Fordæmdi fréttir um dómara Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 25. nóvember 2017 07:00 Skúli Magnússon er ekki sáttur við umfjöllun Fréttablaðsins um launakjör dómara. Vísir/anton brink Skúli Magnússon, formaður Dómarafélags Íslands vandaði fjölmiðlum ekki kveðjurnar á aðalfundi félagsins sem fram fór í Safnahúsinu í gær. Varði hann stærstum hluta setningarræðu sinnar í umfjöllun Fréttablaðsins um launakjör og fjárhagslega hagsmuni dómara í lok ársins 2015 og á fyrrihluta árs 2016. Formaðurinn fullyrti að fréttir blaðsins af launahækkunum hefðu verið rangar, þrátt fyrir að bæði Fjölmiðlanefnd og Siðanefnd Blaðamanna hafi fjallað um þær í kjölfar kæru Dómarafélagsins og úrskurðað Fréttablaðinu í vil í báðum tilvikum. Um fréttir Fréttablaðsins af launahækkunum dómara sagði Skúli: „Ítrekað voru fluttar fréttir af margra tuga prósenta launahækkana dómara þegar allir þeir sem vildu kynna sér málið gátu séð að raunveruleg hækkun á launum dómara samkvæmt úrskurði kjararáðs í ársbyrjun 2015 hafði numið 6-7 prósentum.“ Umfjöllun þessa sagði Skúli þjóna „þeim augljósa tilgangi að skapa þá mynd af dómurum hjá almenningi að þeir væru einhverskonar forréttindafólk“. Skúli hélt áfram og sagði: „Það var ekki fyrr en skrif blaðsins voru kærð til Siðanefndar Blaðamannafélags Íslands sem þessu linnti en þá var nýr þráður fundinn hjá Fréttablaðinu til að rægja dómara,“ sagði Skúli. Siðanefnd Blaðamannafélagsins komst hins vegar að þeirri niðurstöðu, þann 19. apríl 2016 um kæru Skúla og Dómarafélagsins, að fréttaflutningur blaðsins hefði verið efnislega réttur og blaðið því ekki brotið siðareglur Blaðamannafélags Íslands. Skúli kvartaði einnig til Fjölmiðlanefndar vegna umfjöllunar blaðsins. Í svari hennar kom fram að ágreiningslaust væri að grunnlaun og þar með eftirlaun dómara hefði hækkað um annars vegar 38 prósent á árinu 2015 og að hlutfallsleg hækkun á grunnlaunum og þar með eftirlaunum hefðu numið 26 prósentum með ákvörðun kjararáðs 18. desember 2016. Umræddar fréttir blaðsins hafi því ekki innihaldið efnislegar rangfærslur. Skúli gerði umfjöllun Fréttablaðsins um hlutafjáreign dómara einnig að sérstöku umtalsefni á fundinum og vísaði til umfjöllunar blaðsins frá því í desember í fyrra. „Upphaflega var fréttin sú að tilteknir dómarar, þar á meðal forseti Hæstaréttar, hefðu ekki tilkynnt um hlutabréfaeign sína samkvæmt gildandi lögum og reglum en sá fréttaflutningur reyndist þó fljótt haldlaus, að minnsta kosti að öllu verulegu leyti,“ sagði Skúli og bætti við að næst hefði blaðið hafið umfjöllun um vanhæfi dómara í málum þess banka sem þeir áttu þessi hlutabréf í og þátttöku þeirra í afgreiðslu þeirra mála. „Og enn og aftur var boltinn gefinn upp um að reglur á Íslandi um aukastörf dómara og skráningu þessara starfa væri með einhverjum hætti stórgallaðar og frábrugðnar því sem almennt tíðkast. Almenningur átti að fá það á tilfinninguna að eitthvað meiriháttar væri að hjá dómstólunum,“ sagði Skúli. Af ummælum Reimars Péturssonar, formanns Lögmannafélags Íslands, verður ekki annað ráðið en hann álíti fréttaflutning Fréttablaðsins á rökum reistan, en hann ávarpaði einnig fund dómaranna og brást að nokkru leyti við erindi formannsins. „Meðferð nefndar um dómara og hagsmunaskráningu virðist hafa verið ófullnægjandi og einstakir dómarar vanræktu tilkynningarskyldu sína. Ýmis álitaefni eru uppi um hæfi dómara í einstaka málum. Um þetta þarf að fjalla,“ sagði Reimar. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Fleiri fréttir Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Sjá meira
Skúli Magnússon, formaður Dómarafélags Íslands vandaði fjölmiðlum ekki kveðjurnar á aðalfundi félagsins sem fram fór í Safnahúsinu í gær. Varði hann stærstum hluta setningarræðu sinnar í umfjöllun Fréttablaðsins um launakjör og fjárhagslega hagsmuni dómara í lok ársins 2015 og á fyrrihluta árs 2016. Formaðurinn fullyrti að fréttir blaðsins af launahækkunum hefðu verið rangar, þrátt fyrir að bæði Fjölmiðlanefnd og Siðanefnd Blaðamanna hafi fjallað um þær í kjölfar kæru Dómarafélagsins og úrskurðað Fréttablaðinu í vil í báðum tilvikum. Um fréttir Fréttablaðsins af launahækkunum dómara sagði Skúli: „Ítrekað voru fluttar fréttir af margra tuga prósenta launahækkana dómara þegar allir þeir sem vildu kynna sér málið gátu séð að raunveruleg hækkun á launum dómara samkvæmt úrskurði kjararáðs í ársbyrjun 2015 hafði numið 6-7 prósentum.“ Umfjöllun þessa sagði Skúli þjóna „þeim augljósa tilgangi að skapa þá mynd af dómurum hjá almenningi að þeir væru einhverskonar forréttindafólk“. Skúli hélt áfram og sagði: „Það var ekki fyrr en skrif blaðsins voru kærð til Siðanefndar Blaðamannafélags Íslands sem þessu linnti en þá var nýr þráður fundinn hjá Fréttablaðinu til að rægja dómara,“ sagði Skúli. Siðanefnd Blaðamannafélagsins komst hins vegar að þeirri niðurstöðu, þann 19. apríl 2016 um kæru Skúla og Dómarafélagsins, að fréttaflutningur blaðsins hefði verið efnislega réttur og blaðið því ekki brotið siðareglur Blaðamannafélags Íslands. Skúli kvartaði einnig til Fjölmiðlanefndar vegna umfjöllunar blaðsins. Í svari hennar kom fram að ágreiningslaust væri að grunnlaun og þar með eftirlaun dómara hefði hækkað um annars vegar 38 prósent á árinu 2015 og að hlutfallsleg hækkun á grunnlaunum og þar með eftirlaunum hefðu numið 26 prósentum með ákvörðun kjararáðs 18. desember 2016. Umræddar fréttir blaðsins hafi því ekki innihaldið efnislegar rangfærslur. Skúli gerði umfjöllun Fréttablaðsins um hlutafjáreign dómara einnig að sérstöku umtalsefni á fundinum og vísaði til umfjöllunar blaðsins frá því í desember í fyrra. „Upphaflega var fréttin sú að tilteknir dómarar, þar á meðal forseti Hæstaréttar, hefðu ekki tilkynnt um hlutabréfaeign sína samkvæmt gildandi lögum og reglum en sá fréttaflutningur reyndist þó fljótt haldlaus, að minnsta kosti að öllu verulegu leyti,“ sagði Skúli og bætti við að næst hefði blaðið hafið umfjöllun um vanhæfi dómara í málum þess banka sem þeir áttu þessi hlutabréf í og þátttöku þeirra í afgreiðslu þeirra mála. „Og enn og aftur var boltinn gefinn upp um að reglur á Íslandi um aukastörf dómara og skráningu þessara starfa væri með einhverjum hætti stórgallaðar og frábrugðnar því sem almennt tíðkast. Almenningur átti að fá það á tilfinninguna að eitthvað meiriháttar væri að hjá dómstólunum,“ sagði Skúli. Af ummælum Reimars Péturssonar, formanns Lögmannafélags Íslands, verður ekki annað ráðið en hann álíti fréttaflutning Fréttablaðsins á rökum reistan, en hann ávarpaði einnig fund dómaranna og brást að nokkru leyti við erindi formannsins. „Meðferð nefndar um dómara og hagsmunaskráningu virðist hafa verið ófullnægjandi og einstakir dómarar vanræktu tilkynningarskyldu sína. Ýmis álitaefni eru uppi um hæfi dómara í einstaka málum. Um þetta þarf að fjalla,“ sagði Reimar.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Fleiri fréttir Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Sjá meira