Gamli KR-ingurinn sagði „nei takk“ við Lars Lagerbäck Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. nóvember 2017 11:00 André Hansen. Vísir/EPA Norski markvörðurinn André Hansen er hættur að gefa kost á sér í norska fótboltalandsliðið og ætlar bara að einbeita sér að spila með Rosenborg. Hansen er þó bara 27 ára gamall og ætti sem markvörður að eiga mörg ár eftir en hann hefur tekið þá ákvörðun að hætta í landsliðinu. Hansen hefur verið í hópnum hjá Lars Lagerbäck en ekki fengið mörg tækifæri inn á vellinum. Hansen hefur aðeins spilað þrjá A-landsleiki á ferlinum. André Hansen sagði frá þessari ákvörðun sinni í viðtali við Nettavisen eftir tap Rosenborg á móti Real Sociedad í Evrópudeildinni í gærkvöldi. „Ég er hættur í landsliðinu. Ég hringdi í þá og lét vita áður en síðasti hópurinn var valinn,“ sagði André Hansen í viðtalinu við Nettavisen. Við Íslendingar og þá sérstaklega KR-ingar kannast vel við kappann. André Hansen lék nefnilega á sínum tíma átta leiki með KR í úrvalsdeildinni 2009. Hansen stóð sig mjög vel og varði meðal annars þrjár vítaspyrnur þetta sumar. Hansen var þá aðeins tvítugur en hann fékk sitt fyrsta alvöru tækifæri í norsku deildinni með Odd Grenland. Hansen hefur spilað með Rosenborg frá árinu 2015. „Ég hef verið í fimm og hálft ár í landsliðinu en hef aldrei verið nálægt því að vera umræðunni um að fá að spila. Það er tímafrekt að vera í landsliðinu, ég er að eldast og er farinn að hugsa meira um að hvíla skrokkinn,“ sagði André Hansen en hann vill nú eyða tímanum frekar með fjölskyldunni en að sitja á bekknum hjá Lars Lagerbäck. André Hansen talaði þó ekki við Lars Lagerbäck sjálfan heldur sagði aðeins markvarðarþjálfara norska landsliðsins frá ákvörðun sinni. Það eru samt ekki allir sem segja „nei takk“ við Lars Lagerbäck en Hansen er greinilega búinn að fá sinn skammt af aukahlutverkum með landsliðinu. EM 2020 í fótbolta Fótbolti Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Sjá meira
Norski markvörðurinn André Hansen er hættur að gefa kost á sér í norska fótboltalandsliðið og ætlar bara að einbeita sér að spila með Rosenborg. Hansen er þó bara 27 ára gamall og ætti sem markvörður að eiga mörg ár eftir en hann hefur tekið þá ákvörðun að hætta í landsliðinu. Hansen hefur verið í hópnum hjá Lars Lagerbäck en ekki fengið mörg tækifæri inn á vellinum. Hansen hefur aðeins spilað þrjá A-landsleiki á ferlinum. André Hansen sagði frá þessari ákvörðun sinni í viðtali við Nettavisen eftir tap Rosenborg á móti Real Sociedad í Evrópudeildinni í gærkvöldi. „Ég er hættur í landsliðinu. Ég hringdi í þá og lét vita áður en síðasti hópurinn var valinn,“ sagði André Hansen í viðtalinu við Nettavisen. Við Íslendingar og þá sérstaklega KR-ingar kannast vel við kappann. André Hansen lék nefnilega á sínum tíma átta leiki með KR í úrvalsdeildinni 2009. Hansen stóð sig mjög vel og varði meðal annars þrjár vítaspyrnur þetta sumar. Hansen var þá aðeins tvítugur en hann fékk sitt fyrsta alvöru tækifæri í norsku deildinni með Odd Grenland. Hansen hefur spilað með Rosenborg frá árinu 2015. „Ég hef verið í fimm og hálft ár í landsliðinu en hef aldrei verið nálægt því að vera umræðunni um að fá að spila. Það er tímafrekt að vera í landsliðinu, ég er að eldast og er farinn að hugsa meira um að hvíla skrokkinn,“ sagði André Hansen en hann vill nú eyða tímanum frekar með fjölskyldunni en að sitja á bekknum hjá Lars Lagerbäck. André Hansen talaði þó ekki við Lars Lagerbäck sjálfan heldur sagði aðeins markvarðarþjálfara norska landsliðsins frá ákvörðun sinni. Það eru samt ekki allir sem segja „nei takk“ við Lars Lagerbäck en Hansen er greinilega búinn að fá sinn skammt af aukahlutverkum með landsliðinu.
EM 2020 í fótbolta Fótbolti Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn