Körfubolti

Boston skellti meisturunum og hélt sigurgöngunni áfram | Myndbönd

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jaylen Brown og Kyrie Irving féllust í faðma eftir sigurinn á Golden State.
Jaylen Brown og Kyrie Irving féllust í faðma eftir sigurinn á Golden State. vísir/getty
Boston Celtics bar sigurorð af meisturum Golden State Warriors, 92-88, í NBA-deildinni í körfubolta í nótt.

Þetta var fjórtándi sigur Boston í röð en liðið hefur verið óstöðvandi að undanförnu.

Allir byrjunarliðsmenn Boston skoruðu 12 stig eða meira í leiknum í nótt. Jaylen Brown var þeirra stigahæstur með 22 stig. Al Horford skoraði 18 stig og tók 11 fráköst.

Kevin Durant skoraði 24 stig fyrir Golden State en miklu munaði um að Skvettubræðurnir, Stephen Curry og Klay Thompson, fundu sig ekki og hittu úr aðeins úr samtals átta af þeim 32 skotum sem þeir tóku.

Í hinum leik næturinnar tók Houston Rockets Phoenix Suns í karphúsið, 116-142.

Sóknarleikur Houston var í góðu lagi en liðið skoraði hvorki fleiri né færri en 90 stig í fyrri hálfleik.

James skoraði 48 stig og gaf sjö stoðsendingar. Ryan Anderson setti niður sex þrista og var með 24 stig. Chris Paul sneri aftur eftir nokkurra vikna fjarveru og skoraði 11 stig og gaf 10 stoðsendingar.

Houston er á toppnum í Vesturdeildinni en Phoenix er í þriðja neðsta sæti hennar.

Úrslitin í nótt:

Boston 92-88 Golden State

Phoenix 116-142 Houston

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×