Björgunarsveitarmenn unnu í alla nótt við að losa bíla á Holtavörðuheiði Birgir Olgeirsson skrifar 21. nóvember 2017 10:24 Það tók þrjá tíma fyrir björgunarsveitarmenn að komast upp Holtavörðuheiði frá Hvammstanga. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Landsbjorg. Átján björgunarsveitarmenn unnu að því að losa bíla sem sátu fastir á Holtavörðuheiði í nótt. Gunnar Örn Jakobsson, formaður björgunarsveitarinnar Húna á Hvammstanga, stýrði aðgerðunum en útkall barst um klukkan tvö í nótt. Það tók björgunarsveitarmennina um þrjá klukkutíma að komast frá Hvammstanga og upp á Holtavörðuheiði, sem er rúmlega fimmtíu kílómetra löng leið. Norðan megin á heiðinni var einn bíll sem hafði keyrt út af og þurfti að bjarga honum. Aðrir bílar sem voru fastir voru sunnan megin á heiðinni og höfðu hópast í kringum vörubíla sem höfðu fests á heiðinni. Auk björgunarsveitarmanna frá Hvammstanga voru björgunarsveitarmenn frá Akranesi, Reykholti og Borgarnesi að störfum á heiðinni. Þeir voru að týnast inn á níunda tímanum í morgun eftir að hafa unnið í þó nokkurn tíma við ekkert skyggni á Holtavörðuheiði. Aðstoða ökumenn víðsvegar um landið Björgunarsveitarmenn á Norðurlandi og Vesturlandi hafa í morgun aðstoðað ökumenn sem hafa lent í vandræðum víðs vegar um svæðið vegna færðar og veðurs. Til að mynda fór einn bíll út af í Önundarfirði á Vestfjörðum og þá hafa aðrir lent í vandræðum vegna hálku. Það sem af er degi hafa þrjú snjóflóð fallið, tvö við Ólafsfjarðarveg og eitt í Eyrarhlíð við Ísafjörð. Í gær féll snjóflóð utan þéttbýlis á Siglufirði og eitt í gærkvöldi við Ólafsfjarðarveg. Tvö snjóflóð féllu einnig í Súðavíkurhlíð í gærkvöldi. Samkvæmt upplýsingum á vef Vegagerðarinnar var Siglufjarðarvegur og vegurinn um Súðavíkurhlíð lokaðir í nótt vegna snjóflóðahætta en meta á ástandi í birtingu. Einnig er lokað á Mývatns- og Möðrudalsöræfum vegna stórhríðar.Snjóar fram á hádegi Samkvæmt veðurspá sem birtist á vef Vegagerðarinnar mun snjóa fram undir hádegi. Vestanlands og vestantil á Norðurlandi lægir mikið um tíma. Hvessir aftur um miðjan daginn með NA-átt og skafrenningi og að mestu án snjókomu. Frá Eyjafirði og austur úr verður viðvarandi éljagangur, blástur og blinda í dag. Í Öræfum versnar snögglega á milli kl. 12 og 13 og hríðarbylur verður til að byrja með. Snarpir sviptivindar allt 40-45 m/s í hviðum, einkum á kaflanum frá Skaftafelli austur fyrir Svínafell. Lægir ekki að gagni fyrr en í nótt.Færð og aðstæður, að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar:Hálkublettir eru á Höfuðborgarsvæðinu og hálka og skafrenningur á Sandskeiði, Hellisheiði og Lyngdalsheiði. Hálka er mjög víða á Suðurlandi.Á Vesturlandi er hálka eða snjóþekja á vegum og ófært á Holtavörðuheiði, Bröttubrekku og Fróðárheiði. Mjög hvasst er á sunnanverðu Snæfellsnesi.Það er snjóþekja eða hálka á sunnanverðum Vestfjörðum og skafrenningur á fjallvegum. Þæfingsfærð er á Kleifaheiði og flughálka er á milli Kleifaheiðar og Brjánslækjar. Ófært er á Klettshálsi og Hjallahálsi. Einnig er ófært á Steingrímsfjarðarheiði og þungfært á Þröskuldum og slæmt veður. Þungfært er einnig í Ísafjarðardjúpi á Drangsnesvegi og á Innstrandavegi.Á Norðurlandi vestra er snjóþekja eða hálka á vegum. Þæfingsfærð er á Siglufjarðarvegi að Ketilási. Verið er að kanna ástand á Siglufjarðarvegi m.t.t. snjóflóðahættu. Norðaustanlands er nú lokað á Mývatns- og Möðrudalsöræfum en annars hálka eða snjóþekja á vegum og töluverð snjókoma eða éljagangur.Hálka eða snjóþekja er á vegum á Austurlandi en þæfingsfærð og skafrenningur á Fjarðarheiði. Ófært er á Vatnsskarði eystra. Hálka eða hálkublettir eru með Suðausturströndinni frá Höfn og áfram suður. Veður Tengdar fréttir Björgunarsveitir koma fólki til bjargar á Holtavörðuheiði Björgunarsveitir af Norðurlandi og af Vesturlandi eru nú að aðstoða fólk í þónokkkrum föstum bílum á Holtavörðuheiði, í slæmu veðri og þar er allt kolófært. 21. nóvember 2017 07:14 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Fleiri fréttir Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sjá meira
Átján björgunarsveitarmenn unnu að því að losa bíla sem sátu fastir á Holtavörðuheiði í nótt. Gunnar Örn Jakobsson, formaður björgunarsveitarinnar Húna á Hvammstanga, stýrði aðgerðunum en útkall barst um klukkan tvö í nótt. Það tók björgunarsveitarmennina um þrjá klukkutíma að komast frá Hvammstanga og upp á Holtavörðuheiði, sem er rúmlega fimmtíu kílómetra löng leið. Norðan megin á heiðinni var einn bíll sem hafði keyrt út af og þurfti að bjarga honum. Aðrir bílar sem voru fastir voru sunnan megin á heiðinni og höfðu hópast í kringum vörubíla sem höfðu fests á heiðinni. Auk björgunarsveitarmanna frá Hvammstanga voru björgunarsveitarmenn frá Akranesi, Reykholti og Borgarnesi að störfum á heiðinni. Þeir voru að týnast inn á níunda tímanum í morgun eftir að hafa unnið í þó nokkurn tíma við ekkert skyggni á Holtavörðuheiði. Aðstoða ökumenn víðsvegar um landið Björgunarsveitarmenn á Norðurlandi og Vesturlandi hafa í morgun aðstoðað ökumenn sem hafa lent í vandræðum víðs vegar um svæðið vegna færðar og veðurs. Til að mynda fór einn bíll út af í Önundarfirði á Vestfjörðum og þá hafa aðrir lent í vandræðum vegna hálku. Það sem af er degi hafa þrjú snjóflóð fallið, tvö við Ólafsfjarðarveg og eitt í Eyrarhlíð við Ísafjörð. Í gær féll snjóflóð utan þéttbýlis á Siglufirði og eitt í gærkvöldi við Ólafsfjarðarveg. Tvö snjóflóð féllu einnig í Súðavíkurhlíð í gærkvöldi. Samkvæmt upplýsingum á vef Vegagerðarinnar var Siglufjarðarvegur og vegurinn um Súðavíkurhlíð lokaðir í nótt vegna snjóflóðahætta en meta á ástandi í birtingu. Einnig er lokað á Mývatns- og Möðrudalsöræfum vegna stórhríðar.Snjóar fram á hádegi Samkvæmt veðurspá sem birtist á vef Vegagerðarinnar mun snjóa fram undir hádegi. Vestanlands og vestantil á Norðurlandi lægir mikið um tíma. Hvessir aftur um miðjan daginn með NA-átt og skafrenningi og að mestu án snjókomu. Frá Eyjafirði og austur úr verður viðvarandi éljagangur, blástur og blinda í dag. Í Öræfum versnar snögglega á milli kl. 12 og 13 og hríðarbylur verður til að byrja með. Snarpir sviptivindar allt 40-45 m/s í hviðum, einkum á kaflanum frá Skaftafelli austur fyrir Svínafell. Lægir ekki að gagni fyrr en í nótt.Færð og aðstæður, að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar:Hálkublettir eru á Höfuðborgarsvæðinu og hálka og skafrenningur á Sandskeiði, Hellisheiði og Lyngdalsheiði. Hálka er mjög víða á Suðurlandi.Á Vesturlandi er hálka eða snjóþekja á vegum og ófært á Holtavörðuheiði, Bröttubrekku og Fróðárheiði. Mjög hvasst er á sunnanverðu Snæfellsnesi.Það er snjóþekja eða hálka á sunnanverðum Vestfjörðum og skafrenningur á fjallvegum. Þæfingsfærð er á Kleifaheiði og flughálka er á milli Kleifaheiðar og Brjánslækjar. Ófært er á Klettshálsi og Hjallahálsi. Einnig er ófært á Steingrímsfjarðarheiði og þungfært á Þröskuldum og slæmt veður. Þungfært er einnig í Ísafjarðardjúpi á Drangsnesvegi og á Innstrandavegi.Á Norðurlandi vestra er snjóþekja eða hálka á vegum. Þæfingsfærð er á Siglufjarðarvegi að Ketilási. Verið er að kanna ástand á Siglufjarðarvegi m.t.t. snjóflóðahættu. Norðaustanlands er nú lokað á Mývatns- og Möðrudalsöræfum en annars hálka eða snjóþekja á vegum og töluverð snjókoma eða éljagangur.Hálka eða snjóþekja er á vegum á Austurlandi en þæfingsfærð og skafrenningur á Fjarðarheiði. Ófært er á Vatnsskarði eystra. Hálka eða hálkublettir eru með Suðausturströndinni frá Höfn og áfram suður.
Veður Tengdar fréttir Björgunarsveitir koma fólki til bjargar á Holtavörðuheiði Björgunarsveitir af Norðurlandi og af Vesturlandi eru nú að aðstoða fólk í þónokkkrum föstum bílum á Holtavörðuheiði, í slæmu veðri og þar er allt kolófært. 21. nóvember 2017 07:14 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Fleiri fréttir Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sjá meira
Björgunarsveitir koma fólki til bjargar á Holtavörðuheiði Björgunarsveitir af Norðurlandi og af Vesturlandi eru nú að aðstoða fólk í þónokkkrum föstum bílum á Holtavörðuheiði, í slæmu veðri og þar er allt kolófært. 21. nóvember 2017 07:14