Staða Jerúsalem: Um hvað snýst málið? Atli Ísleifsson skrifar 6. desember 2017 23:45 Frá frá borginni Jerúsalem. Vísir/Getty Staða Jerúsalem hefur lengi verið umdeild og ekki er líklegt að það breytist með ákvörðun Donald Trump Bandaríkjaforseta að viðurkenna borgina sem höfuðborg Ísraels. Allt frá stofnun Ísraelsríkis hefur Jerúsalem verið bitbein deiluaðila, en öll stóru trúarbrögðin þrjú á svæðinu – íslam, gyðingdómur og kristindómur – líta á hana sem heilaga borg.NRK, Aftonbladet og SVT hafa takið saman um hvað deilan snýst.Skipt í tvennt árið 1948 Með samþykkt Sameinuðu þjóðanna árið 1947 sem leiddi til stofnun Ísraelsríkis, var ákveðið að Jerúsalem skyldi verða alþjóðleg borg sem lyti stjórn Sameinuðu þjóðanna. Þannig varð það hins vegar ekki. Í stuttu stríði Araba og Ísraela árið 1948 var borginni svo skipt í tvennt þar sem gyðingar (Ísrael) réðu yfir vestari hlutanum, en Arabar (Jórdanía) þeim austari. Árið 1949 var því lýst yfir að Jerúsalem skyldi gerð að höfuðborg Ísraels, en það var hins vegar ekki viðurkennt af öðrum ríkjum. Árið 1967 hernámu Ísraelar austari hluta borgarinnar og innlimuðu hann. Var borgin sögð eilíf og óskiptanleg höfuðborg Ísraelsríkis. Aðsetur bæði ríkisstjórnar og þings Ísraela er að finna í Jerúsalem, og þá hafa gyðingar smám saman verið að taka yfir austari hluta borgarinnar – þeim hluta sem Arabar réðu áður yfir. Palestínumenn hafa hins vegar krafist þess að Jerúsalem skuli verða framtíðarhöfuðborg sjálfstæðs ríkis Palestínu. Í friðarviðræðunum á tíunda áratugnum lagði PLO, Frelsissamtök Palestínu, til að vestari hluti Jerúsalem skyldi áfram tilheyra Ísrael. Palestínumenn hafa hins vegar aldrei horfið frá þeirri kröfu að austari hlutinn verði höfuðborg ríkis þeirra.Öll sendiráðin í Tel Avív Vegna stöðu borgarinnar hefur alþjóðasamfélagið ekki viðurkennt Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels og þess í stað flokkað Tel Avív sem höfuðborg landsins. Þannig hefur ekkert sendiráð verið staðsett í Jerúsalem frá dögum Sex daga stríðsins árið 1967 en alls má nú finna 86 sendiráð erlendra ríkja í Tel Avív. Nú stendur sem sagt til að flytja það bandaríska til Jerúsalem. Bandaríkjaþing samþykkti árið 1995 lagafrumvarp sem gengur undir nafninu The Jerusalem Embassy Act. Þar stendur meðal annars að „frá árinu 1950 hefur borgin Jerúsalem verið höfuðborg Ísraelsríkis“. Í lögunum er hins vegar einnig að finna ákvæði sem veitir Bandaríkjaforseta heimild til að fresta gildistökunni um hálft ár vegna „þjóðaröryggissjónarmiða“, þykir ástæða til. Allir Bandaríkjaforsetar hafa því nýtt sér þetta ákvæði, tvisvar á ári, allt frá árinu 1995. Trump gerði slíkt hið sama í vor, en frestur til að nýta ákvæðið á ný rann hins vegar út síðasta mánudag. Tengdar fréttir Bandaríkin viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels Donald Trump sagðist hafa beint þeim orðum til utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna að undirbúa flutning sendiráðs Bandaríkjanna frá Tel Avív til Jerúsalem. 6. desember 2017 18:19 Abbas segir Bandaríkin vera að draga sig úr friðarferlinu Forseti Palestínumanna segir að yfirlýsing Bandaríkjaforseta sé í raun „yfirlýsing um úrsögn“ úr friðarviðræðum og grafi undan öllu friðarferlinu fyrir botni Miðjarðarhafs. 6. desember 2017 20:40 Segir ákvörðun Trump valda áhyggjum og vonbrigðum Guðlaugur Þór Þórðarson óttast að ákvörðun Donald Trump að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraelsríkis kunni að hafa neikvæð áhrif á friðarferlið fyrir botni Miðjarðarhafs. 6. desember 2017 23:02 Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Fleiri fréttir Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Sjá meira
Staða Jerúsalem hefur lengi verið umdeild og ekki er líklegt að það breytist með ákvörðun Donald Trump Bandaríkjaforseta að viðurkenna borgina sem höfuðborg Ísraels. Allt frá stofnun Ísraelsríkis hefur Jerúsalem verið bitbein deiluaðila, en öll stóru trúarbrögðin þrjú á svæðinu – íslam, gyðingdómur og kristindómur – líta á hana sem heilaga borg.NRK, Aftonbladet og SVT hafa takið saman um hvað deilan snýst.Skipt í tvennt árið 1948 Með samþykkt Sameinuðu þjóðanna árið 1947 sem leiddi til stofnun Ísraelsríkis, var ákveðið að Jerúsalem skyldi verða alþjóðleg borg sem lyti stjórn Sameinuðu þjóðanna. Þannig varð það hins vegar ekki. Í stuttu stríði Araba og Ísraela árið 1948 var borginni svo skipt í tvennt þar sem gyðingar (Ísrael) réðu yfir vestari hlutanum, en Arabar (Jórdanía) þeim austari. Árið 1949 var því lýst yfir að Jerúsalem skyldi gerð að höfuðborg Ísraels, en það var hins vegar ekki viðurkennt af öðrum ríkjum. Árið 1967 hernámu Ísraelar austari hluta borgarinnar og innlimuðu hann. Var borgin sögð eilíf og óskiptanleg höfuðborg Ísraelsríkis. Aðsetur bæði ríkisstjórnar og þings Ísraela er að finna í Jerúsalem, og þá hafa gyðingar smám saman verið að taka yfir austari hluta borgarinnar – þeim hluta sem Arabar réðu áður yfir. Palestínumenn hafa hins vegar krafist þess að Jerúsalem skuli verða framtíðarhöfuðborg sjálfstæðs ríkis Palestínu. Í friðarviðræðunum á tíunda áratugnum lagði PLO, Frelsissamtök Palestínu, til að vestari hluti Jerúsalem skyldi áfram tilheyra Ísrael. Palestínumenn hafa hins vegar aldrei horfið frá þeirri kröfu að austari hlutinn verði höfuðborg ríkis þeirra.Öll sendiráðin í Tel Avív Vegna stöðu borgarinnar hefur alþjóðasamfélagið ekki viðurkennt Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels og þess í stað flokkað Tel Avív sem höfuðborg landsins. Þannig hefur ekkert sendiráð verið staðsett í Jerúsalem frá dögum Sex daga stríðsins árið 1967 en alls má nú finna 86 sendiráð erlendra ríkja í Tel Avív. Nú stendur sem sagt til að flytja það bandaríska til Jerúsalem. Bandaríkjaþing samþykkti árið 1995 lagafrumvarp sem gengur undir nafninu The Jerusalem Embassy Act. Þar stendur meðal annars að „frá árinu 1950 hefur borgin Jerúsalem verið höfuðborg Ísraelsríkis“. Í lögunum er hins vegar einnig að finna ákvæði sem veitir Bandaríkjaforseta heimild til að fresta gildistökunni um hálft ár vegna „þjóðaröryggissjónarmiða“, þykir ástæða til. Allir Bandaríkjaforsetar hafa því nýtt sér þetta ákvæði, tvisvar á ári, allt frá árinu 1995. Trump gerði slíkt hið sama í vor, en frestur til að nýta ákvæðið á ný rann hins vegar út síðasta mánudag.
Tengdar fréttir Bandaríkin viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels Donald Trump sagðist hafa beint þeim orðum til utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna að undirbúa flutning sendiráðs Bandaríkjanna frá Tel Avív til Jerúsalem. 6. desember 2017 18:19 Abbas segir Bandaríkin vera að draga sig úr friðarferlinu Forseti Palestínumanna segir að yfirlýsing Bandaríkjaforseta sé í raun „yfirlýsing um úrsögn“ úr friðarviðræðum og grafi undan öllu friðarferlinu fyrir botni Miðjarðarhafs. 6. desember 2017 20:40 Segir ákvörðun Trump valda áhyggjum og vonbrigðum Guðlaugur Þór Þórðarson óttast að ákvörðun Donald Trump að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraelsríkis kunni að hafa neikvæð áhrif á friðarferlið fyrir botni Miðjarðarhafs. 6. desember 2017 23:02 Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Fleiri fréttir Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Sjá meira
Bandaríkin viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels Donald Trump sagðist hafa beint þeim orðum til utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna að undirbúa flutning sendiráðs Bandaríkjanna frá Tel Avív til Jerúsalem. 6. desember 2017 18:19
Abbas segir Bandaríkin vera að draga sig úr friðarferlinu Forseti Palestínumanna segir að yfirlýsing Bandaríkjaforseta sé í raun „yfirlýsing um úrsögn“ úr friðarviðræðum og grafi undan öllu friðarferlinu fyrir botni Miðjarðarhafs. 6. desember 2017 20:40
Segir ákvörðun Trump valda áhyggjum og vonbrigðum Guðlaugur Þór Þórðarson óttast að ákvörðun Donald Trump að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraelsríkis kunni að hafa neikvæð áhrif á friðarferlið fyrir botni Miðjarðarhafs. 6. desember 2017 23:02