Forstjóri Icelandair svaraði harðri gagnrýni sem flugfélagið hefur fengið á sig Birgir Olgeirsson og Jóhann K. Jóhannsson skrifa 18. desember 2017 23:57 „Við vorum allan tímann að reikna með því að við myndum ná að semja,“ sagði Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, í kvöldfréttum Stöðvar 2 þar sem hann var spurður út í gagnrýni sem Icelandair hefur fengið á sig vegna verkfalls flugvirkja. Var flugfélagið gagnrýnt á samfélagsmiðlum í dag fyrir slæma upplýsingagjöf og hversu fáir voru starfsmenn voru á söluskrifstofu félagsins í Keflavík í dag. Björgólfur sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að þó reiknað hafi verið með að samningar myndu nást hefði flugið verið undirbúið fyrir þessa stöðu. „Staðan var einfaldlega sú að okkar mati að það væri betra fyrir farþegana að við værum hér,“ sagði Björgólfur og átti þar við að mesta áherslan hafi verið lögð á að manna þjónustuver Icelandair. Á venjulegum degi starfa þar 20 manns en frá því í gær hafa þeir verið meira en fjórfalt fleiri og unnið í öllum rýmum og á öllum borðum. Hann sagði það algjörlega ljóst að þetta verkfall hafi kostað flugfélagið töluverða fjármuni og svona vinnustöðvun hafi mikil áhrif á rekstur félagsins. Spurður hversu lengi ástandið geti verið svona, sagði hann það ekki vera langan tíma. Hann sagði það jafnframt ekki hag félagsins að lög yrðu sett á verkfallið. „Það yrði langbest fyrir alla aðila að menn nái að leysa stöðuna við samningaborðið,“ sagði Björgólfur sem sagðist jafnframt varla geta hugsað þá hugsun til enda verði það raunin að verkfallið standi fram að jólum. Fréttir af flugi Icelandair Verkfall flugvirkja Icelandair Tengdar fréttir „Það hafa meira og minna allir farþegar orðið fyrir einhverskonar röskun“ Fjöldinn allur af farþegum Icelandair komst ekki ferða sinn í dag vegna verkfalls flugvirkja flugfélagsins. 18. desember 2017 22:29 „Hver fundur færir okkur nær niðurstöðu“ Óvíst hve lengi fundur í kjaradeilu flugvirkja Icelandair mun standa yfir. 18. desember 2017 22:59 Fjöldi áhyggjufullra farþega hefur sett sig í samband við Samgöngustofu Verkfallið hófst í gær og er talið hafa áhrif á flug tíu þúsund farþega á degi hverjum. 18. desember 2017 19:32 Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Fleiri fréttir Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Sjá meira
„Við vorum allan tímann að reikna með því að við myndum ná að semja,“ sagði Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, í kvöldfréttum Stöðvar 2 þar sem hann var spurður út í gagnrýni sem Icelandair hefur fengið á sig vegna verkfalls flugvirkja. Var flugfélagið gagnrýnt á samfélagsmiðlum í dag fyrir slæma upplýsingagjöf og hversu fáir voru starfsmenn voru á söluskrifstofu félagsins í Keflavík í dag. Björgólfur sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að þó reiknað hafi verið með að samningar myndu nást hefði flugið verið undirbúið fyrir þessa stöðu. „Staðan var einfaldlega sú að okkar mati að það væri betra fyrir farþegana að við værum hér,“ sagði Björgólfur og átti þar við að mesta áherslan hafi verið lögð á að manna þjónustuver Icelandair. Á venjulegum degi starfa þar 20 manns en frá því í gær hafa þeir verið meira en fjórfalt fleiri og unnið í öllum rýmum og á öllum borðum. Hann sagði það algjörlega ljóst að þetta verkfall hafi kostað flugfélagið töluverða fjármuni og svona vinnustöðvun hafi mikil áhrif á rekstur félagsins. Spurður hversu lengi ástandið geti verið svona, sagði hann það ekki vera langan tíma. Hann sagði það jafnframt ekki hag félagsins að lög yrðu sett á verkfallið. „Það yrði langbest fyrir alla aðila að menn nái að leysa stöðuna við samningaborðið,“ sagði Björgólfur sem sagðist jafnframt varla geta hugsað þá hugsun til enda verði það raunin að verkfallið standi fram að jólum.
Fréttir af flugi Icelandair Verkfall flugvirkja Icelandair Tengdar fréttir „Það hafa meira og minna allir farþegar orðið fyrir einhverskonar röskun“ Fjöldinn allur af farþegum Icelandair komst ekki ferða sinn í dag vegna verkfalls flugvirkja flugfélagsins. 18. desember 2017 22:29 „Hver fundur færir okkur nær niðurstöðu“ Óvíst hve lengi fundur í kjaradeilu flugvirkja Icelandair mun standa yfir. 18. desember 2017 22:59 Fjöldi áhyggjufullra farþega hefur sett sig í samband við Samgöngustofu Verkfallið hófst í gær og er talið hafa áhrif á flug tíu þúsund farþega á degi hverjum. 18. desember 2017 19:32 Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Fleiri fréttir Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Sjá meira
„Það hafa meira og minna allir farþegar orðið fyrir einhverskonar röskun“ Fjöldinn allur af farþegum Icelandair komst ekki ferða sinn í dag vegna verkfalls flugvirkja flugfélagsins. 18. desember 2017 22:29
„Hver fundur færir okkur nær niðurstöðu“ Óvíst hve lengi fundur í kjaradeilu flugvirkja Icelandair mun standa yfir. 18. desember 2017 22:59
Fjöldi áhyggjufullra farþega hefur sett sig í samband við Samgöngustofu Verkfallið hófst í gær og er talið hafa áhrif á flug tíu þúsund farþega á degi hverjum. 18. desember 2017 19:32