Erlent

Trump og Pútín sammála um að sigra ISIS í Sýrlandi

Atli Ísleifsson skrifar
Donald Trump og Vladimír Pútín hittust stuttlega í þrígang á leiðtogafundi APEC-ríkja í Víetnam.
Donald Trump og Vladimír Pútín hittust stuttlega í þrígang á leiðtogafundi APEC-ríkja í Víetnam. Vísir/afp
Donald Trump Bandaríkjaforseti og Vladimír Pútín Rússlandsforseti eru sammála um að berjast gegn hryðjuverkasamtökunum ISIS í Sýrlandi þar til fullnaðarsigri er náð.

Trump og Pútín áttu ekki formlegan fund saman á leiðtogafundi Samvinnustofnunar Asíu- og Kyrrahafsríkja í Víetnam, en hittust þó stuttlega í þrígang og sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu um stríðið í Sýrlandi sem birt var á heimasíðu Rússlandsstjórnar.

Forsetarnir voru sammála um að ekki sé til nein hernaðarleg lausn á deilunni í Sýrlandi. Lýsa þeir báðir yfir stuðningi við sjálfstæði og fullveldi landsins og hvetja alla deiluaðila til að taka þátt í viðræðum sem kynnu að leiða til friðar í landinu.

Í frétt BBC um málið segir að talsmenn Bandaríkjastjórn hafi enn ekki tjáð sig um yfirlýsingu forsetanna.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×