Umfjöllun: Tékkland - Ísland 89-69 | Slök hittni í Tékklandi gerði útslagið Anton Ingi Leifsson skrifar 24. nóvember 2017 18:30 Haukur Helgi Pálsson. Vísir/Getty Ísland tapaði fyrir Tékklandi í fyrsta leik undankeppni HM í körfubolta, en leikið var ytra í dag. Lokatölur urðu x-x eftir að Tékkarnir höfðu leitt með níu stigum í hálfleik, 39-30. Fyrri hálfleikurinn var í miklu jafnvægi. Okkar menn gátu varla keypt sér þriggja stiga körfu, en fyrsta þriggja stiga karfan kom ekki fyrr en seint í öðrum leikhluta þegar Kári Jónsson negldi niður þrist. Á meðan Tékkarnir voru að hitta vel, en þeir voru að hreyfa boltann vel og fá opin skot. Sóknarleikurinn gekk nokkuð erfiðlega, en Martin Hermannsson bar hann á herðum sér. Hann var kominn með 14 af 30 stigum Íslands í hálfleik, en undir körfunni lentu okkar menn í miklum vandræðum. Tryggvi Snær Hlinason og Pavel Ermolinskij voru báðir ekki með í kvöld auk fleiri leikmanna og Hlynur var kominn með tvær villur snemma. Það munar um minna um hvern einasta mann í frákastabaráttunni í eins jöfnum leik og í kvöld. Tékkar höfðu tekið níu sóknarfráköst strax í fyrri hálfleik og voru oftar en ekki að fá tvö til þrjú tækifæri í hverri sókn, en það tekur á að þurfa að standa í vörn í lengri, lengri tíma. Þegar liðin gengu til búningsherbergja var þó munurinn ekki nema níu stig, 39-30. Ísland var vel inn í leiknum og ljóst að það þyrfti aðeins að kveikna á þriggja stiga vélinni til þess að þetta gæti orðið hörkuleikur. Einnig þyrftu okkar menn að stíga örlítið betur út eða að minnsta kosti gera enn betri tilraunir til þess. Í þriðja leikhluta skánaði ekki þriggja stiga nýtingin. Tékkarnir voru áfram að hitta betur og taka sóknarfráköstin, en um leið og Ísland átti góðan sprett þá svöruðu Tékkarnir yfirleitt með þristi um leið og slökktu þannig á gestunum. Kristófer Acox steig ágætlega upp í þriðja leikhlutanum, en gestirnir voru alltaf skrefi á undan þó að íslenska liðið hafi aldrei verið langt undan. Illa gekk að koma Hauk Helga inn í leikinn og þegar hann fékk færi náði hann ekki að nýta sér þau. Það munar um minna. Okkur gekk illa að gera góð, löng áhlaup á þá og hittnin var, eins og áður segir, ekki góð. Þegar þriðja leikhlutanum lauk, var munurinn þó ekki nema níu stig, 60-51, og allt opið fyrir síðasta leikhlutann, sem var í raun lygilegt miðað við hittni Íslands fyrir utan þriggja stiga línuna. Í fjórða leikhlutanum voru bara Tékkarnir einfaldlega sterkari eins og þeir höfðu gert allan leikinn. Íslensku strákarnir reyndu og reyndu, en allt kom fyrir ekki og tap staðreynd í Pardubice í Tékklandi, 89-69. Þegar allt er talið upp úr pokanum er ljóst að þriggja stiga nýtingin vegur ansi þungt, en þegar flautan gall í lok leiks var ljóst að einungis fjórir þristar af 24 fóru ofan í hjá Íslandi (16,67%) á meðan Tékkarnir hittu 9 af 22 (40,91%). Einnig það að Tékkarnir voru að frákasta ansi vel. Við vissum að þar yrði á rammann reipann að draga með Tryggva í burtu, auk Pavels og fleiri manna sem eru öflugir að hirða boltann undan körfunni. Martin Hermannsson var langbesti leikmaður Íslands í dag, en hann dró vagninn áfram. Tékkarnir réðu ekkert við hann og skoraði hann að endingu 29 stig. Kristófer stóð honum næstur með 12 stig og átta fráköst. Jákvætt var einnig að sjá innkomu Kára Jónssonar. Hann skoraði þrjá af fjórum þristum Íslands og spilaði af miklum dugnaði. Þar er kominn piltur sem er klárlega framtíðarmaður í íslenska landsliðinu. Án eins sterkra leikmanna og Pavels og Jón Arnórs hefðum við þurft meira framlag frá leikmönnum á borð við Loga Gunnarsson, Jakob Sigurðarson og Hauk Helga. Þeir skoruðu allir samtals fjögur stig, en Jakob skoruðu þau öll fjögur. Það er skammt stórra högga á milli hjá Íslandi, en strax á mánudaginn mætir liðið Búlgaríu í Laugardalshöll. Það er um að gera fyrir íslenska körfuboltaáhugamenn að flykkjast í Laugardalshöll og styðja Íslandi í átt að mikilvægum tveimur stigum. Körfubolti
Ísland tapaði fyrir Tékklandi í fyrsta leik undankeppni HM í körfubolta, en leikið var ytra í dag. Lokatölur urðu x-x eftir að Tékkarnir höfðu leitt með níu stigum í hálfleik, 39-30. Fyrri hálfleikurinn var í miklu jafnvægi. Okkar menn gátu varla keypt sér þriggja stiga körfu, en fyrsta þriggja stiga karfan kom ekki fyrr en seint í öðrum leikhluta þegar Kári Jónsson negldi niður þrist. Á meðan Tékkarnir voru að hitta vel, en þeir voru að hreyfa boltann vel og fá opin skot. Sóknarleikurinn gekk nokkuð erfiðlega, en Martin Hermannsson bar hann á herðum sér. Hann var kominn með 14 af 30 stigum Íslands í hálfleik, en undir körfunni lentu okkar menn í miklum vandræðum. Tryggvi Snær Hlinason og Pavel Ermolinskij voru báðir ekki með í kvöld auk fleiri leikmanna og Hlynur var kominn með tvær villur snemma. Það munar um minna um hvern einasta mann í frákastabaráttunni í eins jöfnum leik og í kvöld. Tékkar höfðu tekið níu sóknarfráköst strax í fyrri hálfleik og voru oftar en ekki að fá tvö til þrjú tækifæri í hverri sókn, en það tekur á að þurfa að standa í vörn í lengri, lengri tíma. Þegar liðin gengu til búningsherbergja var þó munurinn ekki nema níu stig, 39-30. Ísland var vel inn í leiknum og ljóst að það þyrfti aðeins að kveikna á þriggja stiga vélinni til þess að þetta gæti orðið hörkuleikur. Einnig þyrftu okkar menn að stíga örlítið betur út eða að minnsta kosti gera enn betri tilraunir til þess. Í þriðja leikhluta skánaði ekki þriggja stiga nýtingin. Tékkarnir voru áfram að hitta betur og taka sóknarfráköstin, en um leið og Ísland átti góðan sprett þá svöruðu Tékkarnir yfirleitt með þristi um leið og slökktu þannig á gestunum. Kristófer Acox steig ágætlega upp í þriðja leikhlutanum, en gestirnir voru alltaf skrefi á undan þó að íslenska liðið hafi aldrei verið langt undan. Illa gekk að koma Hauk Helga inn í leikinn og þegar hann fékk færi náði hann ekki að nýta sér þau. Það munar um minna. Okkur gekk illa að gera góð, löng áhlaup á þá og hittnin var, eins og áður segir, ekki góð. Þegar þriðja leikhlutanum lauk, var munurinn þó ekki nema níu stig, 60-51, og allt opið fyrir síðasta leikhlutann, sem var í raun lygilegt miðað við hittni Íslands fyrir utan þriggja stiga línuna. Í fjórða leikhlutanum voru bara Tékkarnir einfaldlega sterkari eins og þeir höfðu gert allan leikinn. Íslensku strákarnir reyndu og reyndu, en allt kom fyrir ekki og tap staðreynd í Pardubice í Tékklandi, 89-69. Þegar allt er talið upp úr pokanum er ljóst að þriggja stiga nýtingin vegur ansi þungt, en þegar flautan gall í lok leiks var ljóst að einungis fjórir þristar af 24 fóru ofan í hjá Íslandi (16,67%) á meðan Tékkarnir hittu 9 af 22 (40,91%). Einnig það að Tékkarnir voru að frákasta ansi vel. Við vissum að þar yrði á rammann reipann að draga með Tryggva í burtu, auk Pavels og fleiri manna sem eru öflugir að hirða boltann undan körfunni. Martin Hermannsson var langbesti leikmaður Íslands í dag, en hann dró vagninn áfram. Tékkarnir réðu ekkert við hann og skoraði hann að endingu 29 stig. Kristófer stóð honum næstur með 12 stig og átta fráköst. Jákvætt var einnig að sjá innkomu Kára Jónssonar. Hann skoraði þrjá af fjórum þristum Íslands og spilaði af miklum dugnaði. Þar er kominn piltur sem er klárlega framtíðarmaður í íslenska landsliðinu. Án eins sterkra leikmanna og Pavels og Jón Arnórs hefðum við þurft meira framlag frá leikmönnum á borð við Loga Gunnarsson, Jakob Sigurðarson og Hauk Helga. Þeir skoruðu allir samtals fjögur stig, en Jakob skoruðu þau öll fjögur. Það er skammt stórra högga á milli hjá Íslandi, en strax á mánudaginn mætir liðið Búlgaríu í Laugardalshöll. Það er um að gera fyrir íslenska körfuboltaáhugamenn að flykkjast í Laugardalshöll og styðja Íslandi í átt að mikilvægum tveimur stigum.
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum