Versta frumraunin í aldarfjórðung entist bara fram í hálfleik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. nóvember 2017 22:30 Nathan Peterman, til hægri, var langt frá því að vera tilbúinn fyrir stóra sviðið. Vísir/Getty Erfiðasta staðan í ameríska fótboltanum er staða leikstjórnanda. Það er því stórfrétt í bandarískum fjölmiðlum þegar þjálfari NFL-liðs ákveður að skipta um mann í mikilvægustu stöðu leiksins. NFL-liðið Buffalo Bills ákvað að gera breytingu fyrir leik helgarinnar og kom sú breyting mörgum á óvart. Það sem gerðist í leiknum sjálfur var þó eitthvað sem fáir gátu séð fyrir. Þjálfarar liðsins voru greinilega sannfærðir um að það væri rétt að setja Tyrod Taylor á bekkinn en hann hefur verið aðalleikstjórnandi í Buffalo frá árinu 2015. Þjálfarateymið vildi frekar gefa nýliðanum Nathan Peterman tækifæri til að stýra liðinu en það kom fljótt í ljós að sá maður var ekki alveg klár í slíkt verkefni. Nathan Peterman var vissulega að taka risastórt skref þegar hann var í fyrsta sinn í byrjunarliði í NFL-leik. Sú frumraun breyttist fljótt í martröð enda tók við versta byrjun leikstjórnanda í NFL-deildinni í 26 ár. Í fyrstu sókninni kastaði hann beint á mótherjana sem hlupu upp völlinn og skoruðu. Framhaldið var ekki mikið betra. Þegar var komið fram í hálfleik þá var Nathan Peterman búinn að kasta boltanum fimm sinnum frá sér eða tvisvar sinnum oftar en Tyrod Taylor hafði gert allt tímabilið. Það var ekkert annað í stöðunni að kalla aftur á Tyrod Taylor og setja Nathan Peterman á bekkinn. Nathan Peterman fékk sinn skerf af slæmum samanburðum á Twitter eins og sjá má hér fyrir neðan. Í einum hálfleik var hann búinn að kasta boltanum oftar frá sér en lið Dallas Cowboys, New England Patriots og Los Angeles Rams allt tímabilið. Hér fyrir neðan má sjá fleiri staðreyndir um þessa hryllilegu frumraun.Nathan Peterman's 5 interceptions are already tied for the most by any player in his first career start since 1991 (Keith Null, 5 INT in 2009 for Rams) — NFL Research (@NFLResearch) November 19, 2017After 5 interceptions in the first half, Nathan Peterman goes to the bench. The #Bills have Tyrod Taylor in at QB. — Ian Rapoport (@RapSheet) November 19, 2017Nathan Peterman threw five picks on his first 14 passes: https://t.co/1ukbooZk8ypic.twitter.com/fySBDBZa3l — Deadspin (@Deadspin) November 19, 2017Nathan Peterman threw more interceptions in the first half than the Cowboys, Patriots and Rams have thrown all season. pic.twitter.com/j93vajF64H — ESPN (@espn) November 19, 2017Nathan Peterman threw a pick-6 on his first drive as the Bills starting QB Tyrod Taylor did not throw a pick-6 in 38 starts for the Bills from 2015-2017 — NFL Research (@NFLResearch) November 19, 2017 NFL Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Sjá meira
Erfiðasta staðan í ameríska fótboltanum er staða leikstjórnanda. Það er því stórfrétt í bandarískum fjölmiðlum þegar þjálfari NFL-liðs ákveður að skipta um mann í mikilvægustu stöðu leiksins. NFL-liðið Buffalo Bills ákvað að gera breytingu fyrir leik helgarinnar og kom sú breyting mörgum á óvart. Það sem gerðist í leiknum sjálfur var þó eitthvað sem fáir gátu séð fyrir. Þjálfarar liðsins voru greinilega sannfærðir um að það væri rétt að setja Tyrod Taylor á bekkinn en hann hefur verið aðalleikstjórnandi í Buffalo frá árinu 2015. Þjálfarateymið vildi frekar gefa nýliðanum Nathan Peterman tækifæri til að stýra liðinu en það kom fljótt í ljós að sá maður var ekki alveg klár í slíkt verkefni. Nathan Peterman var vissulega að taka risastórt skref þegar hann var í fyrsta sinn í byrjunarliði í NFL-leik. Sú frumraun breyttist fljótt í martröð enda tók við versta byrjun leikstjórnanda í NFL-deildinni í 26 ár. Í fyrstu sókninni kastaði hann beint á mótherjana sem hlupu upp völlinn og skoruðu. Framhaldið var ekki mikið betra. Þegar var komið fram í hálfleik þá var Nathan Peterman búinn að kasta boltanum fimm sinnum frá sér eða tvisvar sinnum oftar en Tyrod Taylor hafði gert allt tímabilið. Það var ekkert annað í stöðunni að kalla aftur á Tyrod Taylor og setja Nathan Peterman á bekkinn. Nathan Peterman fékk sinn skerf af slæmum samanburðum á Twitter eins og sjá má hér fyrir neðan. Í einum hálfleik var hann búinn að kasta boltanum oftar frá sér en lið Dallas Cowboys, New England Patriots og Los Angeles Rams allt tímabilið. Hér fyrir neðan má sjá fleiri staðreyndir um þessa hryllilegu frumraun.Nathan Peterman's 5 interceptions are already tied for the most by any player in his first career start since 1991 (Keith Null, 5 INT in 2009 for Rams) — NFL Research (@NFLResearch) November 19, 2017After 5 interceptions in the first half, Nathan Peterman goes to the bench. The #Bills have Tyrod Taylor in at QB. — Ian Rapoport (@RapSheet) November 19, 2017Nathan Peterman threw five picks on his first 14 passes: https://t.co/1ukbooZk8ypic.twitter.com/fySBDBZa3l — Deadspin (@Deadspin) November 19, 2017Nathan Peterman threw more interceptions in the first half than the Cowboys, Patriots and Rams have thrown all season. pic.twitter.com/j93vajF64H — ESPN (@espn) November 19, 2017Nathan Peterman threw a pick-6 on his first drive as the Bills starting QB Tyrod Taylor did not throw a pick-6 in 38 starts for the Bills from 2015-2017 — NFL Research (@NFLResearch) November 19, 2017
NFL Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Sjá meira