Geirmundur dæmdur í 18 mánaða skilorðsbundið fangelsi Birgir Olgeirsson skrifar 14. desember 2017 16:48 Geirmundur Kristinsson fyrrverandi sparisjóðsstjóri í Keflavík. Hæstiréttur Íslands hefur snúið sýknudómi Héraðsdóm Reykjaness í máli Geirmundar Kristinssonar, fyrrverandi sparisjóðsstjóra Sparisjóðsins í Keflavík. Var hann dæmdur til átján mánaða fangelsisvistar sem er skilorðsbundin til tveggja ára vegna þess hve langur tími var liðinn frá brotunum og vegna heilsufars Geirmundar. Geirmundi var gefin að sök umboðssvik með því að hafa misnotað aðstöðu sína, annars vegar með því að hafa stefnt Sparisjóði Keflavíkur í verulega hættu, sem sparisjóðsstjóri, þegar hann hefði farið út fyrir heimildir sína með því að veita í júní 2008 einkahlutafélaginu Duggi 100 milljóna króna lán í formi yfirdráttar án þess að afstaða lánanefndar sparisjóðsins hefði legið fyrir, áhættu- og greiðslumat hefði farið fram eða að endurgreiðsla hefði verið tryggð með nokkrum hætti. Í dómi Hæstaréttar kom meðal annars fram að án tillits til þess hvort honum hefði vegna starfa síns verið formlega heimilt að taka upp á sitt eindæmi ákvörðun um að sparisjóðurinn veitti lánið yrði að gæta að því að ráðstöfun til fyrirtækisins var klædd gagnvart sparisjóðnum í búningi lánveitingar til að fram gæti farið greiðsla sem hann bar enga skyldu til að greiða. Þá kom fram að enginn samningur hefði verið gerður um endurgreiðslu fjárhæðarinnar eða tryggingu fyrir henni og bersýnileg hætta hefði verið á að lántakinn hefði enga burði til að standa skil á henni. Var Geirmundur því sakfelldur fyrir umboðssvik enda hefði háttsemi hans leitt til stórfelldrar fjártjónsáhættu fyrir SpKef. Hins vegar var Geirmundi gefin að sök að hafa misnotað aðstöðu sína sem stjórnarformaður Vikna ehf., dótturfélags Sparisjóðs Keflavíkur, með því að framselja stofnfjárbréf í sparisjóðnum að verðmæti 683 milljóna króna frá Vikna til einkahlutafélagsins Fossvogshyls án endurgjalds og án þess að lánasamningur hefði verið gerður né trygging sett fyrir greiðslu kröfunnar. Var vísað til þess í dómi Hæstaréttar að þótt Fossvogshylur hefði ekki getað framselt stofnfjárbréfin án samþykkis stjórnar Sparisjóðskeflavíkur gat sjóðurinn ekki að öðru leyti skipt sér af afdrifum bréfanna eða málefnum félagsins. Var talið að framsalið hefði falið í sér verulega fjártjónsáhættu fyrir Vikna ehf. að völdum Geirmundar og var hann því sakfelldur fyrir umboðssvik. Var refsing Geirmundar ákveðin fangelsi í 18 mánuði en meðal annars með hliðsjón af því hve langt var um liðið frá því að brotin voru framin og heilsufars Geirmundar var refsing skilorðsbundin til tveggja ára. Dómsmál Tengdar fréttir Geirmundur sýknaður af ákæru um umboðssvik Héraðsdómur Reykjaness sýknaði í morgun Geirmund Kristinsson, fyrrverandi sparisjóðsstjóri Sparisjóðsins í Keflavík, af ákæru um umboðssvik. 4. nóvember 2016 12:27 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Sjá meira
Hæstiréttur Íslands hefur snúið sýknudómi Héraðsdóm Reykjaness í máli Geirmundar Kristinssonar, fyrrverandi sparisjóðsstjóra Sparisjóðsins í Keflavík. Var hann dæmdur til átján mánaða fangelsisvistar sem er skilorðsbundin til tveggja ára vegna þess hve langur tími var liðinn frá brotunum og vegna heilsufars Geirmundar. Geirmundi var gefin að sök umboðssvik með því að hafa misnotað aðstöðu sína, annars vegar með því að hafa stefnt Sparisjóði Keflavíkur í verulega hættu, sem sparisjóðsstjóri, þegar hann hefði farið út fyrir heimildir sína með því að veita í júní 2008 einkahlutafélaginu Duggi 100 milljóna króna lán í formi yfirdráttar án þess að afstaða lánanefndar sparisjóðsins hefði legið fyrir, áhættu- og greiðslumat hefði farið fram eða að endurgreiðsla hefði verið tryggð með nokkrum hætti. Í dómi Hæstaréttar kom meðal annars fram að án tillits til þess hvort honum hefði vegna starfa síns verið formlega heimilt að taka upp á sitt eindæmi ákvörðun um að sparisjóðurinn veitti lánið yrði að gæta að því að ráðstöfun til fyrirtækisins var klædd gagnvart sparisjóðnum í búningi lánveitingar til að fram gæti farið greiðsla sem hann bar enga skyldu til að greiða. Þá kom fram að enginn samningur hefði verið gerður um endurgreiðslu fjárhæðarinnar eða tryggingu fyrir henni og bersýnileg hætta hefði verið á að lántakinn hefði enga burði til að standa skil á henni. Var Geirmundur því sakfelldur fyrir umboðssvik enda hefði háttsemi hans leitt til stórfelldrar fjártjónsáhættu fyrir SpKef. Hins vegar var Geirmundi gefin að sök að hafa misnotað aðstöðu sína sem stjórnarformaður Vikna ehf., dótturfélags Sparisjóðs Keflavíkur, með því að framselja stofnfjárbréf í sparisjóðnum að verðmæti 683 milljóna króna frá Vikna til einkahlutafélagsins Fossvogshyls án endurgjalds og án þess að lánasamningur hefði verið gerður né trygging sett fyrir greiðslu kröfunnar. Var vísað til þess í dómi Hæstaréttar að þótt Fossvogshylur hefði ekki getað framselt stofnfjárbréfin án samþykkis stjórnar Sparisjóðskeflavíkur gat sjóðurinn ekki að öðru leyti skipt sér af afdrifum bréfanna eða málefnum félagsins. Var talið að framsalið hefði falið í sér verulega fjártjónsáhættu fyrir Vikna ehf. að völdum Geirmundar og var hann því sakfelldur fyrir umboðssvik. Var refsing Geirmundar ákveðin fangelsi í 18 mánuði en meðal annars með hliðsjón af því hve langt var um liðið frá því að brotin voru framin og heilsufars Geirmundar var refsing skilorðsbundin til tveggja ára.
Dómsmál Tengdar fréttir Geirmundur sýknaður af ákæru um umboðssvik Héraðsdómur Reykjaness sýknaði í morgun Geirmund Kristinsson, fyrrverandi sparisjóðsstjóri Sparisjóðsins í Keflavík, af ákæru um umboðssvik. 4. nóvember 2016 12:27 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Sjá meira
Geirmundur sýknaður af ákæru um umboðssvik Héraðsdómur Reykjaness sýknaði í morgun Geirmund Kristinsson, fyrrverandi sparisjóðsstjóri Sparisjóðsins í Keflavík, af ákæru um umboðssvik. 4. nóvember 2016 12:27