Á Facebook-síðu lögreglunnar segir að nú þegar hafi verið tilkynnt um tvö hálkuslys í bænum og voru tveir fluttir á slysadeild með áverka á höfði.
Hvetur lögregla vegfarendur til að fara varlega í þeim aðstæðum sem nú eru á götum, bílastæðum og gangstígum bæjarins en hitinn er kominn upp í tíu stig á Akureyri.
Er unnið að því að gera vegi og götur greiðfærari en það tekur sinn tíma, segir á Facebook-síðu lögreglunnar.