Sérfræðingar funda vegna Öræfajökuls í kvöld Jóhann K. Jóhannsson skrifar 18. nóvember 2017 18:54 Vísindamenn geta ekki sagt til um með fullri vissu hvað sé að eiga sér stað í Öræfajökli en engin eldri gögn eða mælingar eru til um jarðhræringar á svæðinu. Í gær kom í ljós nýr sigketill sem segir til um að eldstöðin sé að vakna til lífsins. Sérfræðingar flugu yfir staðinn í dag til þess að safna gögnum og eftirlit hefur verið aukið til muna. Engin merki eru þó um gosóróa eða yfirvofandi eldgos. Fundað verður um stöðuna í kvöld. Vísindamenn frá Veðurstofu Íslands og Almannavörnum flugu með Landhelgisgæslunni austur snemma í morgun til þess að reyna fá skýrari mynd um hvað sé að gerast í Öræfajökli. Unnið var að rannsóknum í allan dag og lenti þyrla Landhelgisgæslunar aftur hér á Reykjavíkurflugvelli á sjötta tímanum. Í dag flugu einnig vísindamenn frá Jarðvísindadeild Háskóla Íslands yfir Öræfajökul og Bárðarbungu og gerðu rannsóknir.Skjálftavirkni hefur verið að aukast í jöklinum að undanförnu og í byrjun október varð skjálfti af stæðrinni 3,5, sem er á stærsti frá því mælingar hófust. Í gær kom í ljós þegar bornar voru saman gervihnattamyndir að ketil hefur myndast í öskjunni, um kílómeter að breydd og allt að tuttugu og fimm metra djúpur og sýna ljósmyndir af svæðinu að breytingar hafa orðið á yfirborði. Veðurstofan fékk tilkynningu um megna brennisteinslykt við Vestari-Kvíá sem kemur undan Kvíárjökli í suðausturhluta Öræfajökuls í fyrradag og hefur sú ykt verið stöðug á svæðinu.Svo virðist sem jarðhitavatn hafi lekið hægt undan katlinum og komið fram undan Kvíárjökli. Talið er að mesta vatnið sé nú þegar runnið undan katlinum. Í gærkvöldi lýsti Ríkislögreglustjóri yfir óvissustigi almannavarna vegna hugsanlegs eldgoss og stóð lögreglan á Suðurlandi vakt við Kvíá síðastliðna nótt. Þá breytti Veðurstofan litakóða fyrir eldstöðina vegna flugumferðar í gulan. Ítrekað hefur verið að engin merki eru um gosóróa eða yfirvofandi eldgos í Öræfajökli. Ekki er til nein viðbragðsáætlun fyrir svæðið en vinna við hana er nú þegar farin af stað og langt komin. Til að mynda er rýmingaráætlun til staðar komi til eldgoss. „Það er alltaf erfitt að segja hvort að eldgos sé í vændum en það er ekkert sem bendir til þess að það sé gosórói, gos að hefjast eða eitthvað slíkt,“ segir Björn Oddsson, sérfræðingur hjá Almannavörnum. Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Vísindamenn geta ekki sagt til um með fullri vissu hvað sé að eiga sér stað í Öræfajökli en engin eldri gögn eða mælingar eru til um jarðhræringar á svæðinu. Í gær kom í ljós nýr sigketill sem segir til um að eldstöðin sé að vakna til lífsins. Sérfræðingar flugu yfir staðinn í dag til þess að safna gögnum og eftirlit hefur verið aukið til muna. Engin merki eru þó um gosóróa eða yfirvofandi eldgos. Fundað verður um stöðuna í kvöld. Vísindamenn frá Veðurstofu Íslands og Almannavörnum flugu með Landhelgisgæslunni austur snemma í morgun til þess að reyna fá skýrari mynd um hvað sé að gerast í Öræfajökli. Unnið var að rannsóknum í allan dag og lenti þyrla Landhelgisgæslunar aftur hér á Reykjavíkurflugvelli á sjötta tímanum. Í dag flugu einnig vísindamenn frá Jarðvísindadeild Háskóla Íslands yfir Öræfajökul og Bárðarbungu og gerðu rannsóknir.Skjálftavirkni hefur verið að aukast í jöklinum að undanförnu og í byrjun október varð skjálfti af stæðrinni 3,5, sem er á stærsti frá því mælingar hófust. Í gær kom í ljós þegar bornar voru saman gervihnattamyndir að ketil hefur myndast í öskjunni, um kílómeter að breydd og allt að tuttugu og fimm metra djúpur og sýna ljósmyndir af svæðinu að breytingar hafa orðið á yfirborði. Veðurstofan fékk tilkynningu um megna brennisteinslykt við Vestari-Kvíá sem kemur undan Kvíárjökli í suðausturhluta Öræfajökuls í fyrradag og hefur sú ykt verið stöðug á svæðinu.Svo virðist sem jarðhitavatn hafi lekið hægt undan katlinum og komið fram undan Kvíárjökli. Talið er að mesta vatnið sé nú þegar runnið undan katlinum. Í gærkvöldi lýsti Ríkislögreglustjóri yfir óvissustigi almannavarna vegna hugsanlegs eldgoss og stóð lögreglan á Suðurlandi vakt við Kvíá síðastliðna nótt. Þá breytti Veðurstofan litakóða fyrir eldstöðina vegna flugumferðar í gulan. Ítrekað hefur verið að engin merki eru um gosóróa eða yfirvofandi eldgos í Öræfajökli. Ekki er til nein viðbragðsáætlun fyrir svæðið en vinna við hana er nú þegar farin af stað og langt komin. Til að mynda er rýmingaráætlun til staðar komi til eldgoss. „Það er alltaf erfitt að segja hvort að eldgos sé í vændum en það er ekkert sem bendir til þess að það sé gosórói, gos að hefjast eða eitthvað slíkt,“ segir Björn Oddsson, sérfræðingur hjá Almannavörnum.
Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent