Frábær endurkoma Warriors, Celtics óstöðvandi │ Myndbönd Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 19. nóvember 2017 09:45 Stephen Curry og félagar notuðu reynsluna gegn ungu liði 76ers vísir/getty Þrátt fyrir að Ben Simmons hafi spilað besta leik ferils síns fyrir Philadelphia 76ers í gærkvöld dugði það ekki til að sigra meistarana í Golden State Warriors í bandarísku NBA deildinni í körfubolta. 76ers byrjuðu leikinn frábærlega og voru með 22 stiga forskot í hálfleik og virtust hafa pálmann í höndum sér. En það má aldrei afskrifa Warriors. Heimamenn unnu þriðja leikhlutann 47-15 og fóru að lokum með átta stiga sigur, 124-116. Simmons skoraði 23 stig, tók átta fráköst og gaf 12 stoðsendingar. Hjá Warriors var Stephen Curry hins vegar með 35 stig, fimm fráköst og fimm stoðsendingar og Kevin Durant setti einnig niður 27 stig. Durant hrósaði Simmons mikið í leikslok. „Ég hef aldrei séð neitt honum líkt áður. Hann virkilega spilar leikstjórnandann. Hæð hans og hraði, og þessi styrkur. Það sést að hann er Ástrali, því hann berst vel og fer í hvaða baráttu sem er.“ Boston Celtics vann 15 leikinn í röð þegar Atlanta Hawks kom í heimsókn. Fyrstu tveir leikir tímabilsins töpuðust hjá Celtics, en síðan þá hefur liðið ekki tapað. Þetta er fimmta lengsta sigurganga Celtics í sögu félagsins, fjórum leikjum frá metinu sem liðið setti tímabilið 2008/09. Leikurinn byrjaði þó ekki vel fyrir Celtics, en liðið komst fyrst í forystu í þriðja leikhluta eftir að hafa verið 16 stigum undir. Kyrie Irving var stigahæstur í liði Celtics, skoraði 30 stig, tók 4 fráköst og gaf 5 stoðsendingar. Hann var með frábæra nýtingu í leiknum, hitti 10 af 12 skotum sínum, þar af fimm þriggja stiga körfur, og var með 100 prósenta nýtingu af vítalínunni. Chris Paul er kominn aftur í lið Houston Rockets og liðið er sjóðandi heitt þessa dagana. Paul skoraði 17 stig og gaf sex stoðsendingar í sínum öðrum leik eftir hnémeiðsli þegar Rockets bar sigurðorð af Memphis Grizzlies 105-83. James Harden var stigahæstur í liðið Rockets með 29 stig, fimm fráköst og sjö stoðsendingar.Úrslit næturinnar: Clippers - Hornets 87-102 Jazz - Magic 125-85 Warriors - 76ers 124-116 Celtics - Hawks 110-99 Rockets - Grizzlies 105-83 Bucks - Mavericks 79-111 Kings - Trail Blazers 90-102 NBA Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Sjá meira
Þrátt fyrir að Ben Simmons hafi spilað besta leik ferils síns fyrir Philadelphia 76ers í gærkvöld dugði það ekki til að sigra meistarana í Golden State Warriors í bandarísku NBA deildinni í körfubolta. 76ers byrjuðu leikinn frábærlega og voru með 22 stiga forskot í hálfleik og virtust hafa pálmann í höndum sér. En það má aldrei afskrifa Warriors. Heimamenn unnu þriðja leikhlutann 47-15 og fóru að lokum með átta stiga sigur, 124-116. Simmons skoraði 23 stig, tók átta fráköst og gaf 12 stoðsendingar. Hjá Warriors var Stephen Curry hins vegar með 35 stig, fimm fráköst og fimm stoðsendingar og Kevin Durant setti einnig niður 27 stig. Durant hrósaði Simmons mikið í leikslok. „Ég hef aldrei séð neitt honum líkt áður. Hann virkilega spilar leikstjórnandann. Hæð hans og hraði, og þessi styrkur. Það sést að hann er Ástrali, því hann berst vel og fer í hvaða baráttu sem er.“ Boston Celtics vann 15 leikinn í röð þegar Atlanta Hawks kom í heimsókn. Fyrstu tveir leikir tímabilsins töpuðust hjá Celtics, en síðan þá hefur liðið ekki tapað. Þetta er fimmta lengsta sigurganga Celtics í sögu félagsins, fjórum leikjum frá metinu sem liðið setti tímabilið 2008/09. Leikurinn byrjaði þó ekki vel fyrir Celtics, en liðið komst fyrst í forystu í þriðja leikhluta eftir að hafa verið 16 stigum undir. Kyrie Irving var stigahæstur í liði Celtics, skoraði 30 stig, tók 4 fráköst og gaf 5 stoðsendingar. Hann var með frábæra nýtingu í leiknum, hitti 10 af 12 skotum sínum, þar af fimm þriggja stiga körfur, og var með 100 prósenta nýtingu af vítalínunni. Chris Paul er kominn aftur í lið Houston Rockets og liðið er sjóðandi heitt þessa dagana. Paul skoraði 17 stig og gaf sex stoðsendingar í sínum öðrum leik eftir hnémeiðsli þegar Rockets bar sigurðorð af Memphis Grizzlies 105-83. James Harden var stigahæstur í liðið Rockets með 29 stig, fimm fráköst og sjö stoðsendingar.Úrslit næturinnar: Clippers - Hornets 87-102 Jazz - Magic 125-85 Warriors - 76ers 124-116 Celtics - Hawks 110-99 Rockets - Grizzlies 105-83 Bucks - Mavericks 79-111 Kings - Trail Blazers 90-102
NBA Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Sjá meira