Mun Gylfi refsa sínu gamla liði? Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 18. desember 2017 11:30 Gylfi Þór Sigurðsson. Vísir/Getty Gylfi Þór Sigurðsson verður í sviðsljósinu í kvöld þegar hann mætir á sinn gamla heimavöll í Wales, þegar Swansea tekur á móti Everton. Gylfi fór eins og frægt er til Everton í sumar fyrir 45 milljónir punda og varð um leið dýrasti leikmaður félagsins. Hann byrjaði af krafti með marki frá miðju í Evrópuleik gegn Hajduk Split en átti erfitt uppdráttar framan af tímabili í ensku úrvalsdeildinni, rétt eins og aðrir leikmenn Everton.Sjá einnig:Gylfi á skotskónum í fyrsta leik Allardyce Svo illa gekk að Ronald Koeman var látinn fara og Sam Allardyce ráðinn í hans stað. Everton hefur undir hans stjórn spilað betur, fengið tíu stig af tólf mögulegum í síðustu leikjum og náð að lyfta sér um leið úr fallslagnum og upp í miðja deild. Sam Allardyce segir að staða Gylfa sé skiljanleg. Hann fékk ekkert undirbúningstímabil í sumar og var lengi í sviðsljósinu vegna yfirvofandi félagaskipta sinna til Everton, sem tók mjög langan tíma að fá í gegn. Þá sé allt annað mál að spila fyrir Everton en Swansea.Gylfi Þór.Vísir/GettyKrafan meiri hjá Everton„Með fullri virðingu fyrir Swansea. En hjá Everton ertu að spila á mun stærra sviði. Maður verður að vera með sterkari bein því krafan um að spila vel er stærri hjá Everton,“ sagði Allardyce. Adam Bate, sérfræðingur Sky Sports, skoðar stöðu Gylfa hjá Everton og stöðu Swansea án Gylfa í ítarlegri úttekt sem birtist í dag. Sjá einnig: Gylfi: Það kom neisti með Allardyce sem ég hlakka til að starfa með Swansea situr í neðsta sæti ensku deildarinnar og er því í sömu vandræðum og liðið var í stærstan hluta síðasta tímabils. Munurinn er hins vegar sá að Gylfi leysti félagið úr snörunni á vormánuðum en félaginu hefur gengið illa að finna verðugan eftirmann hans. Eftirmaður Gylfa ekki fundinn Bate bendir á að Swansea sé búið að skora aðeins níu mörk í ár en á þessum tímapunkti í fyrra var Gylfi kominn með fimm mörk og fimm stoðsendingar fyrir hvítklæddu svanina. Renato Sanches, sem kom í haust sem lánsmaður frá Bayern München, hefur helst unnið sér það til frægðar að gefa á auglýsingaskilti í leik gegn Chelsea í síðasta mánuði. Hann hefur ekki enn skorað fyrir Swansea í deildinni, né heldur gefið stoðsendingu. Bate fjallar einnig um föstu leikatriðin hans Gylfa, sem Swansea saknar sárt, sem og hvernig Everton getur nýtt sér þau enn betur en liðið hefur gert hingað til á tímabilinu. Hér fyrir neðan má sjá myndband um leikinn í kvöld sem hefst klukkan 20.00 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Enski boltinn Tengdar fréttir Stóri Sam: Skil ekki hvernig Everton fékk svona mörg mörk á sig áður en ég kom Everton vann 1-0 sigur á Newcastle í gær og hefur aðeins fengið á sig eitt mark í síðustu fjórum leikjum. 14. desember 2017 11:00 „Líklega besti leikur Gylfa fyrir Everton“ Gylfi Þór Sigurðsson er að hjálpa til við að snúa við gengi Everton í ensku úrvalsdeildinni. 14. desember 2017 12:00 Klopp: Gylfi fæddur í að taka föst leikatriði Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, býst við erfiðum leik þegar Everton mætir á Anfield á sunnudaginn. 8. desember 2017 15:00 Gylfi og félagar fá ekkert jólapartí Sam Allardyce, knattspyrnustjóri Everton, hefur slegið árlegan jólafögnuð leikmanna liðsins af. Hann segir að liðið verði að koma sér í betri stöðu áður en það fagni. 13. desember 2017 10:30 Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Sport Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Fleiri fréttir „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson verður í sviðsljósinu í kvöld þegar hann mætir á sinn gamla heimavöll í Wales, þegar Swansea tekur á móti Everton. Gylfi fór eins og frægt er til Everton í sumar fyrir 45 milljónir punda og varð um leið dýrasti leikmaður félagsins. Hann byrjaði af krafti með marki frá miðju í Evrópuleik gegn Hajduk Split en átti erfitt uppdráttar framan af tímabili í ensku úrvalsdeildinni, rétt eins og aðrir leikmenn Everton.Sjá einnig:Gylfi á skotskónum í fyrsta leik Allardyce Svo illa gekk að Ronald Koeman var látinn fara og Sam Allardyce ráðinn í hans stað. Everton hefur undir hans stjórn spilað betur, fengið tíu stig af tólf mögulegum í síðustu leikjum og náð að lyfta sér um leið úr fallslagnum og upp í miðja deild. Sam Allardyce segir að staða Gylfa sé skiljanleg. Hann fékk ekkert undirbúningstímabil í sumar og var lengi í sviðsljósinu vegna yfirvofandi félagaskipta sinna til Everton, sem tók mjög langan tíma að fá í gegn. Þá sé allt annað mál að spila fyrir Everton en Swansea.Gylfi Þór.Vísir/GettyKrafan meiri hjá Everton„Með fullri virðingu fyrir Swansea. En hjá Everton ertu að spila á mun stærra sviði. Maður verður að vera með sterkari bein því krafan um að spila vel er stærri hjá Everton,“ sagði Allardyce. Adam Bate, sérfræðingur Sky Sports, skoðar stöðu Gylfa hjá Everton og stöðu Swansea án Gylfa í ítarlegri úttekt sem birtist í dag. Sjá einnig: Gylfi: Það kom neisti með Allardyce sem ég hlakka til að starfa með Swansea situr í neðsta sæti ensku deildarinnar og er því í sömu vandræðum og liðið var í stærstan hluta síðasta tímabils. Munurinn er hins vegar sá að Gylfi leysti félagið úr snörunni á vormánuðum en félaginu hefur gengið illa að finna verðugan eftirmann hans. Eftirmaður Gylfa ekki fundinn Bate bendir á að Swansea sé búið að skora aðeins níu mörk í ár en á þessum tímapunkti í fyrra var Gylfi kominn með fimm mörk og fimm stoðsendingar fyrir hvítklæddu svanina. Renato Sanches, sem kom í haust sem lánsmaður frá Bayern München, hefur helst unnið sér það til frægðar að gefa á auglýsingaskilti í leik gegn Chelsea í síðasta mánuði. Hann hefur ekki enn skorað fyrir Swansea í deildinni, né heldur gefið stoðsendingu. Bate fjallar einnig um föstu leikatriðin hans Gylfa, sem Swansea saknar sárt, sem og hvernig Everton getur nýtt sér þau enn betur en liðið hefur gert hingað til á tímabilinu. Hér fyrir neðan má sjá myndband um leikinn í kvöld sem hefst klukkan 20.00 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Enski boltinn Tengdar fréttir Stóri Sam: Skil ekki hvernig Everton fékk svona mörg mörk á sig áður en ég kom Everton vann 1-0 sigur á Newcastle í gær og hefur aðeins fengið á sig eitt mark í síðustu fjórum leikjum. 14. desember 2017 11:00 „Líklega besti leikur Gylfa fyrir Everton“ Gylfi Þór Sigurðsson er að hjálpa til við að snúa við gengi Everton í ensku úrvalsdeildinni. 14. desember 2017 12:00 Klopp: Gylfi fæddur í að taka föst leikatriði Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, býst við erfiðum leik þegar Everton mætir á Anfield á sunnudaginn. 8. desember 2017 15:00 Gylfi og félagar fá ekkert jólapartí Sam Allardyce, knattspyrnustjóri Everton, hefur slegið árlegan jólafögnuð leikmanna liðsins af. Hann segir að liðið verði að koma sér í betri stöðu áður en það fagni. 13. desember 2017 10:30 Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Sport Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Fleiri fréttir „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Sjá meira
Stóri Sam: Skil ekki hvernig Everton fékk svona mörg mörk á sig áður en ég kom Everton vann 1-0 sigur á Newcastle í gær og hefur aðeins fengið á sig eitt mark í síðustu fjórum leikjum. 14. desember 2017 11:00
„Líklega besti leikur Gylfa fyrir Everton“ Gylfi Þór Sigurðsson er að hjálpa til við að snúa við gengi Everton í ensku úrvalsdeildinni. 14. desember 2017 12:00
Klopp: Gylfi fæddur í að taka föst leikatriði Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, býst við erfiðum leik þegar Everton mætir á Anfield á sunnudaginn. 8. desember 2017 15:00
Gylfi og félagar fá ekkert jólapartí Sam Allardyce, knattspyrnustjóri Everton, hefur slegið árlegan jólafögnuð leikmanna liðsins af. Hann segir að liðið verði að koma sér í betri stöðu áður en það fagni. 13. desember 2017 10:30