem þurfum að semja við ríkið, eins og þú varst að nefna, það eru aðrir í þeirri biðröð. Hvort sem það eru ríkisstarfsmenn og svo er það auðvitað almenni vinnumarkaðurinn eftir áramót,“ segir Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM. Formaður Eflingar, segir ljóst að með ákvörðun kjararáðs um hækkun launa embættismanna hafi ríkið sett stefnuna varðandi komandi samninga. Hann segir að stjórnmálamenn verði að sýna meiri ábyrgð þegar kemur að stöðugleika á vinnumarkaði. „Við tölum gjarnan um stöðugleika á vinnumarkaði og höfum gert í langan tíma. Það vantar alveg stöðugleika á hinn endann, sem er bara stjórnmálaumhverfi Íslands,“ segir Sigurður Bessason, formaður Eflingar. Þá vill hann einnig ræða skattkerfisbreytingar í komandi kjaraviðræðum. „Það sem við erum að sjá núna er að þeir sem voru á lægstu tekjunum og þeir sem eru á millitekjunum, þessir hópar, þeirra kaupmáttur hefur verið tekinn í burtu í gegnum skattkerfið. Það er hlutur sem við viljum fá rætt um.“
Kjaramál Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Sjá meira