Um gæði nýju íslensku stjórnarskrárinnar – sjöundi hluti David A. Carrillo skrifar 21. nóvember 2017 07:00 Þetta er sjöunda greinin í flokki greina eftir þrjá sérfræðinga í stjórnskipunarrétti við lagadeildina í Berkeley-háskóla í Kaliforníu. Við skoðum þá gagnrýni sem stjórnarskrárferlið á Íslandi hefur sætt og vísum henni á bug með rökstuðningi. Enn fremur hvetjum við ykkur til að endurskoða stjórnarskrána. Í þessari grein hugum við að því hvort almenningur styðji breytta stjórnarskrá og hvort pólitískur vilji sé fyrir henni. Því hefur verið haldið fram að enda þótt kjósendur hafi einhvern tíma viljað stjórnarskrárbreytingar hafi margt breyst á Íslandi án þess að nokkur áþreifanlegur árangur hafi orðið, og nú séu menn orðnir þreyttir á þessu málefni. Þessi skoðun er byggð á nýlegri skoðanakönnun þar sem 15,8% aðspurðra töldu breytta stjórnarskrá meðal þriggja brýnustu málefnanna. Fyrir bragðið héldu margir því fram að almenningur hefði einfaldlega ekki áhuga á nýrri stjórnarskrá og að Alþingi ætti að setja önnur málefni í forgang. Þessi rök eru efld af því niðurbroti sem frestun hefur í för með sér. Beðið er eftir því að menn verði leiðir á málefni, en ekki hverfur málefnið við það, heldur skapar það sér falska réttlætingu á frestun. Hins vegar sýna tiltæk gögn að almenningur styður endurskoðun stjórnarskrárinnar eftir sem áður. Þann 24. maí 2012 ákvað Alþingi að halda ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur Stjórnlagaráðs. Þann 20. október 2012 samþykktu kjósendur í þjóðaratkvæðagreiðslu að tillögur stjórnlagaráðs skyldu lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá. Alls hefur Alþingi beitt sér fyrir níu slíkum ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslum og farið að niðurstöðum þeirra í öllum þeim fyrri. Ekki í þetta sinn: Alþingi hefur ekki borið neina af þeim sex tillögum sem spurt var um í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2012 undir atkvæðagreiðslu í þinginu.Afdráttarlaust svar Niðurstöðurnar hafa verið vefengdar sem óljós svör við óskýrum spurningum. Varla hafa Íslendingar ruglast á þessu. Lítum á fyrstu spurninguna, hún skiptir höfuðmáli: „Vilt þú að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá?“ Þeir sem styðja starf stjórnlagaráðs hefðu viljað að spurt hefði verið hvort ætti að samþykkja tillögur stjórnlagaráðs. Þeir sem eru á móti því hefðu viljað að spurt hefði verið hvort ætti nokkuð að hafa fyrir því að taka upp nýja stjórnarskrá. Engu skiptir hvort báðir aðilar séu vonsviknir. Það sem skiptir máli er að spurningunni sem var lögð fram var svarað afdráttarlaust (já). Augljóst er að svörun kjósenda merkti að þeir gerðu ráð fyrir að Alþingi mundi þróa og samþykkja nýja stjórnarskrá á grundvelli tillagna stjórnlagaráðs. Nú á dögunum, þann 28. september 2017, birtu Markaðs- og miðlarannsóknir niðurstöður könnunar sem leiddi í ljós að 56% allra aðspurðra töldu mikilvægt að fá nýja stjórnarskrá á næsta kjörtímabili. Af þeim sem tóku afstöðu til málsins töldu yfir 70% mikilvægt að samþykkja nýja stjórnarskrá. Þeir eru þá tvöfalt fleiri en þeir sem telja málið lítilvægt (23,5%). Vert er að benda á að því lægri sem heimilistekjur þátttakenda eru, því brýnna þykir þeim að fá nýja stjórnarskrá. Greinilegt er að þeir sem minnst eiga kalla eftir breytingum, og að þeim finnst núverandi kerfi óhagstætt. Ef við hunsum þjóðaratkvæðagreiðslur og niðurstöður skoðanakannanna er lítið vit í því að spyrja um vilja þjóðarinnar. Þegar almennur þjóðarvilji er hunsaður leiðir það til gremju og vonbrigða þegar ríkisstjórnin bregst ekki við. Nú mætti svara því til að þjóðaratkvæðagreiðslan hafi verið ráðgefandi, og að samkvæmt 48. grein núgildandi stjórnarskrár séu alþingismenn „eingöngu bundnir við sannfæringu sína og eigi við neinar reglur frá kjósendum sínum“. Að vísu, en ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslur hafa greinilega, eins og vera ber, verið notaðar til þess að leita álits hjá þjóðinni, eins og vera ber, og þegar þjóðin lætur í ljós óskir sínar getur Alþingi ekki einfaldlega hunsað niðurstöðurnar af því að svarið hafi verið „rangt“. Nú eru kosningar að baki. Munu þeir frambjóðendur sem studdu nýja stjórnarskrá beita sér í málinu? Sú staðreynd að þjóðin óskar eftir stjórnarskrárbreytingu nægir ein og sér til þess að stjórnarskránni sé breytt. Stjórnarskrár eru í eðli sínu til stuðnings en þær eru ekki óhagganlegar. Breyting verður að eiga sér stað þegar kallað er eftir henni. Árið 1894 gerði Hæstiréttur Kaliforníu greinarmun á stöðugleika stjórnarskrár og möguleika hennar til aðlögunar. Sjálft hugtakið „stjórnarskrá“ gefur til kynna tæki sem setur fram varanlegar meginreglur til viðmiðunar. Hins vegar á hugtakið „endurskoðun“ við um viðbót eða breytingu innan þeirra marka sem upprunalega skjalið setur, og er hún þá ætluð til bóta eða til aukinnar skilvirkni á því sviði sem var upprunalegur tilgangur skjalsins. Vissulega á stjórnarskrá Íslands að vera stöðug. Hún á líka að vera opin fyrir breytingum til bóta. Höfundur er lagaprófessor við Berkeley háskóla í Bandaríkjunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Tengdar fréttir Um gæði nýju íslensku stjórnarskrárinnar – fimmti hluti Þetta er fimmta greinin í flokki greina eftir þrjá sérfræðinga í stjórnskipunarrétti við lagadeildina í Berkeley-háskóla í Kaliforníu. Við skoðum þá gagnrýni sem stjórnarskrárferlið á Íslandi hefur sætt og vísum henni á bug með rökstuðningi. 5. október 2017 07:00 Um gæði nýju íslensku stjórnarskrárinnar – sjötti hluti Þetta er sjötta greinin í flokki greina eftir þrjá sérfræðinga í stjórnskipunarrétti við lagadeildina í Berkeley-háskóla í Kaliforníu. Við skoðum þá gagnrýni sem stjórnarskrárferlið á Íslandi hefur sætt og vísum henni á bug með rökstuðningi. 26. október 2017 07:00 Um gæði nýju íslensku stjórnarskrárinnar – annar hluti Grein þessi er annar hluti í seríu sem þrír sérfræðingar í stjórnskipunarrétti við lagadeild Berkeley-háskóla skrifa. 16. ágúst 2017 06:00 Um gæði nýju íslensku stjórnarskrárinnar – fyrsti hluti Í dag bregst ég við mótbárum þess efnis að aðferðin við að semja stjórnarskrárdrögin hafi skort lögmæti. 2. ágúst 2017 06:00 Um gæði nýju íslensku stjórnarskrárinnar – Fjórði hluti Þetta er fjórða greinin í flokki greina eftir þrjá sérfræðinga í stjórnskipunarrétti við lagadeildina í Berkeley-háskóla í Kaliforníu. Við skoðum þá gagnrýni sem stjórnarskrárferlið á Íslandi hefur sætt og vísum henni á bug með rökstuðningi. 14. september 2017 07:00 Um gæði nýju íslensku stjórnarskrárinnar – þriðji hluti Þetta er þriðja greinin í röð greina eftir þrjá sérfræðinga í stjórnskipunarrétti við lagadeild háskólans í Berkeley. Þar er gagnrýni á ferlið við gerð nýrrar stjórnarskrár á Íslandi greind og hrakin. Enn fremur er Alþingi hvatt til þess að samþykkja nýju stjórnarskrárdrögin. 1. september 2017 07:00 Mest lesið Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Þetta er sjöunda greinin í flokki greina eftir þrjá sérfræðinga í stjórnskipunarrétti við lagadeildina í Berkeley-háskóla í Kaliforníu. Við skoðum þá gagnrýni sem stjórnarskrárferlið á Íslandi hefur sætt og vísum henni á bug með rökstuðningi. Enn fremur hvetjum við ykkur til að endurskoða stjórnarskrána. Í þessari grein hugum við að því hvort almenningur styðji breytta stjórnarskrá og hvort pólitískur vilji sé fyrir henni. Því hefur verið haldið fram að enda þótt kjósendur hafi einhvern tíma viljað stjórnarskrárbreytingar hafi margt breyst á Íslandi án þess að nokkur áþreifanlegur árangur hafi orðið, og nú séu menn orðnir þreyttir á þessu málefni. Þessi skoðun er byggð á nýlegri skoðanakönnun þar sem 15,8% aðspurðra töldu breytta stjórnarskrá meðal þriggja brýnustu málefnanna. Fyrir bragðið héldu margir því fram að almenningur hefði einfaldlega ekki áhuga á nýrri stjórnarskrá og að Alþingi ætti að setja önnur málefni í forgang. Þessi rök eru efld af því niðurbroti sem frestun hefur í för með sér. Beðið er eftir því að menn verði leiðir á málefni, en ekki hverfur málefnið við það, heldur skapar það sér falska réttlætingu á frestun. Hins vegar sýna tiltæk gögn að almenningur styður endurskoðun stjórnarskrárinnar eftir sem áður. Þann 24. maí 2012 ákvað Alþingi að halda ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur Stjórnlagaráðs. Þann 20. október 2012 samþykktu kjósendur í þjóðaratkvæðagreiðslu að tillögur stjórnlagaráðs skyldu lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá. Alls hefur Alþingi beitt sér fyrir níu slíkum ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslum og farið að niðurstöðum þeirra í öllum þeim fyrri. Ekki í þetta sinn: Alþingi hefur ekki borið neina af þeim sex tillögum sem spurt var um í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2012 undir atkvæðagreiðslu í þinginu.Afdráttarlaust svar Niðurstöðurnar hafa verið vefengdar sem óljós svör við óskýrum spurningum. Varla hafa Íslendingar ruglast á þessu. Lítum á fyrstu spurninguna, hún skiptir höfuðmáli: „Vilt þú að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá?“ Þeir sem styðja starf stjórnlagaráðs hefðu viljað að spurt hefði verið hvort ætti að samþykkja tillögur stjórnlagaráðs. Þeir sem eru á móti því hefðu viljað að spurt hefði verið hvort ætti nokkuð að hafa fyrir því að taka upp nýja stjórnarskrá. Engu skiptir hvort báðir aðilar séu vonsviknir. Það sem skiptir máli er að spurningunni sem var lögð fram var svarað afdráttarlaust (já). Augljóst er að svörun kjósenda merkti að þeir gerðu ráð fyrir að Alþingi mundi þróa og samþykkja nýja stjórnarskrá á grundvelli tillagna stjórnlagaráðs. Nú á dögunum, þann 28. september 2017, birtu Markaðs- og miðlarannsóknir niðurstöður könnunar sem leiddi í ljós að 56% allra aðspurðra töldu mikilvægt að fá nýja stjórnarskrá á næsta kjörtímabili. Af þeim sem tóku afstöðu til málsins töldu yfir 70% mikilvægt að samþykkja nýja stjórnarskrá. Þeir eru þá tvöfalt fleiri en þeir sem telja málið lítilvægt (23,5%). Vert er að benda á að því lægri sem heimilistekjur þátttakenda eru, því brýnna þykir þeim að fá nýja stjórnarskrá. Greinilegt er að þeir sem minnst eiga kalla eftir breytingum, og að þeim finnst núverandi kerfi óhagstætt. Ef við hunsum þjóðaratkvæðagreiðslur og niðurstöður skoðanakannanna er lítið vit í því að spyrja um vilja þjóðarinnar. Þegar almennur þjóðarvilji er hunsaður leiðir það til gremju og vonbrigða þegar ríkisstjórnin bregst ekki við. Nú mætti svara því til að þjóðaratkvæðagreiðslan hafi verið ráðgefandi, og að samkvæmt 48. grein núgildandi stjórnarskrár séu alþingismenn „eingöngu bundnir við sannfæringu sína og eigi við neinar reglur frá kjósendum sínum“. Að vísu, en ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslur hafa greinilega, eins og vera ber, verið notaðar til þess að leita álits hjá þjóðinni, eins og vera ber, og þegar þjóðin lætur í ljós óskir sínar getur Alþingi ekki einfaldlega hunsað niðurstöðurnar af því að svarið hafi verið „rangt“. Nú eru kosningar að baki. Munu þeir frambjóðendur sem studdu nýja stjórnarskrá beita sér í málinu? Sú staðreynd að þjóðin óskar eftir stjórnarskrárbreytingu nægir ein og sér til þess að stjórnarskránni sé breytt. Stjórnarskrár eru í eðli sínu til stuðnings en þær eru ekki óhagganlegar. Breyting verður að eiga sér stað þegar kallað er eftir henni. Árið 1894 gerði Hæstiréttur Kaliforníu greinarmun á stöðugleika stjórnarskrár og möguleika hennar til aðlögunar. Sjálft hugtakið „stjórnarskrá“ gefur til kynna tæki sem setur fram varanlegar meginreglur til viðmiðunar. Hins vegar á hugtakið „endurskoðun“ við um viðbót eða breytingu innan þeirra marka sem upprunalega skjalið setur, og er hún þá ætluð til bóta eða til aukinnar skilvirkni á því sviði sem var upprunalegur tilgangur skjalsins. Vissulega á stjórnarskrá Íslands að vera stöðug. Hún á líka að vera opin fyrir breytingum til bóta. Höfundur er lagaprófessor við Berkeley háskóla í Bandaríkjunum.
Um gæði nýju íslensku stjórnarskrárinnar – fimmti hluti Þetta er fimmta greinin í flokki greina eftir þrjá sérfræðinga í stjórnskipunarrétti við lagadeildina í Berkeley-háskóla í Kaliforníu. Við skoðum þá gagnrýni sem stjórnarskrárferlið á Íslandi hefur sætt og vísum henni á bug með rökstuðningi. 5. október 2017 07:00
Um gæði nýju íslensku stjórnarskrárinnar – sjötti hluti Þetta er sjötta greinin í flokki greina eftir þrjá sérfræðinga í stjórnskipunarrétti við lagadeildina í Berkeley-háskóla í Kaliforníu. Við skoðum þá gagnrýni sem stjórnarskrárferlið á Íslandi hefur sætt og vísum henni á bug með rökstuðningi. 26. október 2017 07:00
Um gæði nýju íslensku stjórnarskrárinnar – annar hluti Grein þessi er annar hluti í seríu sem þrír sérfræðingar í stjórnskipunarrétti við lagadeild Berkeley-háskóla skrifa. 16. ágúst 2017 06:00
Um gæði nýju íslensku stjórnarskrárinnar – fyrsti hluti Í dag bregst ég við mótbárum þess efnis að aðferðin við að semja stjórnarskrárdrögin hafi skort lögmæti. 2. ágúst 2017 06:00
Um gæði nýju íslensku stjórnarskrárinnar – Fjórði hluti Þetta er fjórða greinin í flokki greina eftir þrjá sérfræðinga í stjórnskipunarrétti við lagadeildina í Berkeley-háskóla í Kaliforníu. Við skoðum þá gagnrýni sem stjórnarskrárferlið á Íslandi hefur sætt og vísum henni á bug með rökstuðningi. 14. september 2017 07:00
Um gæði nýju íslensku stjórnarskrárinnar – þriðji hluti Þetta er þriðja greinin í röð greina eftir þrjá sérfræðinga í stjórnskipunarrétti við lagadeild háskólans í Berkeley. Þar er gagnrýni á ferlið við gerð nýrrar stjórnarskrár á Íslandi greind og hrakin. Enn fremur er Alþingi hvatt til þess að samþykkja nýju stjórnarskrárdrögin. 1. september 2017 07:00
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar