Forsíða Sports Illustrated lýsir NFL-tímabilinu með einu orði: Blóðbað Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. desember 2017 12:00 Forsíða Sports Illustrated. Mynd/Sports Illustrated Alvarleg meiðsli leikmanna eru næstum því daglegt brauð í ameríska fótboltanum og ástandið hefur líklega aldrei verið jafnslæmt og á því tímabili sem nú stendur yfir í NFL-deildinni. Það sem vekur kannski meiri athygli á öllum meiðslunum er hversu margar stórstjörnur deildarinnar hafa meiðst illa á þessari leiktíð. Nú síðast meiddist Carson Wentz, leikstjórnandi Philadelphia Eagles. Carson Wentz þótti koma sterklega til greina sem mikilvægasti leikmaður tímabilsins enda að spila frábærlega og liðið hans á toppnum. Wentz sleit krossband um síðustu helgi og missir því af restinni af tímabilinu þar sem leit út fyrir að hann ætlaði að leiða liðið sitt alla leið í Super Bowl leikinn. Wentz er hinsvegar langt frá því að vera eina stórstjarnan sem hefur dottið út vegna meiðsla í vetur. Bandaríska íþróttatímaritið Sports Illustrated fjallaði ítarlega um öll meiðslin í NFL-deildinni og sló greininni upp á forsíðunni. Á forsíðu blaðsins er NFL-tímabilinu lýst með einu orði sem er „blóðbað“. Myndin á forsíðunni er síðan teikning af öllum stórstjörnunum sem hafa meiðst illa á leiktíðinni. Forsíðu Sports Illustrated má sjá hér fyrir neðan. Hér fyrir neðan má einnig finna tengil á listann yfir hvenær stórstjörnurnar meiddust og hvernig. Eins og sjá má þar þá er þetta enginn smálisti. NFL Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjá meira
Alvarleg meiðsli leikmanna eru næstum því daglegt brauð í ameríska fótboltanum og ástandið hefur líklega aldrei verið jafnslæmt og á því tímabili sem nú stendur yfir í NFL-deildinni. Það sem vekur kannski meiri athygli á öllum meiðslunum er hversu margar stórstjörnur deildarinnar hafa meiðst illa á þessari leiktíð. Nú síðast meiddist Carson Wentz, leikstjórnandi Philadelphia Eagles. Carson Wentz þótti koma sterklega til greina sem mikilvægasti leikmaður tímabilsins enda að spila frábærlega og liðið hans á toppnum. Wentz sleit krossband um síðustu helgi og missir því af restinni af tímabilinu þar sem leit út fyrir að hann ætlaði að leiða liðið sitt alla leið í Super Bowl leikinn. Wentz er hinsvegar langt frá því að vera eina stórstjarnan sem hefur dottið út vegna meiðsla í vetur. Bandaríska íþróttatímaritið Sports Illustrated fjallaði ítarlega um öll meiðslin í NFL-deildinni og sló greininni upp á forsíðunni. Á forsíðu blaðsins er NFL-tímabilinu lýst með einu orði sem er „blóðbað“. Myndin á forsíðunni er síðan teikning af öllum stórstjörnunum sem hafa meiðst illa á leiktíðinni. Forsíðu Sports Illustrated má sjá hér fyrir neðan. Hér fyrir neðan má einnig finna tengil á listann yfir hvenær stórstjörnurnar meiddust og hvernig. Eins og sjá má þar þá er þetta enginn smálisti.
NFL Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjá meira