Í fótspor annarra Þór Rögnvaldsson skrifar 16. nóvember 2017 07:00 Það hefur löngum verið mér undrunarefni hvað sumir eiga erfitt með að setja sig í fótspor annarra – jafnvel mestu gáfumenn. Ég ætla að nefna dæmi um þetta. Þann 17. ágúst s.l. birtist grein eftir Þorvald Gylfason í Fréttablaðinu sem bar titilinn: ,,Rússahatur? Nei, öðru nær.“ Hér fjallar Þorvaldur m.a. um viðtöl sem Oliver Stone átti við Pútín Rússlandsforseta og í því samhengi verður honum tíðrætt um þau orð Pútíns að eftir fall Sovétríkjanna hefði sjöundi hver Rússi skyndilega átt heima utan Rússlands. Nú hlýtur sú spurning að vakna, hvort Þorvaldur Gylfason sé reiðubúinn til þess að skilja þetta vandamál frá sjónarmiði Rússa – sé reiðubúinn til þess að setja sig í fótspor þeirra. Dæmi hver fyrir sig – því að orð prófessorsins í þessu samhengi eru eftirfarandi: ,,En hvað með það? Er það vandamál? Er það vandamál í augum Þjóðverja að sjöundi hver þýzkumælandi maður býr í Austurríki og Sviss?“ Mann setur hljóðan við að lesa þetta. Að viti Þorvalds Gylfasonar og skoðanabræðra hans eru Rússar slíkt annars flokks fólk að það tekur því ekki einu sinni að svara umkvörtunum þeirra af neinni alvöru. Enda eru röksemdir prófessorsins ekkert annað en þvaður og kjaftæði – af verstu tegund. Austurríkismenn og Svisslendingar eru ekki Þjóðverjar, hafa aldrei verið Þjóðverjar[1] og munu aldrei verða Þjóðverjar. Hins vegar eru íbúar Austur-Úkraínu og Krímskaga Rússar, hafa alla tíð verið Rússar og munu alla tíð vera Rússar. Alvarlegasta ógnin við heimsfriðinn er þetta Rússahatur Vesturveldanna (BNA og ESB). Vegna þess að ef ,,Við“ – þ.e. Vesturlandabúar – getum aldrei sett okkur í fótspor annarra þá skiljum við ekki 1) að ef íbúar Vestur-Úkraínu eiga rétt á því að ráða örlögum sínum sjálfir og ganga í ESB – þá eiga íbúar Austur-Úkraínu líka rétt á því að ráða örlögum sínum sjálfir og ganga ekki í ESB heldur sameinast Rússlandi, 2) að aðfarir Rússa á Krímskaga voru ekki landvinningastríð, heldur nauðsynleg ráðstöfun til þess að tryggja Rússum yfirráðin yfir Svartahafsflota sínum. Þetta vita ekki þeir sem vilja ekki vita. Og svo er það mál málanna: Hvað mundi gerast ef ,,Við“ settum okkur í spor Norður-Kóreumanna? Jú – ,,Við“ mundum þá gera okkur grein fyrir því að ráðamenn í Norður-Kóreu eru fyrst og síðast lafhræddir – eðlilega og ekki að ástæðulausu. Þeir hafa komið sér upp kjarnorkuvopnum til þess að reyna að koma í veg fyrir að mesta herveldi allra tíma geri innrás í land þeirra. Þar af leiðir að það er í rauninni minnsta mál að lægja öldurnar á Kóreuskaga. Það eina sem til þarf er að bjóða Norður-Kóreumönnum frið; þ.e. að breyta vopnahléinu í friðarsamning – og, jú, svo líka hitt, að Bandaríkin og Suður-Kórea hætti vopnaskaki sínu við landmæri Norður-Kóreu. Þessu er hægt að koma í kring á einni viku. Vandamálið er að Bandaríkjamenn vilja ekki frið. En hvers vegna ekki? Hvers vegna vilja Bandaríkjamenn ekki frið á Kóreuskaganum? Jú – ástæðan er sú að þeir vilja ekki setjast að sáttaborði með „ómennunum“ í Norður-Kóreu. Mesta ógnin við friðinn stafar alltaf af því viðhorfi sem telur sig eiga einkarétt á mennskunni. Alvarlegasta ógnin við heimsfriðinn er þetta Rússahatur Vesturveldanna (BNA og ESB). [1] Ég undanskil árin 1938-45 sem Austurríkismenn vilja helst gleyma. Höfundur er ellilífeyrisþegi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þór Rögnvaldsson Mest lesið Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Það hefur löngum verið mér undrunarefni hvað sumir eiga erfitt með að setja sig í fótspor annarra – jafnvel mestu gáfumenn. Ég ætla að nefna dæmi um þetta. Þann 17. ágúst s.l. birtist grein eftir Þorvald Gylfason í Fréttablaðinu sem bar titilinn: ,,Rússahatur? Nei, öðru nær.“ Hér fjallar Þorvaldur m.a. um viðtöl sem Oliver Stone átti við Pútín Rússlandsforseta og í því samhengi verður honum tíðrætt um þau orð Pútíns að eftir fall Sovétríkjanna hefði sjöundi hver Rússi skyndilega átt heima utan Rússlands. Nú hlýtur sú spurning að vakna, hvort Þorvaldur Gylfason sé reiðubúinn til þess að skilja þetta vandamál frá sjónarmiði Rússa – sé reiðubúinn til þess að setja sig í fótspor þeirra. Dæmi hver fyrir sig – því að orð prófessorsins í þessu samhengi eru eftirfarandi: ,,En hvað með það? Er það vandamál? Er það vandamál í augum Þjóðverja að sjöundi hver þýzkumælandi maður býr í Austurríki og Sviss?“ Mann setur hljóðan við að lesa þetta. Að viti Þorvalds Gylfasonar og skoðanabræðra hans eru Rússar slíkt annars flokks fólk að það tekur því ekki einu sinni að svara umkvörtunum þeirra af neinni alvöru. Enda eru röksemdir prófessorsins ekkert annað en þvaður og kjaftæði – af verstu tegund. Austurríkismenn og Svisslendingar eru ekki Þjóðverjar, hafa aldrei verið Þjóðverjar[1] og munu aldrei verða Þjóðverjar. Hins vegar eru íbúar Austur-Úkraínu og Krímskaga Rússar, hafa alla tíð verið Rússar og munu alla tíð vera Rússar. Alvarlegasta ógnin við heimsfriðinn er þetta Rússahatur Vesturveldanna (BNA og ESB). Vegna þess að ef ,,Við“ – þ.e. Vesturlandabúar – getum aldrei sett okkur í fótspor annarra þá skiljum við ekki 1) að ef íbúar Vestur-Úkraínu eiga rétt á því að ráða örlögum sínum sjálfir og ganga í ESB – þá eiga íbúar Austur-Úkraínu líka rétt á því að ráða örlögum sínum sjálfir og ganga ekki í ESB heldur sameinast Rússlandi, 2) að aðfarir Rússa á Krímskaga voru ekki landvinningastríð, heldur nauðsynleg ráðstöfun til þess að tryggja Rússum yfirráðin yfir Svartahafsflota sínum. Þetta vita ekki þeir sem vilja ekki vita. Og svo er það mál málanna: Hvað mundi gerast ef ,,Við“ settum okkur í spor Norður-Kóreumanna? Jú – ,,Við“ mundum þá gera okkur grein fyrir því að ráðamenn í Norður-Kóreu eru fyrst og síðast lafhræddir – eðlilega og ekki að ástæðulausu. Þeir hafa komið sér upp kjarnorkuvopnum til þess að reyna að koma í veg fyrir að mesta herveldi allra tíma geri innrás í land þeirra. Þar af leiðir að það er í rauninni minnsta mál að lægja öldurnar á Kóreuskaga. Það eina sem til þarf er að bjóða Norður-Kóreumönnum frið; þ.e. að breyta vopnahléinu í friðarsamning – og, jú, svo líka hitt, að Bandaríkin og Suður-Kórea hætti vopnaskaki sínu við landmæri Norður-Kóreu. Þessu er hægt að koma í kring á einni viku. Vandamálið er að Bandaríkjamenn vilja ekki frið. En hvers vegna ekki? Hvers vegna vilja Bandaríkjamenn ekki frið á Kóreuskaganum? Jú – ástæðan er sú að þeir vilja ekki setjast að sáttaborði með „ómennunum“ í Norður-Kóreu. Mesta ógnin við friðinn stafar alltaf af því viðhorfi sem telur sig eiga einkarétt á mennskunni. Alvarlegasta ógnin við heimsfriðinn er þetta Rússahatur Vesturveldanna (BNA og ESB). [1] Ég undanskil árin 1938-45 sem Austurríkismenn vilja helst gleyma. Höfundur er ellilífeyrisþegi.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun