Trump lýsir yfir stuðningi við Moore Atli Ísleifsson skrifar 4. desember 2017 14:10 Repúblikaninn Roy Moore mælist með um þremur prósentum meira fylgi en Demókratinn Doug Jones. Vísir/AFP Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur nú lýst yfir stuðningi við dómarann Roy Moore, frambjóðanda Repúblikana til öldungadeildar Bandaríkjaþings í Alabama. Fjöldi kvenna hafa á síðustu vikum sakað Moore um að hafa áreitt þær kynferðislega á áttunda áratugnum, þegar þær voru á táningsaldri en hann á fertugsaldri. Augljóst er að Trump hefur beðið með að lýsa yfir stuðningi við Moore eftir að Washington Post birti ásakanir kvennanna sem eru frá Alabama, ríki Moore. Ein kvennanna segir Moore hafa brotið á sér þegar hún var einungis fjórtán ára. Hinn sjötíu ára Moore hefur neitað ásökununum. Hann þykir einstaklega íhaldssamur í skoðunum og hefur starfað sem dómari við æðsta dómstól ríkisins. Trump lýsti yfir stuðningi við Moore á Twitter-síðu sinni þar sem hann skaut á frambjóðenda Demókrata, Doug Jones. Segir Trump nauðsynlegt að tryggja sigur Moore þar sem Demókratar hafi neitað að greiða atkvæði með skattalækkunum. Lýsti Trump svo Jones sem frjálslynda strengjabrúðu Nancy Pelosi og Chuck Schumer, leiðtogum Demókrata í fulltrúadeild og öldungadeild Bandaríkjaþings. Kosningarnar fara fram þriðjudaginn 12. desember. Sigurvegarinn mun taka sæti Jeff Sessions sem Trump skipaði dómsmálaráðherra ríkisstjórnar sinnar. Skoðanakannanir benda til að fylgi Moore sé nú í kringum þremur prósentum meira en fylgi Jones. Democrats refusal to give even one vote for massive Tax Cuts is why we need Republican Roy Moore to win in Alabama. We need his vote on stopping crime, illegal immigration, Border Wall, Military, Pro Life, V.A., Judges 2nd Amendment and more. No to Jones, a Pelosi/Schumer Puppet!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 4, 2017 Putting Pelosi/Schumer Liberal Puppet Jones into office in Alabama would hurt our great Republican Agenda of low on taxes, tough on crime, strong on military and borders...& so much more. Look at your 401-k’s since Election. Highest Stock Market EVER! Jobs are roaring back!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 4, 2017 Donald Trump MeToo Bandaríkin Tengdar fréttir Ásakanir um kynferðislegt samband við táningsstúlku hleypa óvæntu lífi í kosningar í Alabama Mikil sveifla hefur átt sér stað í skoðanakönnunum fyrir kosningar til öldungadeildar Bandaríkjaþings í Alabama eftir að nokkrar konur sökuðu annan frambjóðandann um kynferðislega tilburði þegar þær voru unglingar. 13. nóvember 2017 10:42 Slíta tengsl sín við Moore Landsnefnd Repúblikanaflokksins ætlar að tengsl sín við Roy Moore, frambjóðenda flokksins til öldungadeildasætis Alabama. Moore hefur verið sakaður um að hafa brotið kynferðislega á táningsstúlkum á árum áður. 14. nóvember 2017 23:14 Tvær konur til viðbótar saka frambjóðanda repúblikana um að hafa elst við sig Roy Moore hringdi meðal annars í menntaskólastúlku í skólanum til að bjóða henni á stefnumót eftir að hún hafði neitað honum um símanúmerið sitt. 16. nóvember 2017 11:33 Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Fleiri fréttir Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur nú lýst yfir stuðningi við dómarann Roy Moore, frambjóðanda Repúblikana til öldungadeildar Bandaríkjaþings í Alabama. Fjöldi kvenna hafa á síðustu vikum sakað Moore um að hafa áreitt þær kynferðislega á áttunda áratugnum, þegar þær voru á táningsaldri en hann á fertugsaldri. Augljóst er að Trump hefur beðið með að lýsa yfir stuðningi við Moore eftir að Washington Post birti ásakanir kvennanna sem eru frá Alabama, ríki Moore. Ein kvennanna segir Moore hafa brotið á sér þegar hún var einungis fjórtán ára. Hinn sjötíu ára Moore hefur neitað ásökununum. Hann þykir einstaklega íhaldssamur í skoðunum og hefur starfað sem dómari við æðsta dómstól ríkisins. Trump lýsti yfir stuðningi við Moore á Twitter-síðu sinni þar sem hann skaut á frambjóðenda Demókrata, Doug Jones. Segir Trump nauðsynlegt að tryggja sigur Moore þar sem Demókratar hafi neitað að greiða atkvæði með skattalækkunum. Lýsti Trump svo Jones sem frjálslynda strengjabrúðu Nancy Pelosi og Chuck Schumer, leiðtogum Demókrata í fulltrúadeild og öldungadeild Bandaríkjaþings. Kosningarnar fara fram þriðjudaginn 12. desember. Sigurvegarinn mun taka sæti Jeff Sessions sem Trump skipaði dómsmálaráðherra ríkisstjórnar sinnar. Skoðanakannanir benda til að fylgi Moore sé nú í kringum þremur prósentum meira en fylgi Jones. Democrats refusal to give even one vote for massive Tax Cuts is why we need Republican Roy Moore to win in Alabama. We need his vote on stopping crime, illegal immigration, Border Wall, Military, Pro Life, V.A., Judges 2nd Amendment and more. No to Jones, a Pelosi/Schumer Puppet!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 4, 2017 Putting Pelosi/Schumer Liberal Puppet Jones into office in Alabama would hurt our great Republican Agenda of low on taxes, tough on crime, strong on military and borders...& so much more. Look at your 401-k’s since Election. Highest Stock Market EVER! Jobs are roaring back!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 4, 2017
Donald Trump MeToo Bandaríkin Tengdar fréttir Ásakanir um kynferðislegt samband við táningsstúlku hleypa óvæntu lífi í kosningar í Alabama Mikil sveifla hefur átt sér stað í skoðanakönnunum fyrir kosningar til öldungadeildar Bandaríkjaþings í Alabama eftir að nokkrar konur sökuðu annan frambjóðandann um kynferðislega tilburði þegar þær voru unglingar. 13. nóvember 2017 10:42 Slíta tengsl sín við Moore Landsnefnd Repúblikanaflokksins ætlar að tengsl sín við Roy Moore, frambjóðenda flokksins til öldungadeildasætis Alabama. Moore hefur verið sakaður um að hafa brotið kynferðislega á táningsstúlkum á árum áður. 14. nóvember 2017 23:14 Tvær konur til viðbótar saka frambjóðanda repúblikana um að hafa elst við sig Roy Moore hringdi meðal annars í menntaskólastúlku í skólanum til að bjóða henni á stefnumót eftir að hún hafði neitað honum um símanúmerið sitt. 16. nóvember 2017 11:33 Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Fleiri fréttir Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Sjá meira
Ásakanir um kynferðislegt samband við táningsstúlku hleypa óvæntu lífi í kosningar í Alabama Mikil sveifla hefur átt sér stað í skoðanakönnunum fyrir kosningar til öldungadeildar Bandaríkjaþings í Alabama eftir að nokkrar konur sökuðu annan frambjóðandann um kynferðislega tilburði þegar þær voru unglingar. 13. nóvember 2017 10:42
Slíta tengsl sín við Moore Landsnefnd Repúblikanaflokksins ætlar að tengsl sín við Roy Moore, frambjóðenda flokksins til öldungadeildasætis Alabama. Moore hefur verið sakaður um að hafa brotið kynferðislega á táningsstúlkum á árum áður. 14. nóvember 2017 23:14
Tvær konur til viðbótar saka frambjóðanda repúblikana um að hafa elst við sig Roy Moore hringdi meðal annars í menntaskólastúlku í skólanum til að bjóða henni á stefnumót eftir að hún hafði neitað honum um símanúmerið sitt. 16. nóvember 2017 11:33