Wow air svarar breskum blaðamanni sem sagði tilboð flugfélagsins „falskar fréttir“ Birgir Olgeirsson skrifar 16. nóvember 2017 11:07 Vél WOW air. vísir/vilhelm Blaðamaður Independent gagnrýnir tilboð íslenska flugfélagsins Wow Air á áætlunarferð frá Stansted-flugvelli í London til JFK-flugvallar í New York. Wow Air auglýsti í síðustu viku sæti í áætlunarferðir frá Stansted til New York fyrir 99 pund, eða því sem nemur um 13 þúsund íslenskra króna. Nokkrir breskir fjölmiðla fjölluðu um þetta tilboð en blaðamaður Independent, Simon Calder, segir þær umfjallanir hafa verið „falskar fréttir“. „Til að byrja með þá er Wow Air ekki að hefja nýja flugleið frá Stansted til JFK. Það mun flytja þig frá Essex til Keflavíkurflugvallar á Íslandi, þar sem þú þarft að ná tengiflugi til að komast til New York,“ skrifar Calder. Hann segir að þetta 99 punda tilboð hafa aðeins staðið til boða ef bókað var báðar leiðir og þá hafi heimferðin verið dýrari. Þá hafi bókunargjald einnig verið bætt við upphæðina. „Við erum að bjóða upp á mjög samkeppnishæf verð sem leggjast vel í fólk enda seldust þessi sæti fljótt upp,“ segir María Margrét Jóhannsdóttir hjá Wow Air við Vísi vegna skrifa breska blaðamannsins.Skúli Mogensen, forstjóri WOW Air.Vísir/VilhelmHún segir Wow Air alltaf hafa þann hátt á í tilboðum sínum að bókað sé flug fram og til baka og það sé tekið skýrt fram á vef félagsins. Hún segir flugvallarskatta í Bretlandi um 129 pund og því hafi Wow Air verið að lofa að borga með þeim farþegum sem næðu að nýta sér þetta tilboð. „Við höfum almennt ekki orðið vör við gagnrýni sem þessa,“ segir María. Calder segir Wow Air hafa heillað heimsbyggðina með þessu tilboði sínu og að það hafi meira segja ratað í fréttir á Nýja Sjálandi. Hann tekur fram að ódýrasta flugið báðar leiðir með Wow Air frá London til New York hafi verið á 251 pund. Það sé got verð en ekki eins gott og tilboð flugfélagsins Primera Air sem hefur flug frá Stansted til New York í apríl næstkomandi. Með Primera Air hafi hann átt möguleika á að bóka báðar leiðir með Primera Air fyrir 234 pund, og án þess að þurfa að millilenda á Íslandi. WOW Air tilkynnti í síðustu viku að það muni hefja flug frá Keflavíkurflugvelli til JFK-flugvallar í New York 26. apríl næstkomandi. Flugfélagið er nú þegar með áætlunarferðir á milli Keflavíkurflugvallar og Newark-flugvallar í New York. Fréttir af flugi Tengdar fréttir WOW og Primera á lista yfir flugfélög sem eru að leggja heiminn að fótum sér Flugfélögin WOW air og Primera Air eru á lista breska dagblaðsins Telegraph yfir tíu lággjaldaflugfélög sem eru að leggja heiminn að fótum sér 16. nóvember 2017 11:00 WOW hefur flug til JFK í New York WOW air mun hefja flug til JFK-flugvallar í New York þann 26. apríl. 7. nóvember 2017 09:08 Kvartanir hrönnuðust upp í vaxtaverkjum hjá WOW air Samgöngustofu hafa borist hátt í 900 erindi vegna flugfélaga það sem af er ári. Fjöldinn hefur tvöfaldast tvö ár í röð. 28. október 2017 06:00 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Sjá meira
Blaðamaður Independent gagnrýnir tilboð íslenska flugfélagsins Wow Air á áætlunarferð frá Stansted-flugvelli í London til JFK-flugvallar í New York. Wow Air auglýsti í síðustu viku sæti í áætlunarferðir frá Stansted til New York fyrir 99 pund, eða því sem nemur um 13 þúsund íslenskra króna. Nokkrir breskir fjölmiðla fjölluðu um þetta tilboð en blaðamaður Independent, Simon Calder, segir þær umfjallanir hafa verið „falskar fréttir“. „Til að byrja með þá er Wow Air ekki að hefja nýja flugleið frá Stansted til JFK. Það mun flytja þig frá Essex til Keflavíkurflugvallar á Íslandi, þar sem þú þarft að ná tengiflugi til að komast til New York,“ skrifar Calder. Hann segir að þetta 99 punda tilboð hafa aðeins staðið til boða ef bókað var báðar leiðir og þá hafi heimferðin verið dýrari. Þá hafi bókunargjald einnig verið bætt við upphæðina. „Við erum að bjóða upp á mjög samkeppnishæf verð sem leggjast vel í fólk enda seldust þessi sæti fljótt upp,“ segir María Margrét Jóhannsdóttir hjá Wow Air við Vísi vegna skrifa breska blaðamannsins.Skúli Mogensen, forstjóri WOW Air.Vísir/VilhelmHún segir Wow Air alltaf hafa þann hátt á í tilboðum sínum að bókað sé flug fram og til baka og það sé tekið skýrt fram á vef félagsins. Hún segir flugvallarskatta í Bretlandi um 129 pund og því hafi Wow Air verið að lofa að borga með þeim farþegum sem næðu að nýta sér þetta tilboð. „Við höfum almennt ekki orðið vör við gagnrýni sem þessa,“ segir María. Calder segir Wow Air hafa heillað heimsbyggðina með þessu tilboði sínu og að það hafi meira segja ratað í fréttir á Nýja Sjálandi. Hann tekur fram að ódýrasta flugið báðar leiðir með Wow Air frá London til New York hafi verið á 251 pund. Það sé got verð en ekki eins gott og tilboð flugfélagsins Primera Air sem hefur flug frá Stansted til New York í apríl næstkomandi. Með Primera Air hafi hann átt möguleika á að bóka báðar leiðir með Primera Air fyrir 234 pund, og án þess að þurfa að millilenda á Íslandi. WOW Air tilkynnti í síðustu viku að það muni hefja flug frá Keflavíkurflugvelli til JFK-flugvallar í New York 26. apríl næstkomandi. Flugfélagið er nú þegar með áætlunarferðir á milli Keflavíkurflugvallar og Newark-flugvallar í New York.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir WOW og Primera á lista yfir flugfélög sem eru að leggja heiminn að fótum sér Flugfélögin WOW air og Primera Air eru á lista breska dagblaðsins Telegraph yfir tíu lággjaldaflugfélög sem eru að leggja heiminn að fótum sér 16. nóvember 2017 11:00 WOW hefur flug til JFK í New York WOW air mun hefja flug til JFK-flugvallar í New York þann 26. apríl. 7. nóvember 2017 09:08 Kvartanir hrönnuðust upp í vaxtaverkjum hjá WOW air Samgöngustofu hafa borist hátt í 900 erindi vegna flugfélaga það sem af er ári. Fjöldinn hefur tvöfaldast tvö ár í röð. 28. október 2017 06:00 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Sjá meira
WOW og Primera á lista yfir flugfélög sem eru að leggja heiminn að fótum sér Flugfélögin WOW air og Primera Air eru á lista breska dagblaðsins Telegraph yfir tíu lággjaldaflugfélög sem eru að leggja heiminn að fótum sér 16. nóvember 2017 11:00
WOW hefur flug til JFK í New York WOW air mun hefja flug til JFK-flugvallar í New York þann 26. apríl. 7. nóvember 2017 09:08
Kvartanir hrönnuðust upp í vaxtaverkjum hjá WOW air Samgöngustofu hafa borist hátt í 900 erindi vegna flugfélaga það sem af er ári. Fjöldinn hefur tvöfaldast tvö ár í röð. 28. október 2017 06:00