Biðin skýrist af því að flokkarnir séu að vanda sig Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 19. nóvember 2017 18:42 Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir flokkana nálgast stjórnarmyndunarviðræður með öðrum hætti en fram að þessu. vísir/eyþór Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, segir að ekki sé hægt segja til um neinn tímaramma varðandi yfirstandandi stjórnarmyndunarviðræður við Sjálfstæðisflokk og Framsókn en að flokkarnir gefi sér góðan tíma því verið væri að vanda til verka.Nálgast stjórnarmyndunarviðræður með öðrum hætti „Þetta eru, eðli málsins samkvæmt, þrír ólíkir flokkar og við viljum vanda okkur. Við höfum verið að gera það sem er óvenjulegt í svona viðræðum, við höfum verið að hitta aðra aðila eins og aðila vinnumarkaðarins og Landlækni og fleiri aðila sem er óvanalegt en það er af því að okkur finnst mikilvægt að vanda okkur.“ Katrín segir að það standi til að hitta fleiri aðila í samfélaginu og þetta samráð og aukna samtal við fólk í samfélaginu sé liður í því að nálgast stjórnarmyndunarviðræður með öðrum hætti en fram að þessu. Katrín hringdi í Guðna Th. Jóhannesson, forseta Íslands, og upplýsti hann um hvernig viðræðunum miðaði. Katrín fékkst ekki til þess að segja hvaða málefni væru á dagskrá næstu daga en sagði að þau hefðu opnað á umræðu um ráðherrastóla en set umræðurnar á ís þangað til þau væru komin lengra á veg með málefnastarfið. Dagurinn í dag fór „heimavinnu“ eins og Katrín orðaði það. Oddvitar flokkanna hefðu rætt málin í sínum ranni í dag. Oddvitar flokkanna þriggja sem eiga í stjórnarmyndunarviðræðum koma til með að funda í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu í fyrramálið klukkan hálf tíu.Góður gangur er á viðræðum Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar að sögn Katrínar Jakobsdóttur. Næsti fundur verður haldinn í fyrramálið.Vísir/eyþórVænd um kyrrstöðu Spurð út í hennar viðbrögð við þeirri gagnrýni sem flokkarnir hafa hlotið, eftir að ljóst varð að þeir ættu í formlegum stjórnarmyndunarviðræðum, segir Katrín að það sé skynsamlegra að sjá hvað kemur út úr viðræðunum áður en fólk leggur mat á þær. Ýmsir hafa haft í frammi harða gagnrýni þess efnis að í fæðingu sé stjórn kyrrstöðu. “Það verður auðvitað bara að meta bæði stjórnarsáttmála og verk þessarar ríkisstjórnar ef hún verður til. Ég tek þessa gagnrýni ekkert sérstaklega alvarlega. Hún er auðvitað að koma frá flokkum sem hafa ekki náð að hrinda miklu af sínum boðuðu breytingum í verk þannig að ég held að fólk eigi meira að reyna að horfa málefnalega á málin,“ segir Katrín. Ekki eining um hvaða breytingar eigi að ráðast í Spurð út í þau orð sem Lilja Alfreðsdóttir lét falla í Silfrinu í morgun sem sagði að stjórnarsáttmálinn myndi koma á óvart, segir Katrín að það liggi í því að þrír ólíkir flokkar séu komnir saman. Verði þessi ríkisstjórn að veruleika væri um sögulegan viðburð að ræða og í því liggi ákveðin tækifæri. „Það er alveg ljóst að ég tel að minnsta kosti að það séu ýmsar breytingar sem þarf að gera, þó við séum auðvitað ekkert sammála um hvaða breytingar eigi að gera, um það snýst nú þessi pólitík. Ég held við þurfum frekar að nálgast það út frá málefnum frekar en, hvað get ég sagt, út frá merkimiðapólitík,“ segir Katrín. Tengdar fréttir Flest bendir til þess að flokkarnir þrír nái að mynda stjórn: „Söguleg tíðindi ef þetta gengur eftir“ Ólafur Þ. Harðarson prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínunni á Stöð 2 í dag. 18. nóvember 2017 13:10 Telja viku eftir af viðræðunum Sátt á vinnumarkaði verður stærsta mál næstu ríkisstjórnar segir Katrín Jakobsdóttir. Undirstöður í velferðarsamfélaginu skipta miklu máli fyrir þá sátt. Viðræðurnar ganga vel en gætu tekið viku í viðbót. 18. nóvember 2017 07:00 Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Myndband sýnir ferðamenn hætt komna í miklum öldugangi við Reynisfjöru Innlent Kalt veður skilaði metári í vatnsnotkun Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Geta læknað unglingaveikina Erlent Myndskeið frá Jökulsárlóni: „Tifandi tímasprengja“ Innlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, segir að ekki sé hægt segja til um neinn tímaramma varðandi yfirstandandi stjórnarmyndunarviðræður við Sjálfstæðisflokk og Framsókn en að flokkarnir gefi sér góðan tíma því verið væri að vanda til verka.Nálgast stjórnarmyndunarviðræður með öðrum hætti „Þetta eru, eðli málsins samkvæmt, þrír ólíkir flokkar og við viljum vanda okkur. Við höfum verið að gera það sem er óvenjulegt í svona viðræðum, við höfum verið að hitta aðra aðila eins og aðila vinnumarkaðarins og Landlækni og fleiri aðila sem er óvanalegt en það er af því að okkur finnst mikilvægt að vanda okkur.“ Katrín segir að það standi til að hitta fleiri aðila í samfélaginu og þetta samráð og aukna samtal við fólk í samfélaginu sé liður í því að nálgast stjórnarmyndunarviðræður með öðrum hætti en fram að þessu. Katrín hringdi í Guðna Th. Jóhannesson, forseta Íslands, og upplýsti hann um hvernig viðræðunum miðaði. Katrín fékkst ekki til þess að segja hvaða málefni væru á dagskrá næstu daga en sagði að þau hefðu opnað á umræðu um ráðherrastóla en set umræðurnar á ís þangað til þau væru komin lengra á veg með málefnastarfið. Dagurinn í dag fór „heimavinnu“ eins og Katrín orðaði það. Oddvitar flokkanna hefðu rætt málin í sínum ranni í dag. Oddvitar flokkanna þriggja sem eiga í stjórnarmyndunarviðræðum koma til með að funda í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu í fyrramálið klukkan hálf tíu.Góður gangur er á viðræðum Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar að sögn Katrínar Jakobsdóttur. Næsti fundur verður haldinn í fyrramálið.Vísir/eyþórVænd um kyrrstöðu Spurð út í hennar viðbrögð við þeirri gagnrýni sem flokkarnir hafa hlotið, eftir að ljóst varð að þeir ættu í formlegum stjórnarmyndunarviðræðum, segir Katrín að það sé skynsamlegra að sjá hvað kemur út úr viðræðunum áður en fólk leggur mat á þær. Ýmsir hafa haft í frammi harða gagnrýni þess efnis að í fæðingu sé stjórn kyrrstöðu. “Það verður auðvitað bara að meta bæði stjórnarsáttmála og verk þessarar ríkisstjórnar ef hún verður til. Ég tek þessa gagnrýni ekkert sérstaklega alvarlega. Hún er auðvitað að koma frá flokkum sem hafa ekki náð að hrinda miklu af sínum boðuðu breytingum í verk þannig að ég held að fólk eigi meira að reyna að horfa málefnalega á málin,“ segir Katrín. Ekki eining um hvaða breytingar eigi að ráðast í Spurð út í þau orð sem Lilja Alfreðsdóttir lét falla í Silfrinu í morgun sem sagði að stjórnarsáttmálinn myndi koma á óvart, segir Katrín að það liggi í því að þrír ólíkir flokkar séu komnir saman. Verði þessi ríkisstjórn að veruleika væri um sögulegan viðburð að ræða og í því liggi ákveðin tækifæri. „Það er alveg ljóst að ég tel að minnsta kosti að það séu ýmsar breytingar sem þarf að gera, þó við séum auðvitað ekkert sammála um hvaða breytingar eigi að gera, um það snýst nú þessi pólitík. Ég held við þurfum frekar að nálgast það út frá málefnum frekar en, hvað get ég sagt, út frá merkimiðapólitík,“ segir Katrín.
Tengdar fréttir Flest bendir til þess að flokkarnir þrír nái að mynda stjórn: „Söguleg tíðindi ef þetta gengur eftir“ Ólafur Þ. Harðarson prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínunni á Stöð 2 í dag. 18. nóvember 2017 13:10 Telja viku eftir af viðræðunum Sátt á vinnumarkaði verður stærsta mál næstu ríkisstjórnar segir Katrín Jakobsdóttir. Undirstöður í velferðarsamfélaginu skipta miklu máli fyrir þá sátt. Viðræðurnar ganga vel en gætu tekið viku í viðbót. 18. nóvember 2017 07:00 Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Myndband sýnir ferðamenn hætt komna í miklum öldugangi við Reynisfjöru Innlent Kalt veður skilaði metári í vatnsnotkun Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Geta læknað unglingaveikina Erlent Myndskeið frá Jökulsárlóni: „Tifandi tímasprengja“ Innlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira
Flest bendir til þess að flokkarnir þrír nái að mynda stjórn: „Söguleg tíðindi ef þetta gengur eftir“ Ólafur Þ. Harðarson prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínunni á Stöð 2 í dag. 18. nóvember 2017 13:10
Telja viku eftir af viðræðunum Sátt á vinnumarkaði verður stærsta mál næstu ríkisstjórnar segir Katrín Jakobsdóttir. Undirstöður í velferðarsamfélaginu skipta miklu máli fyrir þá sátt. Viðræðurnar ganga vel en gætu tekið viku í viðbót. 18. nóvember 2017 07:00