Kristinn: Fannst þetta gott næsta skref eftir að ræða við Óla Tómas Þór Þórðarson skrifar 24. nóvember 2017 15:15 Kristinn Steindórsson er kominn heim en hann skrifaði undir tveggja ára samning við FH í Kaplakrika í dag og spilar með liðinu í Pepsi-deildinni á næstu leiktíð. Kristinn fór út í atvinnumennsku fyrir fimm árum og er búinn að spila í Svíþjóð og í Bandaríkjunum en hann rifti samningi sínum við Sundsvall á dögunum og segir þessi félagaskipti í Hafnarfjörðinn ekki hafa haft langan aðdraganda. „Ekki langan. Eins og flestir vita var tímabilið að klárast út í Svíþjóð fyrir um tveimur til þremur vikum og svo kom það í ljós að ég myndi fara frá Sundsvall. Eftir það gerðist þetta ansi hratt,“ segir Kristinn. „Það er ekki það að ég vildi ekki vera úti. Þetta var meira að ég vildi komast frá Sundsvall og prófa eitthvað nýtt. Þegar að þetta kom upp með FH fannst mér það mjög spennandi. Eftir að hafa rætt við Óla og aðra hjá FH fannst mér þetta gott næsta skref.“ Kristinn er annar Blikinn úr meistaraliðinu 2010 sem kemur heim úr atvinnumennsku í vetur og gengur í raðir FH en áður var Guðmundur Kristjánsson kominn frá Start. „Það skapast einhver umræða um þetta allt saman og þá stráka sem að voru þar þegar að við unnum titlana. Af hverju FH? Ég þekki Óla frá mínum tíma í Breiðablik og hafði hug á að starfa með honum aftur. Svo líst mér bara mjög vel á allt annað hjá FH. Þetta er lið sem sættir sig ekki við að vinna ekki,“ segir Kristinn, en hann ræddi aðeins við uppeldisfélagið. „Ég heyrði aðeins í þeim en það fóru engar viðræður í gang. Ég ræddi eiginlega bara við FH þar sem það var það sem ég vildi.“ Kristni gekk sjálfum ágætlega á tímabilinu í Svíþjóð þrátt fyrir að liðið væri í bullandi fallbaráttu en nú vonast hann til að komast aftur almennilega af stað í sóknarsinnuðu liði. „Hlutirnir gengu ekki alveg eins og ég vildi í Bandaríkjunum og svo tók ég meiðsli með mér yfir til Svíþjóðar. Fyrra tímabilið hjá Sundsvall var brösótt en ég fékk að spila í ár og það gekk vel þrátt fyrir að liðinu gekk ekki vel,“ segir hann. „Maður þarf að endurræsa sig aðeins og vera í liði sem er meira í því að sækja heldur en að verjast. Ég hlakka bara til að komast heim og koma mér í stand og fara út á völl og spila minn leik,“ segir Kristinn Steindórsson. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Kristinn og Castillion búnir að semja við FH FH samdi við tvo risastóra bita í Kaplakrika í dag. 24. nóvember 2017 14:15 Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Fleiri fréttir Í beinni: Afturelding - KA | Langt frá síðasta sigri Mosfellinga Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Sjá meira
Kristinn Steindórsson er kominn heim en hann skrifaði undir tveggja ára samning við FH í Kaplakrika í dag og spilar með liðinu í Pepsi-deildinni á næstu leiktíð. Kristinn fór út í atvinnumennsku fyrir fimm árum og er búinn að spila í Svíþjóð og í Bandaríkjunum en hann rifti samningi sínum við Sundsvall á dögunum og segir þessi félagaskipti í Hafnarfjörðinn ekki hafa haft langan aðdraganda. „Ekki langan. Eins og flestir vita var tímabilið að klárast út í Svíþjóð fyrir um tveimur til þremur vikum og svo kom það í ljós að ég myndi fara frá Sundsvall. Eftir það gerðist þetta ansi hratt,“ segir Kristinn. „Það er ekki það að ég vildi ekki vera úti. Þetta var meira að ég vildi komast frá Sundsvall og prófa eitthvað nýtt. Þegar að þetta kom upp með FH fannst mér það mjög spennandi. Eftir að hafa rætt við Óla og aðra hjá FH fannst mér þetta gott næsta skref.“ Kristinn er annar Blikinn úr meistaraliðinu 2010 sem kemur heim úr atvinnumennsku í vetur og gengur í raðir FH en áður var Guðmundur Kristjánsson kominn frá Start. „Það skapast einhver umræða um þetta allt saman og þá stráka sem að voru þar þegar að við unnum titlana. Af hverju FH? Ég þekki Óla frá mínum tíma í Breiðablik og hafði hug á að starfa með honum aftur. Svo líst mér bara mjög vel á allt annað hjá FH. Þetta er lið sem sættir sig ekki við að vinna ekki,“ segir Kristinn, en hann ræddi aðeins við uppeldisfélagið. „Ég heyrði aðeins í þeim en það fóru engar viðræður í gang. Ég ræddi eiginlega bara við FH þar sem það var það sem ég vildi.“ Kristni gekk sjálfum ágætlega á tímabilinu í Svíþjóð þrátt fyrir að liðið væri í bullandi fallbaráttu en nú vonast hann til að komast aftur almennilega af stað í sóknarsinnuðu liði. „Hlutirnir gengu ekki alveg eins og ég vildi í Bandaríkjunum og svo tók ég meiðsli með mér yfir til Svíþjóðar. Fyrra tímabilið hjá Sundsvall var brösótt en ég fékk að spila í ár og það gekk vel þrátt fyrir að liðinu gekk ekki vel,“ segir hann. „Maður þarf að endurræsa sig aðeins og vera í liði sem er meira í því að sækja heldur en að verjast. Ég hlakka bara til að komast heim og koma mér í stand og fara út á völl og spila minn leik,“ segir Kristinn Steindórsson. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Kristinn og Castillion búnir að semja við FH FH samdi við tvo risastóra bita í Kaplakrika í dag. 24. nóvember 2017 14:15 Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Fleiri fréttir Í beinni: Afturelding - KA | Langt frá síðasta sigri Mosfellinga Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Sjá meira
Kristinn og Castillion búnir að semja við FH FH samdi við tvo risastóra bita í Kaplakrika í dag. 24. nóvember 2017 14:15