Sport

Hrafnhildur með nýtt Íslandsmet og sæti í undanúrslitum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hrafnhildur Lúthersdóttir.
Hrafnhildur Lúthersdóttir. Vísir/Stefán
Hrafnhildur Lúthersdóttir bætti Íslandsmetið sitt í 50 metra bringusundi þegar hún tryggði sér sæti í undanúrslitum á EM í 25 metra laug í Kaupmannahöfn.

Hrafnhildur synti á 30,20 sekúndum og náði þriðja besta tímanum í sínum riðli. Tími Hrafnhildar var sá sjöundi besti í undanrásunum.

Hrafnhildur bætti með þessu Íslandsmet sitt í greininni en hún hafði synt á 30,42 sekúndum 19. nóvember síðastliðinn. Hún var því að stórbæta Íslandsmetið sitt. Glæsileg byrjun á mótinu fyrir íslenska sundfólkið.

Finnar voru öflugir í undanrásum en þær Ida Hulkko og Jenna Laukkanen voru með tvo bestu tímana. Hulkko synti á 29.85 sekúndum og var því 35 hundraðshlutum úr sekúndum á undan okkar konu.

Þar sem að aðeins tveir sundmenn frá hverri þjóð mega keppa í undanúrslitum þá komst hin finnska Veera Kivirinta ekki áfram þrátt fyrir að ná fimmta besta tímanunm.

Hrafnhildur verður því með sjötta besta tímann af þeim sem keppa í undanúrslitunum.

Hrafnhildur syndir undanúrslitasundið rúmlega fjögur í dag að íslenskum tíma.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×