Sayfullo Saipov: Kom til Bandaríkjanna 2010 og starfaði hjá Uber Atli Ísleifsson skrifar 1. nóvember 2017 10:23 Sayfullo Saipov kom til Bandaríkjanna árið 2010 og bjó upphaflega í Ohio, svo Flórída og síðar Paterson í New Jersey. Vísir/AFP Maðurinn sem sakaður er um að hafa banað átta manns og sært ellefu þegar hann ók bíl á hjólreiðamenn og gangandi vegfarendur í New York í gær heitir Sayfullo Saipov. Hann er 29 ára Úsbeki sem bjó í New Jersey og starfaði sem Uber-bílstjóri. Upplýsingar um Saipov eru enn að berast en hann var skotinn í kviðinn af lögreglu eftir að hann hljóp um göturnar með loft- og „paintball-byssu“. Hann hefur gengist undir aðgerð og er hann á lífi, en er enn í lífshættu.Að neðan má sjá Saipov hlaupa um götur New York eftir að hafa ekið bílnum á hjólreiðamennina.Í samtali við AP lýsir vinur Saipov manninum sem rólegum og vinnusömum, en Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsti manninum „veikum og sturluðum“. Saipov á að hafa staðist bakgrunnsskoðun Uber þar sem hann starfaði í um sex mánuði. Á hann að hafa keyrt um 1.400 viðskiptavini síðan hann byrjaði.In NYC, looks like another attack by a very sick and deranged person. Law enforcement is following this closely. NOT IN THE U.S.A.!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 31, 2017 Kom til Bandaríkjanna 2010 Saipov kom til Bandaríkjanna árið 2010 og bjó upphaflega í Ohio, svo Flórída og síðar Paterson í New Jersey. Í frétt Guardian segir að lögregla hafi enn ekki tjáð sig um ástæður árásarinnar. New York Times greinir frá því að Saipov hafi verið á skrá hjá alríkislögreglunni. Dilfuza Iskhakova, íbúi í Cincinnati í Ohio, segir að Saipov hafi búið á heimili sínu í nokkra mánuði fyrir sex árum eftir að hann kom til landsins frá Úsbekistan. „Hann virtist vera fínn náungi, en hann sagði ekki mikið. Hann fór í vinnuna og kom til baka. Hann starfaði í vöruhúsi,“ segir Iskhakova. Hún segir að þau Saipov hafi bæði verið að sækja um varanlegt landvistar- og atvinnuleyfi á þeim tíma er þau bjuggu saman.Eiginkona og tvö börn Saipov hefur skráð tvö fyrirtæki á þeim tíma sem hann hefur búið í Bandaríkjunum. Annars vegar Sayf Motors Inc, sem skráð var á heimili Iskhakova í Ohio, og hins vegar Bright Auto LLC sem skráð var á heimilsfang í grennd við Cleveland. Iskhakova segist síðar hafa misst tengslin við Saipov og taldi hann hafa flutt til Flórída og síðar til New York, og að hann ætti nú eiginkonu og tvö börn. Samkvæmt opinberum skjölum gekk Saipov að eiga hina nítján ára Nozima Odilova árið 2013, en bæði eru þau fædd í úsbesku höfuðborginni Tashkent. Sjónarvottar hafa greint frá því að Saipov hafi hrópað „Allahu Akbar“ þegar hann framkvæmdi árásina og þá hafa fjölmiðlar vestra sagt að handskrifaður miði hafi fundist í bílnum þar sem Saipov sver hollustu við hryðjuverkasamtökin ISIS. Lögregla hefur ekki staðfest þetta.Graphic News Bandaríkin Úsbekistan Tengdar fréttir Árásarmaðurinn sagður vera Úsbeki Bandaríkjaforseti hefur farið þess á leit við heimavarnarráðuneyti sitt að það herði eftirlit með þeim innnflytjendum sem vilja koma til landsins í kjölfar árásarinnar í New York. Málið er rannsakað sem hryðjuverk. 1. nóvember 2017 06:20 Árásarmaðurinn keyrði um tuttugu húsaraðir eftir stígnum Minnst átta eru látnir og tugir særðir eftir að ökumaður keyrði niður hjólreiðafólk og gangandi vegfarendur í grennd við World Trade Center í New York. Hann komst langa vegalengd eftir hjólreiðastíg áður bíll hans stöðvaðist. 31. október 2017 23:30 Mannskæð árás í New York: Keyrði á hjólreiðamenn og gangandi vegfarendur Lögreglan í New York segir að fjölmargir séu látnir eða særðir eftir að ökumaður ók upp á gangstétt og keyrði á vegfarendur á neðri hluta Manhattan, skammt frá World Trade Center. 31. október 2017 19:56 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Sjá meira
Maðurinn sem sakaður er um að hafa banað átta manns og sært ellefu þegar hann ók bíl á hjólreiðamenn og gangandi vegfarendur í New York í gær heitir Sayfullo Saipov. Hann er 29 ára Úsbeki sem bjó í New Jersey og starfaði sem Uber-bílstjóri. Upplýsingar um Saipov eru enn að berast en hann var skotinn í kviðinn af lögreglu eftir að hann hljóp um göturnar með loft- og „paintball-byssu“. Hann hefur gengist undir aðgerð og er hann á lífi, en er enn í lífshættu.Að neðan má sjá Saipov hlaupa um götur New York eftir að hafa ekið bílnum á hjólreiðamennina.Í samtali við AP lýsir vinur Saipov manninum sem rólegum og vinnusömum, en Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsti manninum „veikum og sturluðum“. Saipov á að hafa staðist bakgrunnsskoðun Uber þar sem hann starfaði í um sex mánuði. Á hann að hafa keyrt um 1.400 viðskiptavini síðan hann byrjaði.In NYC, looks like another attack by a very sick and deranged person. Law enforcement is following this closely. NOT IN THE U.S.A.!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 31, 2017 Kom til Bandaríkjanna 2010 Saipov kom til Bandaríkjanna árið 2010 og bjó upphaflega í Ohio, svo Flórída og síðar Paterson í New Jersey. Í frétt Guardian segir að lögregla hafi enn ekki tjáð sig um ástæður árásarinnar. New York Times greinir frá því að Saipov hafi verið á skrá hjá alríkislögreglunni. Dilfuza Iskhakova, íbúi í Cincinnati í Ohio, segir að Saipov hafi búið á heimili sínu í nokkra mánuði fyrir sex árum eftir að hann kom til landsins frá Úsbekistan. „Hann virtist vera fínn náungi, en hann sagði ekki mikið. Hann fór í vinnuna og kom til baka. Hann starfaði í vöruhúsi,“ segir Iskhakova. Hún segir að þau Saipov hafi bæði verið að sækja um varanlegt landvistar- og atvinnuleyfi á þeim tíma er þau bjuggu saman.Eiginkona og tvö börn Saipov hefur skráð tvö fyrirtæki á þeim tíma sem hann hefur búið í Bandaríkjunum. Annars vegar Sayf Motors Inc, sem skráð var á heimili Iskhakova í Ohio, og hins vegar Bright Auto LLC sem skráð var á heimilsfang í grennd við Cleveland. Iskhakova segist síðar hafa misst tengslin við Saipov og taldi hann hafa flutt til Flórída og síðar til New York, og að hann ætti nú eiginkonu og tvö börn. Samkvæmt opinberum skjölum gekk Saipov að eiga hina nítján ára Nozima Odilova árið 2013, en bæði eru þau fædd í úsbesku höfuðborginni Tashkent. Sjónarvottar hafa greint frá því að Saipov hafi hrópað „Allahu Akbar“ þegar hann framkvæmdi árásina og þá hafa fjölmiðlar vestra sagt að handskrifaður miði hafi fundist í bílnum þar sem Saipov sver hollustu við hryðjuverkasamtökin ISIS. Lögregla hefur ekki staðfest þetta.Graphic News
Bandaríkin Úsbekistan Tengdar fréttir Árásarmaðurinn sagður vera Úsbeki Bandaríkjaforseti hefur farið þess á leit við heimavarnarráðuneyti sitt að það herði eftirlit með þeim innnflytjendum sem vilja koma til landsins í kjölfar árásarinnar í New York. Málið er rannsakað sem hryðjuverk. 1. nóvember 2017 06:20 Árásarmaðurinn keyrði um tuttugu húsaraðir eftir stígnum Minnst átta eru látnir og tugir særðir eftir að ökumaður keyrði niður hjólreiðafólk og gangandi vegfarendur í grennd við World Trade Center í New York. Hann komst langa vegalengd eftir hjólreiðastíg áður bíll hans stöðvaðist. 31. október 2017 23:30 Mannskæð árás í New York: Keyrði á hjólreiðamenn og gangandi vegfarendur Lögreglan í New York segir að fjölmargir séu látnir eða særðir eftir að ökumaður ók upp á gangstétt og keyrði á vegfarendur á neðri hluta Manhattan, skammt frá World Trade Center. 31. október 2017 19:56 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Sjá meira
Árásarmaðurinn sagður vera Úsbeki Bandaríkjaforseti hefur farið þess á leit við heimavarnarráðuneyti sitt að það herði eftirlit með þeim innnflytjendum sem vilja koma til landsins í kjölfar árásarinnar í New York. Málið er rannsakað sem hryðjuverk. 1. nóvember 2017 06:20
Árásarmaðurinn keyrði um tuttugu húsaraðir eftir stígnum Minnst átta eru látnir og tugir særðir eftir að ökumaður keyrði niður hjólreiðafólk og gangandi vegfarendur í grennd við World Trade Center í New York. Hann komst langa vegalengd eftir hjólreiðastíg áður bíll hans stöðvaðist. 31. október 2017 23:30
Mannskæð árás í New York: Keyrði á hjólreiðamenn og gangandi vegfarendur Lögreglan í New York segir að fjölmargir séu látnir eða særðir eftir að ökumaður ók upp á gangstétt og keyrði á vegfarendur á neðri hluta Manhattan, skammt frá World Trade Center. 31. október 2017 19:56