Kjaraviðræður Flugvirkjafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins hafa ekki borið árangur Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 16. desember 2017 22:15 Áætlað er að yfirvofandi verkfall flugvirkja muni hafa áhrif á ferðir 10 þúsund farþega á dag. Vísir/sigurjón Enn er fundað hjá ríkissáttasemjara vegna kjaraviðræða Flugvirkjafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins. Óskar Einarsson formaður Flugvirkjafélags Íslands staðfesti þetta rétt í þessu í samtali við Vísi. Hann segist ekki vita hvort fundað verði langt fram á nótt. Fundað hefur verið síðan klukkan eitt í dag. Óskar segir of snemmt að segja til um það hvort hann sé bjartsýnn eða svartsýnn á að samningar náist áður en boðaðar verkfallsaðgerðir hefjast. Að óbreyttu hefst verkfall klukkan sex í fyrramálið. Komi til verkfalls mun það raska flugferðum hjá tíu þúsund manns á hverjum degi. Flugvirkjar kröfðust upphaflega um tuttugu prósenta launahækkunar en samkvæmt heimildum fréttastofu Stöðvar 2 hafa þeir lækkað sig í átt að boði Samtaka atvinnulífsins sem hljóðar upp á launahækkun í anda Salek samkomulagsins. Sjá einnig: Grunnlaunin um 440 þúsund krónur„Auðvitað höfum við gríðarlegar áhyggjur af þessu,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra í dag, aðspurður um yfirvofandi verkfall flugvirkja. Takist ekki að semja í tæka tíð mun verkfallið hafa mikil áhrif á samgöngur tugþúsunda farþega. Samkvæmt upplýsingum frá Icelandair hafa farþegar sem eiga bókað flug á morgun og á mánudag mátt breyta flugmiðum sér að kostnaðarlausu. Margir hafa nýtt sér þetta og einnig hefur verið nokkuð um afbókanir. Ef til verkfalls kemur og flugum verður aflýst vegna þess þá eiga farþegar rétt á að velja um endurgreiðslu eða fá breytingu á flugleið samkvæmt Evrópureglugerð um réttindi flugfarþega. Þeir farþegar sem verða fyrir röskun á ferðum sínum eiga einnig rétt á annars konar þjónustu af hálfu flugfélagsins. Farþegar geta einnig átt rétt á skaðabótum í vissum tilvikum þegar tafir verða eða flugi er aflýst. Fréttir af flugi Kjaramál Verkfall flugvirkja Icelandair Tengdar fréttir Réttindi farþega margvísleg ef til verkfalls kemur Ef flug tefjast eða þeim er aflýst eiga farþegar rétt á því að flugfélagið verði þeim út um gistingu og fleira ef til verkfalls flugvirkja kemur. 16. desember 2017 10:45 Grunnlaunin um 440 þúsund krónur Kjaraviðræður Flugvirkjafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins vegna Icelandair hafa ekki borið árangur en fundur hefur staðið yfir frá klukkan eitt í dag. Að óbreyttu hefst verkfall klukkan sex í fyrramálið. 16. desember 2017 19:00 Ríkisstjórnin með „gríðarlegar áhyggjur“ af yfirvofandi verkfalli "Auðvitað höfum við gríðarlegar áhyggjur af þessu,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra aðspurður um yfirvofandi verkfall flugvirkja sem hefjast á snemma á morgun takist ekki að semja í tæka tíð. 16. desember 2017 13:48 Afbókanir berast vegna verkfallshótana "Verkfallshótun flugvirkja hefur þegar valdið miklum óróa meðal fjölmargra fyrirtækja í ferðaþjónustu og hafa afbókanir þegar borist,“ segir í ályktun frá stjórn Samtaka ferðaþjónustunnar. Flugvirkjar hafa boðað til verkfalls frá og með morgundeginum, takist ekki að semja. 16. desember 2017 07:00 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Fleiri fréttir Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Sjá meira
Enn er fundað hjá ríkissáttasemjara vegna kjaraviðræða Flugvirkjafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins. Óskar Einarsson formaður Flugvirkjafélags Íslands staðfesti þetta rétt í þessu í samtali við Vísi. Hann segist ekki vita hvort fundað verði langt fram á nótt. Fundað hefur verið síðan klukkan eitt í dag. Óskar segir of snemmt að segja til um það hvort hann sé bjartsýnn eða svartsýnn á að samningar náist áður en boðaðar verkfallsaðgerðir hefjast. Að óbreyttu hefst verkfall klukkan sex í fyrramálið. Komi til verkfalls mun það raska flugferðum hjá tíu þúsund manns á hverjum degi. Flugvirkjar kröfðust upphaflega um tuttugu prósenta launahækkunar en samkvæmt heimildum fréttastofu Stöðvar 2 hafa þeir lækkað sig í átt að boði Samtaka atvinnulífsins sem hljóðar upp á launahækkun í anda Salek samkomulagsins. Sjá einnig: Grunnlaunin um 440 þúsund krónur„Auðvitað höfum við gríðarlegar áhyggjur af þessu,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra í dag, aðspurður um yfirvofandi verkfall flugvirkja. Takist ekki að semja í tæka tíð mun verkfallið hafa mikil áhrif á samgöngur tugþúsunda farþega. Samkvæmt upplýsingum frá Icelandair hafa farþegar sem eiga bókað flug á morgun og á mánudag mátt breyta flugmiðum sér að kostnaðarlausu. Margir hafa nýtt sér þetta og einnig hefur verið nokkuð um afbókanir. Ef til verkfalls kemur og flugum verður aflýst vegna þess þá eiga farþegar rétt á að velja um endurgreiðslu eða fá breytingu á flugleið samkvæmt Evrópureglugerð um réttindi flugfarþega. Þeir farþegar sem verða fyrir röskun á ferðum sínum eiga einnig rétt á annars konar þjónustu af hálfu flugfélagsins. Farþegar geta einnig átt rétt á skaðabótum í vissum tilvikum þegar tafir verða eða flugi er aflýst.
Fréttir af flugi Kjaramál Verkfall flugvirkja Icelandair Tengdar fréttir Réttindi farþega margvísleg ef til verkfalls kemur Ef flug tefjast eða þeim er aflýst eiga farþegar rétt á því að flugfélagið verði þeim út um gistingu og fleira ef til verkfalls flugvirkja kemur. 16. desember 2017 10:45 Grunnlaunin um 440 þúsund krónur Kjaraviðræður Flugvirkjafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins vegna Icelandair hafa ekki borið árangur en fundur hefur staðið yfir frá klukkan eitt í dag. Að óbreyttu hefst verkfall klukkan sex í fyrramálið. 16. desember 2017 19:00 Ríkisstjórnin með „gríðarlegar áhyggjur“ af yfirvofandi verkfalli "Auðvitað höfum við gríðarlegar áhyggjur af þessu,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra aðspurður um yfirvofandi verkfall flugvirkja sem hefjast á snemma á morgun takist ekki að semja í tæka tíð. 16. desember 2017 13:48 Afbókanir berast vegna verkfallshótana "Verkfallshótun flugvirkja hefur þegar valdið miklum óróa meðal fjölmargra fyrirtækja í ferðaþjónustu og hafa afbókanir þegar borist,“ segir í ályktun frá stjórn Samtaka ferðaþjónustunnar. Flugvirkjar hafa boðað til verkfalls frá og með morgundeginum, takist ekki að semja. 16. desember 2017 07:00 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Fleiri fréttir Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Sjá meira
Réttindi farþega margvísleg ef til verkfalls kemur Ef flug tefjast eða þeim er aflýst eiga farþegar rétt á því að flugfélagið verði þeim út um gistingu og fleira ef til verkfalls flugvirkja kemur. 16. desember 2017 10:45
Grunnlaunin um 440 þúsund krónur Kjaraviðræður Flugvirkjafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins vegna Icelandair hafa ekki borið árangur en fundur hefur staðið yfir frá klukkan eitt í dag. Að óbreyttu hefst verkfall klukkan sex í fyrramálið. 16. desember 2017 19:00
Ríkisstjórnin með „gríðarlegar áhyggjur“ af yfirvofandi verkfalli "Auðvitað höfum við gríðarlegar áhyggjur af þessu,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra aðspurður um yfirvofandi verkfall flugvirkja sem hefjast á snemma á morgun takist ekki að semja í tæka tíð. 16. desember 2017 13:48
Afbókanir berast vegna verkfallshótana "Verkfallshótun flugvirkja hefur þegar valdið miklum óróa meðal fjölmargra fyrirtækja í ferðaþjónustu og hafa afbókanir þegar borist,“ segir í ályktun frá stjórn Samtaka ferðaþjónustunnar. Flugvirkjar hafa boðað til verkfalls frá og með morgundeginum, takist ekki að semja. 16. desember 2017 07:00