Nærri fjörutíu ára valdaskeið nú á enda Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 22. nóvember 2017 07:00 Starfsmenn þingsins glöddust þegar mynd af Mugabe var tekin niður af vegg í þingsalnum. Nordicphotos/AFP Robert Mugabe sagði af sér forsetaembætti í gær. Hann hafði verið við völd allt frá því hann tilkynnti um að nafni ríkisins Ródesíu skyldi breytt í Simbabve árið 1980. Mugabe varð forsætisráðherra en við stjórnarskrárbreytingar árið 1987 var forsetaembætti stofnað og settist Mugabe í stólinn. Þar sat hann þangað til í gær. Ekki er líklegt að Mugabe hyggi á endurkomu í stjórnmálin, enda 93 ára gamall. Þessari nærri fjögurra áratuga valdatíð Simbabvemannsins lauk í raun í síðustu viku þegar herinn tók völdin í landinu og hneppti Mugabe í stofufangelsi. Ljóst var að Mugabe yrði skipt út og var þrýstingurinn á forsetann fráfarandi mikill. Ástæðan fyrir aðgerðum hersins er talin ákvörðun Mugabe um að reka varaforsetann Emmerson Mnangagwa úr embætti. Sá þótti líklegur eftirmaður forsetans en Grace Mugabe forsetafrú sóttist einnig eftir forsetastólnum. Simbabveska þingið kom saman í gær og ræddi embættissviptingartillögu og ákæru á hendur Mugabe. En umræðunni um tillöguna var hætt þegar þingforsetinn Jacob Mudenda las bréf sem barst óvænt frá forseta. Þar tilkynnti Mugabe um afsögn sína, sagði ákvörðunina tekna af frjálsum vilja og að hún væri nauðsynleg svo hægt væri að skipta um stjórn með friðsamlegum hætti. Áður hafði Mugabe neitað að segja af sér. Mudenda sagði jafnframt að tilkynnt yrði um nýjan forseta á morgun. Talið er næstum öruggt að sá verði Mnangagwa. Miðað við myndir og myndskeið sem birtust af augnablikinu sem Mudenda las bréfið var meginþorri þingmanna kampakátur. Óhætt er að segja að fagnaðarlæti hafi brotist út á þinginu en yfirgnæfandi meirihluti var talinn fyrir embættissviptingartillögunni. Um það voru þingmenn stjórnarandstöðu og þingmenn ríkisstjórnarflokksins, og flokks Mugabe, Zanu-PF, flestir sammála. Á meðan heimspressan fjallaði um afsögnina og viðbrögð þingsins sýndi simbabveska ríkissjónvarpið, ZBC, þátt um landbúnað. Ríkisblaðið Herald var þó sneggra að greina frá fréttunum á vefsíðu sinni, en miðillinn þykir afar hliðhollur Zanu-PF. „Umræðurnar eru skyndilega hættar og nú lýsir þingforsetinn því yfir að þeim verði ekki haldið áfram. Hann segir að Mugabe forseti hafi sagt af sér. Fagnaðarlæti brjótast út í salnum og þingforsetinn á erfitt með að hafa hemil á viðstöddum,“ sagði í beinni lýsingu Herald. Þingmenn báru þungar sakir á Mugabe þegar rætt var um tillöguna. Monica Mutsvangwa, fyrsti flutningsmaður tillögunnar og þingmaður Zanu-PF, sagði að Mugabe væri orðinn gamall og að teyma þyrfti hann í gegnum hin ýmsu verk. Því væri hann ekki lengur hæfur til að gegna embættinu. Mutsvangwa sagði jafnframt að Mugabe hefði ekkert gert til að stemma stigu við spillingu í Simbabve. Í tillögunni sjálfri var Mugabe sagður hafa látið eiginkonu sína um störf forseta, til að mynda hafi henni verið leyft að skipa ráðherra. Var Mugabe sakaður um alvarleg afglöp í starfi, brot gegn stjórnarskránni og vanhæfi til að gegna starfi forseta sökum líkamlegs eða andlegs ástands. Ekki voru þó allir ósáttir við Mugabe. Ráðherra framhaldsmenntunar hjá menntamálaráðuneytinu, Jonathan Moyo, tísti eftirfarandi skilaboðum til fylgjenda sinna: „Það mun aldrei neinn líkjast félaga Robert Mugabe. Ég er þakklátur fyrir það tækifæri að hafa fengið að þjóna landi mínu undir leiðsögn hans. Ég er stoltur af því að hafa staðið með þessum stórkostlega leiðtoga á þessum erfiðu lokadögum forsetatíðar hans.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Fleiri fréttir Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Sjá meira
Robert Mugabe sagði af sér forsetaembætti í gær. Hann hafði verið við völd allt frá því hann tilkynnti um að nafni ríkisins Ródesíu skyldi breytt í Simbabve árið 1980. Mugabe varð forsætisráðherra en við stjórnarskrárbreytingar árið 1987 var forsetaembætti stofnað og settist Mugabe í stólinn. Þar sat hann þangað til í gær. Ekki er líklegt að Mugabe hyggi á endurkomu í stjórnmálin, enda 93 ára gamall. Þessari nærri fjögurra áratuga valdatíð Simbabvemannsins lauk í raun í síðustu viku þegar herinn tók völdin í landinu og hneppti Mugabe í stofufangelsi. Ljóst var að Mugabe yrði skipt út og var þrýstingurinn á forsetann fráfarandi mikill. Ástæðan fyrir aðgerðum hersins er talin ákvörðun Mugabe um að reka varaforsetann Emmerson Mnangagwa úr embætti. Sá þótti líklegur eftirmaður forsetans en Grace Mugabe forsetafrú sóttist einnig eftir forsetastólnum. Simbabveska þingið kom saman í gær og ræddi embættissviptingartillögu og ákæru á hendur Mugabe. En umræðunni um tillöguna var hætt þegar þingforsetinn Jacob Mudenda las bréf sem barst óvænt frá forseta. Þar tilkynnti Mugabe um afsögn sína, sagði ákvörðunina tekna af frjálsum vilja og að hún væri nauðsynleg svo hægt væri að skipta um stjórn með friðsamlegum hætti. Áður hafði Mugabe neitað að segja af sér. Mudenda sagði jafnframt að tilkynnt yrði um nýjan forseta á morgun. Talið er næstum öruggt að sá verði Mnangagwa. Miðað við myndir og myndskeið sem birtust af augnablikinu sem Mudenda las bréfið var meginþorri þingmanna kampakátur. Óhætt er að segja að fagnaðarlæti hafi brotist út á þinginu en yfirgnæfandi meirihluti var talinn fyrir embættissviptingartillögunni. Um það voru þingmenn stjórnarandstöðu og þingmenn ríkisstjórnarflokksins, og flokks Mugabe, Zanu-PF, flestir sammála. Á meðan heimspressan fjallaði um afsögnina og viðbrögð þingsins sýndi simbabveska ríkissjónvarpið, ZBC, þátt um landbúnað. Ríkisblaðið Herald var þó sneggra að greina frá fréttunum á vefsíðu sinni, en miðillinn þykir afar hliðhollur Zanu-PF. „Umræðurnar eru skyndilega hættar og nú lýsir þingforsetinn því yfir að þeim verði ekki haldið áfram. Hann segir að Mugabe forseti hafi sagt af sér. Fagnaðarlæti brjótast út í salnum og þingforsetinn á erfitt með að hafa hemil á viðstöddum,“ sagði í beinni lýsingu Herald. Þingmenn báru þungar sakir á Mugabe þegar rætt var um tillöguna. Monica Mutsvangwa, fyrsti flutningsmaður tillögunnar og þingmaður Zanu-PF, sagði að Mugabe væri orðinn gamall og að teyma þyrfti hann í gegnum hin ýmsu verk. Því væri hann ekki lengur hæfur til að gegna embættinu. Mutsvangwa sagði jafnframt að Mugabe hefði ekkert gert til að stemma stigu við spillingu í Simbabve. Í tillögunni sjálfri var Mugabe sagður hafa látið eiginkonu sína um störf forseta, til að mynda hafi henni verið leyft að skipa ráðherra. Var Mugabe sakaður um alvarleg afglöp í starfi, brot gegn stjórnarskránni og vanhæfi til að gegna starfi forseta sökum líkamlegs eða andlegs ástands. Ekki voru þó allir ósáttir við Mugabe. Ráðherra framhaldsmenntunar hjá menntamálaráðuneytinu, Jonathan Moyo, tísti eftirfarandi skilaboðum til fylgjenda sinna: „Það mun aldrei neinn líkjast félaga Robert Mugabe. Ég er þakklátur fyrir það tækifæri að hafa fengið að þjóna landi mínu undir leiðsögn hans. Ég er stoltur af því að hafa staðið með þessum stórkostlega leiðtoga á þessum erfiðu lokadögum forsetatíðar hans.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Fleiri fréttir Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Sjá meira