Douglas fékk mikla gagnrýni fyrir ummæli sín um liðsfélaga sinn, Aly Raisman, sem hefur einnig sakað Nassar um misnotkun.
Douglas var sökuð um drusluskömmun en í færslu á Twitter ýjaði hún að því að konur gæfu færi á sér með því að klæðast á ákveðinn hátt. Meðal þeirra sem gagnrýndu Douglas fyrir ummælin var liðsfélagi hennar, Simone Biles.
shocks me that I'm seeing this but it doesn't surprise me... honestly seeing this brings me to tears bc as your teammate I expected more from you & to support her. I support you Aly & all the other women out there!
— Simone Biles (@Simone_Biles) November 17, 2017
STAY STRONG pic.twitter.com/CccTzhyPcb
„Ég leit ekki á ummæli mín sem fórnarlambsskömmun því ég veit að sama hversu þú klæðist, þá gefur það ENGUM rétt til að áreita eða misnota þig. Þetta er eins og að segja að það væri okkur að kenna að Larry Nassar misnotaði okkur út af búningunum sem við klæðumst,“ skrifaði Douglas á Instagram.
Nassar situr í fangelsi í Michigan og verður þar væntanlega á næstunni. Yfir 100 konur hafa farið í mál við hann út af kynferðislegri misnotkun. Þá var hann gripinn með mikið magn af barnaklámi í tölvunni sinni á fyrir rúmu ári.