Ríkið sýknað í Jökulsárlónsdeilu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. nóvember 2017 11:07 Björt Ólafsdóttir, fráfarandi umhverfis-og auðlindaráðherra, við Jökulsárlón í sumar þegar lónið var friðlýst. Umhverfis-og auðlindaráðuneytið Íslenska ríkið hefur verið sýknað í héraðsdómi af kröfu Fögrusala ehf sem taldi ríkissjóð hafa brugðist of seint við að nýta forkaupsrétt sinn til kaupa á jörðinni Felli í Suðursveit sem liggur að Jökulsárlóni. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Suðurlands á föstudag. Fögrusalir keyptu jörðina Fell þann 4. nóvember 2016. Íslenska ríkið hafði í framhaldinu sextíu daga til að ganga inn í kauptilboðið þar sem ríkið hafði forkaupsrétt á jörðinni. 66 dagar liðu þar til ríkið gekk inn í tilboðið þann 9. janúar. Jörðin er á náttúruminjaskrá en eins og öllum er kunnugt er Jökulsárlón einn mest sótti ferðamannastaður landsins. Ríkið greiddi rúman einn og hálfan milljarða króna fyrir jörðina en gert var ráð fyrir kaupunum í fjáraukalögum. Brúðhjón fóru út á ísinn við Jökulsárlón á dögunum. Töluverð umræða hefur verið um slysahættu og öryggi ferðafólks við náttúruperluna.Ragnar Unnarsson Fögrusalir gerðu athugasemdir við að sýslumaður hefði afgreitt kaup ríkisins að liðnum 66 dögum. Héraðsdómur Suðurlands taldi ágreiningin ekki eiga við um nauðungarsölulögin og vísaði málinu frá dómi. Hæstiréttur staðfesti þá niðurstöðu og fóru Fögrusalir í almennt mál. Niðurstaða í því máli var kveðinn upp í héraði á föstudaginn og sýknaði íslenska ríkið. Koma verður í ljós hvort Fögrusalir ætli að áfrýja niðurstöðunni til Landsréttar, hins nýja áfrýjunardómstóls, sem tæki þá málið fyrir á næsta ári.Jökulsárlón var friðað síðastliðið sumar og nær Vatnajökulsþjóðgarður nú frá hæsta tindi jökulsins og niður í fjöru. Dómur Héraðsdóms Suðurlands hefur ekki enn verið birtur á vefsíðu dómstólsins. Fjármálaráðuneytið greindi frá niðurstöðunni á Facebook í dag. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ríkið vill tekjur af Jökulsárlóni Fjármálaráðuneytið segir mikilvægt að ríkið fái tekjur af Felli í „eðlilegu hlutfalli við þann mikla kostnað sem lagt hefur verið í vegna kaupa á jörðinni“. 15. júlí 2017 07:00 Sýslumaður segir ríkið eiga Fell Anna Birna Þráinsdóttir segir ríkið vera réttmætan eiganda Fells í Suðursveit. Fresturinn hafi ekki verið liðinn. Telur starfsmann sinn ekki hafa aðhafst rangt í málinu. 12. janúar 2017 11:47 Uppboði Jökulsárslóns frestað Skýrist innan tveggja vikna hvort niðurstaðan standi. Landvernd skorar á ríkisstjórnina að kaupa jörðina. 14. apríl 2016 11:33 Vatnajökulsþjóðgarður nær nú frá hæsta tindi og niður í fjöru Jökulsárlón og nærliggjandi svæði voru friðlýst í dag. 25. júlí 2017 14:22 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fleiri fréttir Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Sjá meira
Íslenska ríkið hefur verið sýknað í héraðsdómi af kröfu Fögrusala ehf sem taldi ríkissjóð hafa brugðist of seint við að nýta forkaupsrétt sinn til kaupa á jörðinni Felli í Suðursveit sem liggur að Jökulsárlóni. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Suðurlands á föstudag. Fögrusalir keyptu jörðina Fell þann 4. nóvember 2016. Íslenska ríkið hafði í framhaldinu sextíu daga til að ganga inn í kauptilboðið þar sem ríkið hafði forkaupsrétt á jörðinni. 66 dagar liðu þar til ríkið gekk inn í tilboðið þann 9. janúar. Jörðin er á náttúruminjaskrá en eins og öllum er kunnugt er Jökulsárlón einn mest sótti ferðamannastaður landsins. Ríkið greiddi rúman einn og hálfan milljarða króna fyrir jörðina en gert var ráð fyrir kaupunum í fjáraukalögum. Brúðhjón fóru út á ísinn við Jökulsárlón á dögunum. Töluverð umræða hefur verið um slysahættu og öryggi ferðafólks við náttúruperluna.Ragnar Unnarsson Fögrusalir gerðu athugasemdir við að sýslumaður hefði afgreitt kaup ríkisins að liðnum 66 dögum. Héraðsdómur Suðurlands taldi ágreiningin ekki eiga við um nauðungarsölulögin og vísaði málinu frá dómi. Hæstiréttur staðfesti þá niðurstöðu og fóru Fögrusalir í almennt mál. Niðurstaða í því máli var kveðinn upp í héraði á föstudaginn og sýknaði íslenska ríkið. Koma verður í ljós hvort Fögrusalir ætli að áfrýja niðurstöðunni til Landsréttar, hins nýja áfrýjunardómstóls, sem tæki þá málið fyrir á næsta ári.Jökulsárlón var friðað síðastliðið sumar og nær Vatnajökulsþjóðgarður nú frá hæsta tindi jökulsins og niður í fjöru. Dómur Héraðsdóms Suðurlands hefur ekki enn verið birtur á vefsíðu dómstólsins. Fjármálaráðuneytið greindi frá niðurstöðunni á Facebook í dag.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ríkið vill tekjur af Jökulsárlóni Fjármálaráðuneytið segir mikilvægt að ríkið fái tekjur af Felli í „eðlilegu hlutfalli við þann mikla kostnað sem lagt hefur verið í vegna kaupa á jörðinni“. 15. júlí 2017 07:00 Sýslumaður segir ríkið eiga Fell Anna Birna Þráinsdóttir segir ríkið vera réttmætan eiganda Fells í Suðursveit. Fresturinn hafi ekki verið liðinn. Telur starfsmann sinn ekki hafa aðhafst rangt í málinu. 12. janúar 2017 11:47 Uppboði Jökulsárslóns frestað Skýrist innan tveggja vikna hvort niðurstaðan standi. Landvernd skorar á ríkisstjórnina að kaupa jörðina. 14. apríl 2016 11:33 Vatnajökulsþjóðgarður nær nú frá hæsta tindi og niður í fjöru Jökulsárlón og nærliggjandi svæði voru friðlýst í dag. 25. júlí 2017 14:22 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fleiri fréttir Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Sjá meira
Ríkið vill tekjur af Jökulsárlóni Fjármálaráðuneytið segir mikilvægt að ríkið fái tekjur af Felli í „eðlilegu hlutfalli við þann mikla kostnað sem lagt hefur verið í vegna kaupa á jörðinni“. 15. júlí 2017 07:00
Sýslumaður segir ríkið eiga Fell Anna Birna Þráinsdóttir segir ríkið vera réttmætan eiganda Fells í Suðursveit. Fresturinn hafi ekki verið liðinn. Telur starfsmann sinn ekki hafa aðhafst rangt í málinu. 12. janúar 2017 11:47
Uppboði Jökulsárslóns frestað Skýrist innan tveggja vikna hvort niðurstaðan standi. Landvernd skorar á ríkisstjórnina að kaupa jörðina. 14. apríl 2016 11:33
Vatnajökulsþjóðgarður nær nú frá hæsta tindi og niður í fjöru Jökulsárlón og nærliggjandi svæði voru friðlýst í dag. 25. júlí 2017 14:22