Mikil hætta á mjúkum pökkum í ár Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar 22. nóvember 2017 07:00 Það verður að teljast afar ólíklegt að Íslendingar fari í jólaköttinn í ár ef marka má söluna sem hefur verið á fatnaði og fylgihlutum síðustu misserin hér á landi. Miðnæturopnanir stóru verslunarmiðstöðvanna tveggja skiluðu mikilli sölu til íslenskra kaupmanna en H&M fékk einnig væna sneið af jólakökunni. Landslagið á fatamarkaðnum hefur breyst mikið síðasta árið með umfangsmiklum breytingum í verslunarmiðstöðvunum tveimur. Þar ber helst að nefna opnun H&M í báðum verslunarmiðstöðvum. Zara lokaði einnig annarri verslun sinni, Lindex hefur opnað fleiri nýjar verslanir og breytt og bætt verslunina í Smáralind. Next hefur að opnað aftur eftir að hafa fært verslun sína og Selected og Jack & Jones eru að opna aftur eftir miklar breytingar í Kringlunni. Í aðdraganda jóla er orðin hefð fyrir því að verslunarmiðstöðvarnar haldi miðnæturopnanir þar sem góð tilboð eru á flestum vörum. Miðvikudaginn 1. nóvember var Miðnæturopnun í Smáralind og Miðnætursprengja Kringlunnar fimmtudaginn 9. nóvember. Samkvæmt úrtaki Meniga áttu fleiri viðskipti sér stað í fatabúðunum í Miðnætursprengju Kringlunnar heldur en Miðnæturopnun Smáralindar. Hlutdeildin í sölu var ólík milli þessara daga og sást þar vel að Zara er aðeins með verslun í annarri verslunarmiðstöðinni en þeir voru með hæsta hlutdeild í sölu fataverslana 1. nóvember en frekar smáir 9. nóvember. Lindex var með hæstu hlutdeild í sölu 9. nóvember enda með þrjár verslanir í Kringlunni. H&M fékk væna sneið af sölunni báða þessa daga en var þó minni en Zara 1. nóvember og Lindex 9. nóvember. Ef marka má reynslu síðustu ára er mjög hátt hlutfall af þeirri fatasölu sem á sér stað fyrir jólin búin áður en desember hefst. Árið 2015 sáum við í gögnum Meniga að í Kringlunni voru 54% af fatasölunni búin áður en desember hófst og í Smáralind voru 55% af fatasölunni búin áður en desember hófst. Það verður því áhugavert að fylgjast með því hvernig salan í desember gengur og hvort hún fari að mestmegnis til H&M. Munu íslenskir kaupmenn fá bita af jólakökunni eða þurfa þeir að láta sér nægja mylsnuna sem fellur af borði sænska fatarisans?Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jól Kristín Hrefna Halldórsdóttir Mest lesið Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Það verður að teljast afar ólíklegt að Íslendingar fari í jólaköttinn í ár ef marka má söluna sem hefur verið á fatnaði og fylgihlutum síðustu misserin hér á landi. Miðnæturopnanir stóru verslunarmiðstöðvanna tveggja skiluðu mikilli sölu til íslenskra kaupmanna en H&M fékk einnig væna sneið af jólakökunni. Landslagið á fatamarkaðnum hefur breyst mikið síðasta árið með umfangsmiklum breytingum í verslunarmiðstöðvunum tveimur. Þar ber helst að nefna opnun H&M í báðum verslunarmiðstöðvum. Zara lokaði einnig annarri verslun sinni, Lindex hefur opnað fleiri nýjar verslanir og breytt og bætt verslunina í Smáralind. Next hefur að opnað aftur eftir að hafa fært verslun sína og Selected og Jack & Jones eru að opna aftur eftir miklar breytingar í Kringlunni. Í aðdraganda jóla er orðin hefð fyrir því að verslunarmiðstöðvarnar haldi miðnæturopnanir þar sem góð tilboð eru á flestum vörum. Miðvikudaginn 1. nóvember var Miðnæturopnun í Smáralind og Miðnætursprengja Kringlunnar fimmtudaginn 9. nóvember. Samkvæmt úrtaki Meniga áttu fleiri viðskipti sér stað í fatabúðunum í Miðnætursprengju Kringlunnar heldur en Miðnæturopnun Smáralindar. Hlutdeildin í sölu var ólík milli þessara daga og sást þar vel að Zara er aðeins með verslun í annarri verslunarmiðstöðinni en þeir voru með hæsta hlutdeild í sölu fataverslana 1. nóvember en frekar smáir 9. nóvember. Lindex var með hæstu hlutdeild í sölu 9. nóvember enda með þrjár verslanir í Kringlunni. H&M fékk væna sneið af sölunni báða þessa daga en var þó minni en Zara 1. nóvember og Lindex 9. nóvember. Ef marka má reynslu síðustu ára er mjög hátt hlutfall af þeirri fatasölu sem á sér stað fyrir jólin búin áður en desember hefst. Árið 2015 sáum við í gögnum Meniga að í Kringlunni voru 54% af fatasölunni búin áður en desember hófst og í Smáralind voru 55% af fatasölunni búin áður en desember hófst. Það verður því áhugavert að fylgjast með því hvernig salan í desember gengur og hvort hún fari að mestmegnis til H&M. Munu íslenskir kaupmenn fá bita af jólakökunni eða þurfa þeir að láta sér nægja mylsnuna sem fellur af borði sænska fatarisans?Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar