Quinton Jefferson, leikmaður NFL-liðsins Seattle Seahawks missti algjörlega stjórn á skapi sínu eftir að hafa verið rekinn af velli í tapleik gegn Jacksonville Jaguars.
Á leið sinni af vellinum var kastað mat og gosi að heitum Jefferson sem í kjölfarið gjörsamlega missti það.
Hann reifst við áhorfendur og reyndi að komast upp í stúku til þess að lumbra á þeim. Öryggisverðir sáu til þess að það tókst ekki hjá honum.
Sjá má myndbönd af þessari ótrúlega uppákomu hér.
