Innlent

Hundrað þúsund ljósaperur á svellinu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Þriðja árið í röð geta ungir sem aldnir rennt sér á skautum á Ingólfstorgi.
Þriðja árið í röð geta ungir sem aldnir rennt sér á skautum á Ingólfstorgi. Vísir/Ernir
Uppsetning er hafin á skautasvelli á Ingólfstorgi en svellið verður opnað klukkan 19 föstudaginn 1. desember. Opið verður alla daga til og með 23. desember frá klukkan 12 til 22. Svellið er samstarfsverkefni, Nova, Reykjavíkurborgar og Samsung.

Í fréttatilkynningu segir að jólaþorp komi til með að umlykja svellið þar sem skreytingar og tónlist skapa rétta jólaandann og geta gestir keypt sér mat, drykk og annað góðgæti. Í fyrra voru 40 þúsund ljósaperur á svellinu en þeim verður fjölgað í 60 þúsund í ár. Alls verða eitt hundrað þúsund ljósaperur á tveimur ljósaþökum yfir svellinu. 

Boðað er til skemmtilegra uppákoma opnunarkvöldið. Frítt verður inn á svellið fyrir þá sem koma með eigin búnað en þeir gestir sem leigja hjálma og skauta greiða kr. 990,- fyrir klukkustundina (kr. 790,- ef greitt er með AUR appi). 

Börn og byrjendur geta einnig leigt skautagrind til að koma sér af stað og kostar slík kr. 990,- fyrir klukkustundina.

Þetta er þriðja árið í röð sem skautasvell er á Ingólfstorgi í desember. Að neðan má sjá frétt Stöðvar 2 frá því þegar svellið var opnað árið 2015. 


Tengdar fréttir

Skil milli dags og nætur að mást út

Þrátt fyrir skilvirkari LED-ljós lýsa menn upp enn stærri svæði og enn bjartar en áður. Vísindamenn hafa áhyggjur af áhrifunum á heilsu manna og umhverfið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×