Ekkert ferðaveður á Vestfjörðum Aron Ingi Guðmundsson skrifar 21. nóvember 2017 12:00 Mynd úr safni. vísir/vilhelm Ekkert ferðaveður er á Vestfjörðum í augnablikinu, en stórhríð er og flughált víða. Lítil snjóflóð hafa fallið á fjallvegum, að sögn lögreglunnar á Vestfjörðum, en engin í byggð, og ekkert sem lögreglan hefur áhyggjur af að svo stöddu. Veginum milli Ísafjarðar og Súðavíkur var lokað í nótt vegna snjóflóðahættu og verður athugað fljótlega eftir hádegi hvort sú leið verði opnuð í dag, en gert er ráð fyrir að það taki að lægja eftir hádegi. Þá eru fjallvegir víða lokaðir en ófært er á Dynjandisheiði, Hrafnseyrarheiði, Steingrímsfjarðarheiði, Kollafjarðarheiði og Klettshálsi í augnablikinu. Auk þess eru Djúpvegur og Strandavegur ófærir, flughált og stórhríð á vegum á sunnanverðum Vestfjörðum og afar þungfært er í Ísafjarðardjúpi. Björgunarsveitir og Vegagerðin eru vakandi yfir stöðu mála. Eitthvað var um útköll í gærkvöld á sunnanverðum Vestfjörðum þar sem björgunarsveitir komu til aðstoðar en það var ekki yfirgripsmikið að sögn lögreglunnar. Lögreglan vill ítreka að það sé ekkert ferðaveður og biður fólk um að vera ekki á ferðinni að óþörfu og fylgjast vel með opinberum tilkynningum. Ekki var flogið frá Reykjavík til Ísafjarðar í morgun að sögn Flugfélags Íslands. Fljúga átti klukkan níu í morgun og verður málið athugað fljótlega eftir hádegi. Einnig var flugi flugfélagsins Ernis seinkað frá Reykjavík til Bíldudals en fljúga átti klukkan 11 í morgun og verður skoðað hvort hægt sé að fljúga klukkan 12 í dag. Rétt er að geta þess að ferjan Baldur sem siglir milli Brjánslækjar og Stykkishólms er biluð og mun viðgerð taka að minnsta kosti tvær vikur, en nákvæmur viðgerðartími mun koma í ljós eftir fund seinnipartinn í dag að sögn Gunnlaugs Grettissonar, framkvæmdastjóra Sæferða. Veður Tengdar fréttir Björgunarsveitir koma fólki til bjargar á Holtavörðuheiði Björgunarsveitir af Norðurlandi og af Vesturlandi eru nú að aðstoða fólk í þónokkkrum föstum bílum á Holtavörðuheiði, í slæmu veðri og þar er allt kolófært. 21. nóvember 2017 07:14 Björgunarsveitarmenn unnu í alla nótt við að losa bíla á Holtavörðuheiði Tók þrjá tíma að komast upp heiðina. 21. nóvember 2017 10:24 Mjög slæmt ferðaveður eftir hádegi Veðurstofan segir um að ræða vetrarskot sem mun klárast á laugardaginn ef spárnar ganga eftir. 21. nóvember 2017 11:03 Mest lesið Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Innlent Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Innlent „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Innlent Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Erlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Stúlkan er fundin Innlent Fleiri fréttir Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Sjá meira
Ekkert ferðaveður er á Vestfjörðum í augnablikinu, en stórhríð er og flughált víða. Lítil snjóflóð hafa fallið á fjallvegum, að sögn lögreglunnar á Vestfjörðum, en engin í byggð, og ekkert sem lögreglan hefur áhyggjur af að svo stöddu. Veginum milli Ísafjarðar og Súðavíkur var lokað í nótt vegna snjóflóðahættu og verður athugað fljótlega eftir hádegi hvort sú leið verði opnuð í dag, en gert er ráð fyrir að það taki að lægja eftir hádegi. Þá eru fjallvegir víða lokaðir en ófært er á Dynjandisheiði, Hrafnseyrarheiði, Steingrímsfjarðarheiði, Kollafjarðarheiði og Klettshálsi í augnablikinu. Auk þess eru Djúpvegur og Strandavegur ófærir, flughált og stórhríð á vegum á sunnanverðum Vestfjörðum og afar þungfært er í Ísafjarðardjúpi. Björgunarsveitir og Vegagerðin eru vakandi yfir stöðu mála. Eitthvað var um útköll í gærkvöld á sunnanverðum Vestfjörðum þar sem björgunarsveitir komu til aðstoðar en það var ekki yfirgripsmikið að sögn lögreglunnar. Lögreglan vill ítreka að það sé ekkert ferðaveður og biður fólk um að vera ekki á ferðinni að óþörfu og fylgjast vel með opinberum tilkynningum. Ekki var flogið frá Reykjavík til Ísafjarðar í morgun að sögn Flugfélags Íslands. Fljúga átti klukkan níu í morgun og verður málið athugað fljótlega eftir hádegi. Einnig var flugi flugfélagsins Ernis seinkað frá Reykjavík til Bíldudals en fljúga átti klukkan 11 í morgun og verður skoðað hvort hægt sé að fljúga klukkan 12 í dag. Rétt er að geta þess að ferjan Baldur sem siglir milli Brjánslækjar og Stykkishólms er biluð og mun viðgerð taka að minnsta kosti tvær vikur, en nákvæmur viðgerðartími mun koma í ljós eftir fund seinnipartinn í dag að sögn Gunnlaugs Grettissonar, framkvæmdastjóra Sæferða.
Veður Tengdar fréttir Björgunarsveitir koma fólki til bjargar á Holtavörðuheiði Björgunarsveitir af Norðurlandi og af Vesturlandi eru nú að aðstoða fólk í þónokkkrum föstum bílum á Holtavörðuheiði, í slæmu veðri og þar er allt kolófært. 21. nóvember 2017 07:14 Björgunarsveitarmenn unnu í alla nótt við að losa bíla á Holtavörðuheiði Tók þrjá tíma að komast upp heiðina. 21. nóvember 2017 10:24 Mjög slæmt ferðaveður eftir hádegi Veðurstofan segir um að ræða vetrarskot sem mun klárast á laugardaginn ef spárnar ganga eftir. 21. nóvember 2017 11:03 Mest lesið Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Innlent Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Innlent „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Innlent Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Erlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Stúlkan er fundin Innlent Fleiri fréttir Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Sjá meira
Björgunarsveitir koma fólki til bjargar á Holtavörðuheiði Björgunarsveitir af Norðurlandi og af Vesturlandi eru nú að aðstoða fólk í þónokkkrum föstum bílum á Holtavörðuheiði, í slæmu veðri og þar er allt kolófært. 21. nóvember 2017 07:14
Björgunarsveitarmenn unnu í alla nótt við að losa bíla á Holtavörðuheiði Tók þrjá tíma að komast upp heiðina. 21. nóvember 2017 10:24
Mjög slæmt ferðaveður eftir hádegi Veðurstofan segir um að ræða vetrarskot sem mun klárast á laugardaginn ef spárnar ganga eftir. 21. nóvember 2017 11:03