Andrési Inga boðið í kaffi til Viðskiptaráðs Ásta Sigríður Fjeldsted skrifar 30. nóvember 2017 14:41 Líkt og flestir landsmenn fylgdist ég spennt með framgangi mála á fundum tilvonandi ríkisstjórnarflokka í gærkvöldi. Kom það kannski ekki á óvart þegar Andrés Ingi Jónsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmenn Vinstri grænna, stigu fram í sjónvarpsviðtali RÚV og sögðust ekki ætla að greiða atkvæði með nýjum málefnasamningi nýrrar ríkisstjórnar. Það sem kom mér hins vegar verulega á óvart var þegar Andrés Ingi opinberaði að mér virtist skilningsleysi sitt á mikilvægi samkeppnishæfni atvinnulífsins. Í ræðu sinni í gærkvöldi vitnaði Andrés Ingi í upphafsorð kafla málefnasamnings ríkisstjórnarinnar um skattamál þar sem fram kemur að „Launahækkanir undanfarinna ára ásamt hækkuðu lífeyrisframlagi atvinnurekenda og sterkara gengi gjaldmiðilsins haf[a] dregið úr samkeppnishæfni atvinnulífsins.“ Það sem hann hafði helst við upphafsorðin að athuga var að þetta bæri keim af orðalagi frá Viðskiptaráði og því ekki í samræmi við stefnu Vinstri grænna. Stöldrum hér aðeins við. Skil ég það rétt að Andrés telji að samkeppnishæfni atvinnulífsins sé sérhagsmunamál Viðskiptaráðs? Að þetta sé baráttumál sem Vinstri Græn eigi ekki að standa vörð um? Að samkeppnishæfni sé stefnumál annarra flokka sem ekki eigi samleið með Vinstri Grænum? Mikið hefur borið á umræðu um samkeppnishæfni á síðustu misserum. En getur það verið að meining orðsins sé óskýr þrátt fyrir þráláta umfjöllun? Samkeppnishæft atvinnulíf gefur til kynna að við séum samkeppnishæf sem þjóð. Skilgreina má samkeppnishæfni á marga vegu en í sinni einföldustu mynd gefur góð samkeppnishæfni lands t.a.m. til kynna að góðar forsendur séu til staðar til að skapa verðmæti. Atvinnulífið er grunnstoð í samfélaginu og fjármagnar stóran hluta af samfélagslegu verðmætum okkar. Ef vegið er að samkeppnishæfni slíkrar grunnstoðar kemur það niður á öðrum þáttum, líkt og getu ríkisins til að fjármagna öfluga heilbrigðisþjónustu og gott menntakerfi. Andrés Ingi dregur einmitt fram punkta í ræðu sinni sem hann hefur áhyggjur af og nefnir þar t.a.m. rekstrarform á opinberri þjónustu, s.s. heilbrigðisþjónustu og skólum landsins, en gæði þeirra og framboð er jú einmitt beintengd samkeppnishæfni landsins. Færa má rök fyrir því að eftir því sem samkeppnishæfni landa er meiri, þeim mun eftirsóknarverðara er að búa og starfa í viðkomandi landi. Samkeppnishæft atvinnulíf er forsenda þess að hér skapist störf í eftirsóttum greinum fyrir unga fólkið okkar. Margar fréttir hafa borist undanfarið af íslenskum fyrirtækjum sem hafa flutt hluta sinnar starfsemi erlendis, og tekið með sér verðmæt störf úr landi því Ísland er ekki lengur samkeppnishæft í samanburði við nágrannalönd. Það er rétt að Viðskiptaráð hefði alveg eins getað skrifað þennan upphafskafla – enda hefur ráðið staðið vörð um baráttu mál sem þetta frá stofnun ráðsins – eða í 100 ár. Viðskiptaráð fagnar því að verið sé að huga að þessu grundvallaratriði hagvaxtar og velferðar til lengri tíma. Við teljum að í mörgum málum megi ganga enn lengra – og ætla ég ekki að fara að tíunda það hér. Þess í stað óska ég nýrri ríkisstjórn velfarnaðar á næstu misserum og býð um leið Andrési Inga að kíkja í kaffi til okkar hjá Viðskiptaráði til fara betur yfir þetta sameiginlega áhugamál. Við erum í Borgartúni 35, 5. hæð.Ásta Sigríður FjeldstedFramkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásta S. Fjeldsted Mest lesið Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Dettifoss: Lokað! Baldvin Esra Einarsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Svarað á sama máli Ingibjörg Ferdinandsdóttir Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Sjá meira
Líkt og flestir landsmenn fylgdist ég spennt með framgangi mála á fundum tilvonandi ríkisstjórnarflokka í gærkvöldi. Kom það kannski ekki á óvart þegar Andrés Ingi Jónsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmenn Vinstri grænna, stigu fram í sjónvarpsviðtali RÚV og sögðust ekki ætla að greiða atkvæði með nýjum málefnasamningi nýrrar ríkisstjórnar. Það sem kom mér hins vegar verulega á óvart var þegar Andrés Ingi opinberaði að mér virtist skilningsleysi sitt á mikilvægi samkeppnishæfni atvinnulífsins. Í ræðu sinni í gærkvöldi vitnaði Andrés Ingi í upphafsorð kafla málefnasamnings ríkisstjórnarinnar um skattamál þar sem fram kemur að „Launahækkanir undanfarinna ára ásamt hækkuðu lífeyrisframlagi atvinnurekenda og sterkara gengi gjaldmiðilsins haf[a] dregið úr samkeppnishæfni atvinnulífsins.“ Það sem hann hafði helst við upphafsorðin að athuga var að þetta bæri keim af orðalagi frá Viðskiptaráði og því ekki í samræmi við stefnu Vinstri grænna. Stöldrum hér aðeins við. Skil ég það rétt að Andrés telji að samkeppnishæfni atvinnulífsins sé sérhagsmunamál Viðskiptaráðs? Að þetta sé baráttumál sem Vinstri Græn eigi ekki að standa vörð um? Að samkeppnishæfni sé stefnumál annarra flokka sem ekki eigi samleið með Vinstri Grænum? Mikið hefur borið á umræðu um samkeppnishæfni á síðustu misserum. En getur það verið að meining orðsins sé óskýr þrátt fyrir þráláta umfjöllun? Samkeppnishæft atvinnulíf gefur til kynna að við séum samkeppnishæf sem þjóð. Skilgreina má samkeppnishæfni á marga vegu en í sinni einföldustu mynd gefur góð samkeppnishæfni lands t.a.m. til kynna að góðar forsendur séu til staðar til að skapa verðmæti. Atvinnulífið er grunnstoð í samfélaginu og fjármagnar stóran hluta af samfélagslegu verðmætum okkar. Ef vegið er að samkeppnishæfni slíkrar grunnstoðar kemur það niður á öðrum þáttum, líkt og getu ríkisins til að fjármagna öfluga heilbrigðisþjónustu og gott menntakerfi. Andrés Ingi dregur einmitt fram punkta í ræðu sinni sem hann hefur áhyggjur af og nefnir þar t.a.m. rekstrarform á opinberri þjónustu, s.s. heilbrigðisþjónustu og skólum landsins, en gæði þeirra og framboð er jú einmitt beintengd samkeppnishæfni landsins. Færa má rök fyrir því að eftir því sem samkeppnishæfni landa er meiri, þeim mun eftirsóknarverðara er að búa og starfa í viðkomandi landi. Samkeppnishæft atvinnulíf er forsenda þess að hér skapist störf í eftirsóttum greinum fyrir unga fólkið okkar. Margar fréttir hafa borist undanfarið af íslenskum fyrirtækjum sem hafa flutt hluta sinnar starfsemi erlendis, og tekið með sér verðmæt störf úr landi því Ísland er ekki lengur samkeppnishæft í samanburði við nágrannalönd. Það er rétt að Viðskiptaráð hefði alveg eins getað skrifað þennan upphafskafla – enda hefur ráðið staðið vörð um baráttu mál sem þetta frá stofnun ráðsins – eða í 100 ár. Viðskiptaráð fagnar því að verið sé að huga að þessu grundvallaratriði hagvaxtar og velferðar til lengri tíma. Við teljum að í mörgum málum megi ganga enn lengra – og ætla ég ekki að fara að tíunda það hér. Þess í stað óska ég nýrri ríkisstjórn velfarnaðar á næstu misserum og býð um leið Andrési Inga að kíkja í kaffi til okkar hjá Viðskiptaráði til fara betur yfir þetta sameiginlega áhugamál. Við erum í Borgartúni 35, 5. hæð.Ásta Sigríður FjeldstedFramkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun