

Skóli fyrir alla
Börn og ungmenni með þroskafrávik er einn hópur sem þarf að taka mið af þegar unnið er að menntun fyrir alla eða skóla án aðgreiningar. Til þess að mæta þeim börnum hafa sérskólar og sérdeildir ýmiss konar verið hluti af skólaþjónustunni. Ýmist er slegið í eða úr um ágæti tilvistar slíkrar þjónustu. En víst er að á meðan almenna skólakerfið nær ekki betur utan um verkefnið að veita öllum menntun við hæfi þá er nauðsyn annarra leiða afar mikilvæg og dýrmæt hverjum þeim nemanda og fjölskyldum þeirra sem slíka þjónustu fá. Við viljum öll gera betur og almennt vitum við að hópur barna og ungmenna er ekki að fá þá þjónustu sem skyldi. Því skiptir ekki bara máli að grípa þau tækifæri sem skapast í samfélaginu til að gera betur fyrir börn og ungmenni heldur skapast af því samfélagslegur ávinningur fyrir alla sem koma að þeim börnum og ungmennum, fyrir foreldra, fyrir börnin sjálf, og fyrir samfélagið allt.
Hópur fagfólks og foreldrar fatlaðra barna hefur tekið sig saman og sett á laggirnar sérskóla fyrir börn og ungmenni á grunnskólaaldri með þroskafrávik sem hlotið hefur nafnið Arnarskóli. Hugmyndafræðin byggir á því að mæta barni og fjölskyldu með heildstæða þjónustu þar sem þarfir barnsins eru í forgrunni í gegnum allt starf skólans. Starfið byggir á atferlisíhlutun þar sem unnið er einstaklingslega með hverju barni. Skóladagur og frístund fléttast saman og þarfir barnsins stýra því hvernig vinnudagur barnsins raðast frá degi til dags. Börn með þroskafrávik hafa ólíkar þarfir eins og önnur börn en eru þó að öllu jöfnu viðkvæmari fyrir þáttum eins og svefnröskunum, álagi heima fyrir og almennt allri breytingu á daglegri rútínu.
Því brennum við í Arnarskóla fyrir því að geta boðið upp á val um skóla. Skóla sem mætir þessum börnum sérstaklega með nýju stefi þar sem allir virkir dagar ársins eru undir í skóladagatali sem og einstaklingsáætlun hvers barns. Allt skipulag er unnið út frá óskum og þörfum nemandans og aðstandendum hans.
Sérstaða Arnarskóla er mikil ekki bara faglega heldur ekki síður rekstrarlega. Þar sem Arnarskóli er sérskóli gefur það augaleið að börnin sem sækja skólann eru að koma frá mörgum sveitarfélögum. Því er það ekki skuldbinding neins eins sveitarfélags að tryggja nemendafjölda frá sínu sveitarfélagi né fjármagn, nema þá með þeim börnum sem frá þeim koma. En það er hins vegar á hendi sveitarfélags að veita skóla eins og Arnarskóla starfsleyfi.
Arnarskóli býður sveitarfélögum tækifæri til þess að bjóða foreldrum barna með þroskafrávik að hafa raunverulegt val um skólagöngu barnsins síns.
Arnarskóli er nýtt stef í menntasögunni og skilar ávinningi fyrir alla sem hann velja og eða styðja. Því hvetjum við sem störfum við Arnarskóla allt fólk í forsvari menntamála allra sveitarfélaga að kynna sér starfsemina og hugsa til framtíðar.
Skoðun

Litlu ljósin á Gaza
Guðbrandur Einarsson skrifar

Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr
Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar

Staðreyndir eða „mér finnst“
Birta Karen Tryggvadóttir skrifar

Fjármagna áfram hernað Rússlands
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Frídagar í klemmu
Jón Júlíus Karlsson skrifar

Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar?
Hlynur Júlísson skrifar

Í skugga kerfis sem brást!
Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar

Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni
Gunnar Hersveinn skrifar

Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek?
Ólafur Ingólfsson skrifar

Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands
Ragnar Rögnvaldsson skrifar

Hverju hef ég stjórn á?
Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar

Metnaður eða metnaðarleysi?
Sumarrós Sigurðardóttir skrifar

„Þetta er allt í vinnslu“
María Pétursdóttir skrifar

Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað
Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar

Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið
Sigurður Hannesson skrifar

Hættum að bregðast íslensku hryssunni
Rósa Líf Darradóttir skrifar

Börnin bíða meðan lausnin stendur auð
Álfhildur Leifsdóttir skrifar

Áður en það verður of seint
María Rut Kristinsdóttir skrifar

Lygin lekur niður á hökuna
Jón Daníelsson skrifar

Líflínan
Ingibjörg Isaksen skrifar

Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið
Bryndís Haraldsdóttir skrifar

Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar
Kristín Þórarinsdóttir skrifar

Við erum hafið
Guillaume Bazard skrifar

Deja Vu
Sverrir Agnarsson skrifar

Mun mannkynið lifa af gervigreindina?
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Ríkisstofnun rassskellt
Björn Ólafsson skrifar

Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur
Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar

Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar
Gísli Stefánsson skrifar

Hugrekki getur af sér hugrekki
Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar

D-vítamín mín besta forvörn
Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar