Yfirburðir Real sem fara í þriðja sætið Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 5. nóvember 2017 21:45 Cristiano Ronaldo. Vísir/Getty Real Madrid átti ekki í neinum vandræðum með Las Palmas í spænsku La Liga deildinni í kvöld. Casemiro kom Real yfir á 41. mínútu með skalla eftir hornspyrnu. Marco Asensio tvöfaldaði forystuna á 56. mínútu með frábæru skoti áður en Isco gulltryggði sigurinn á 74. mínútu. Algjör einstefna var í leiknum, en Real átti 27 skot á markið á móti tveimur frá Las Palmas. Með sigrinum fer Real upp fyrir Atletico Madrid og í þriðja sæti deildarinnar. Barcelona er þó með átta stiga forystu á Real. Spænski boltinn
Real Madrid átti ekki í neinum vandræðum með Las Palmas í spænsku La Liga deildinni í kvöld. Casemiro kom Real yfir á 41. mínútu með skalla eftir hornspyrnu. Marco Asensio tvöfaldaði forystuna á 56. mínútu með frábæru skoti áður en Isco gulltryggði sigurinn á 74. mínútu. Algjör einstefna var í leiknum, en Real átti 27 skot á markið á móti tveimur frá Las Palmas. Með sigrinum fer Real upp fyrir Atletico Madrid og í þriðja sæti deildarinnar. Barcelona er þó með átta stiga forystu á Real.