Fær 800 þúsund í eingreiðslu Baldur Guðmundsson skrifar 15. desember 2017 07:00 Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri. akureyrarbær Bæjarstjórinn á Akureyri, Eiríkur Björn Björgvinsson, fær um 800 þúsund krónur í eingreiðslu vegna afturvirkrar leiðréttingar á launum, samkvæmt upplýsingum frá Akureyrarbæ. Bæjarráð samþykkti á fundi í gær viðauka við ráðningarsamning bæjarstjórans. Í viðaukanum felst að laun bæjarstjórans taka frá júní 2016 mið af breytingum á launavísitölu, í stað þess að taka mið af almennum úrskurðum kjararáðs. Launin höfðu, að sögn forseta bæjarstjórnar, staðið óbreytt frá þeim tíma. Launin taka breytingum samkvæmt vísitölunni tvisvar á ári, í janúar og júlí. Laun Eiríks Björns voru 1.473 þúsund krónur á mánuði sumarið 2016 en hækkuðu, vegna ákvörðunar bæjarráðs í gærmorgun, í 1.501 þúsund krónur á mánuði í janúar 2017. Þau hækkuðu svo í 1.581 þúsund krónur á mánuði í júní og standa þar. Hækkunin á milli áranna 2016 og 2017 nemur 7,3 prósentustigum. Laun hans hafa hækkað um 107 þúsund krónur á mánuði á tímabilinu. Bæjarstjórinn gæti átt von á annarri launahækkun um mánaðamótin en samkvæmt vef Hagstofunnar hækkaði launavísitalan frá júní til október um 1,1 prósent. Ef vísitalan hækkar ekki meira síðustu tvo mánuði ársins nemur vænt hækkun á launum Eiríks rúmum 17 þúsund krónum. Fram kom í úttekt sem DV gerði á launum bæjarstjóra landsins í sumar að Eiríkur fengi að auki greitt fyrir notkun á eigin bifreið í þágu bæjarins. Fram kom að hann fengi ekki sérstaklega greitt fyrir setu á fundum nefnda, ráða eða bæjarstjórnar. Uppfært kl. 08:22: Upphaflega stóð í fréttinni að launin tækju breytingum skv. vísitölunni tvisvar á ári, í janúar og desember. Það er ekki rétt heldur taka launin breytingum í janúar og júlí. Þetta hefur verið leiðrétt. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Sjá meira
Bæjarstjórinn á Akureyri, Eiríkur Björn Björgvinsson, fær um 800 þúsund krónur í eingreiðslu vegna afturvirkrar leiðréttingar á launum, samkvæmt upplýsingum frá Akureyrarbæ. Bæjarráð samþykkti á fundi í gær viðauka við ráðningarsamning bæjarstjórans. Í viðaukanum felst að laun bæjarstjórans taka frá júní 2016 mið af breytingum á launavísitölu, í stað þess að taka mið af almennum úrskurðum kjararáðs. Launin höfðu, að sögn forseta bæjarstjórnar, staðið óbreytt frá þeim tíma. Launin taka breytingum samkvæmt vísitölunni tvisvar á ári, í janúar og júlí. Laun Eiríks Björns voru 1.473 þúsund krónur á mánuði sumarið 2016 en hækkuðu, vegna ákvörðunar bæjarráðs í gærmorgun, í 1.501 þúsund krónur á mánuði í janúar 2017. Þau hækkuðu svo í 1.581 þúsund krónur á mánuði í júní og standa þar. Hækkunin á milli áranna 2016 og 2017 nemur 7,3 prósentustigum. Laun hans hafa hækkað um 107 þúsund krónur á mánuði á tímabilinu. Bæjarstjórinn gæti átt von á annarri launahækkun um mánaðamótin en samkvæmt vef Hagstofunnar hækkaði launavísitalan frá júní til október um 1,1 prósent. Ef vísitalan hækkar ekki meira síðustu tvo mánuði ársins nemur vænt hækkun á launum Eiríks rúmum 17 þúsund krónum. Fram kom í úttekt sem DV gerði á launum bæjarstjóra landsins í sumar að Eiríkur fengi að auki greitt fyrir notkun á eigin bifreið í þágu bæjarins. Fram kom að hann fengi ekki sérstaklega greitt fyrir setu á fundum nefnda, ráða eða bæjarstjórnar. Uppfært kl. 08:22: Upphaflega stóð í fréttinni að launin tækju breytingum skv. vísitölunni tvisvar á ári, í janúar og desember. Það er ekki rétt heldur taka launin breytingum í janúar og júlí. Þetta hefur verið leiðrétt.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Sjá meira